Page 1 of 1
Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 10:19
by Bjössi
Er með á teikninborðinu þennan, athugasemdir vel þegnar,
5,25kg Pale ale malt (92,92%)
0,40kg Munic 1 (7,08%)
30gr First gold 60min
20gr Amarillo 30min
30gr Zaaz 0min
25gr Zaaz 7 daga dry hop
Geri ráð fyrir 21ltr. 5,8%. IBU um eða rétt yfir 30
eg er með annan svipaðan, s.s. sama malt en aðrir humlar
sá heppnaðist mjög vel, sennilega sá besti sem ég hef gert hingað til,
Sama malt og fyrir ofan en aðrir humlar
30gr First gold 60min
20gr Fuggles 30min
30gr Cascate 3min
25gr Cascate 7 daga dry hop
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 11:00
by Eyvindur
OG? FG?
Ég myndi skipta út Amarillo fyrir Saaz. Ég held að það sé töluverð hætta á því að jafn blíður og lúmskur humall og Saaz drukkni algerlega í Amarillo - fyrir utan það að það er töluvert stílbrot að blanda saman göfughumlum og amerískum humlum (ekki það að stílbrot séu endilega slæm).
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 11:22
by Bjössi
OG 1.056-8
FG 1.010
Já punktur hjá þér varðandi Amarillo v/s Zaaz
kannski að ég skipti út Amarillo, annars er ég mjög sjaldan að spá í stílum þegar ég set saman uppskriftir,
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 11:54
by Eyvindur
Enda algjör óþarfi. Ég er meira bara að pæla í að Saaz humlarnir fái að njóta sín. Amarillo er svo afgerandi að það gæti verið erfitt að greina þá í sundur.
Af hverju notarðu ekki bara alfarið Saaz? Þannig kynnist maður karakternum best.
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 13:01
by Bjössi
jú rétt er það. hef gert bjór bara með cascate bara til að kynnast þeim
Annars drakk ég einn Kalda í gær, skilst að það sé Zaas í honum
en spurning er hvað mikið? annars er kaldi ekkert afgerandi bjór, finnst hann voða karaterlaus, eiginlega of nenjulegur, ekki það að kali sé slæmur langt í frá, bara...
...er ekkert afgerandi við hann
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 13:26
by sigurdur
Þú getur smakkað Pilsner Urquell, það er saaz í honum. Þá ættiru vonandi að vera nær bragð og lykt af saaz.
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 13:27
by Bjössi
Já ok, hef ekki smakkað Pilsner Urquell
kaupi á eftir, takk fyrir ábendinguna
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 13:48
by Eyvindur
Urquell er frábær bjór, og mikil Saaz veisla. Mæli eindregið með honum. Vegna langrar leiðar sem hann þarf að ferðast er anganin þó minni en hún gæti verið (skilst að himinn og haf séu á milli hans hér og í Tékklandi).
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 14:22
by sigurdur
Eyvindur wrote:Urquell er frábær bjór, og mikil Saaz veisla. Mæli eindregið með honum. Vegna langrar leiðar sem hann þarf að ferðast er anganin þó minni en hún gæti verið (skilst að himinn og haf séu á milli hans hér og í Tékklandi).
Við leysum það bara með hópferð til Plzeň og smökkum muninn.
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 14:56
by Eyvindur
Nema hvað... Tökum lest þangað frá Brussell, með viðkomu í Köln og Munchen... Millilendum í London á leiðinni heim. Komið endilega með fleiri staði inn í planið...
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 16:09
by Oli
Eyvindur wrote:Nema hvað... Tökum lest þangað frá Brussell, með viðkomu í Köln og Munchen... Millilendum í London á leiðinni heim. Komið endilega með fleiri staði inn í planið...
Er ekki lagi að byrja bara í Ölvisholti og þaðan til Írlands og Englands.....

Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 19:07
by Bjössi
Jæa...! þessi endaði svona, mesking í gangi
Amount Item Type % or IBU
5,00 kg Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM) Grain 86,21 %
0,40 kg Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain 6,90 %
0,40 kg Pilsner (Weyermann) (1,7 SRM) Grain 6,90 %
20,00 gm First Gold [7,50 %] (60 min) Hops 15,1 IBU
25,00 gm Saaz [4,00 %] (Dry Hop 7 days) Hops -
20,00 gm Saaz [4,00 %] (30 min) Hops 6,2 IBU
20,00 gm Saaz [4,00 %] (3 min) Hops 1,0 IBU
Est Original Gravity: 1,053 SG
Measured Original Gravity: 1,055 SG
Est Final Gravity: 1,014 SG Measured Final Gravity: 1,010 SG
Estimated Alcohol by Vol: 5,15 % Actual Alcohol by Vol: 5,87 %
Bitterness: 22,3 IBU Calories: 514 cal/l
Est Color: 5,6 SRM Color: Color
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 19:24
by hrafnkell
Þessi verður helvíti fínn. Hvaða ger ætlarðu að nota?
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 19:25
by Bjössi
US-05

já mig hlakkar til að drekka þennan
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 22:26
by Andri
Munchen þá og hitta á 200 ára afmæli októberfest?
Re: Zaaz veisla
Posted: 29. Jan 2010 22:43
by Eyvindur
Ég mæli með tvennu: Nota Saaz sem beiskjuhumla (Sama hvað Palmer og fleiri segja kemur víst bragð af beiskjuhumlunum) og ekki þurrhumla. Í fyrsta lagi finnst mér þurrhumlun vera full grófur tendens hjá heimabruggurum (hún á ekki alltaf við) og í öðru lagi hef ég heyrt því fleygt að göfughumlar séu ekki vel fallnir til þurrhumlunar. Sel það svo sem ekki nema á heildsöluverði, en þetta hefur verið umtalað á spjallborðum ytra.
Í öllu falli finnst mér óþarfi að þurrhumla alla bjóra.