Page 1 of 1

nafn á bruggeríi

Posted: 28. Jan 2010 13:15
by kristfin
ég hefi verið að gæla við að fastsetja eitthvað sniðugt nafn á "brugghúsið" mitt svo ég gæti hannað eitthvað miðasnið til að endurnýta. væri best að ef nafnið væri gott á íslensku og ensku.

eruð þið snillingarnir með einhverjar hugmyndir að nafni eða konsepti?

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 28. Jan 2010 13:34
by kalli
Það er komin hugmynd að nýyrði fyrir Microbrewery, eða Örgerð. Því verður komið á framfæri við rétta nýyrðanefnd. Það gæti sem sé verið Örgerð Kristfins eða Örgerðin Góðglaðir. Svona sem dæmi.

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 28. Jan 2010 15:04
by aki
Ég nota nafnið 'Ölkofinn' svo ekki stela því vinsamlegast ;)

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 28. Jan 2010 15:51
by Öli
Einnig er "Ráðabrugg" frátekið :)

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 29. Jan 2010 22:13
by Andri
Microrewery...
Nanobrewery, Picobrewery, Femtobrewery, Attobrewery.. man ekki hvað kemur næst

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 29. Jan 2010 23:18
by Hjalti
Jörvi Brauhaus heitir mitt....
Image

Jörvi yrði sár ef einhver stæli því...

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 30. Jan 2010 23:17
by Squinchy
FrostBrew hér :)

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 31. Jan 2010 01:42
by valurkris
Hérna er það sem að ég var búinn að gera. Gyrfalcon brewery, þar sem að ég heiti Valur sem er fálkategund eða Gyrfalcon
Gyrfalconbrewery2 copy.jpg
Gyrfalconbrewery2 copy.jpg (45.53 KiB) Viewed 11022 times

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 24. Feb 2010 14:11
by OmarG
Ágætis nöfn strákar. Okkar brugghús heitir einfaldlega "Grugghúsið".

kv,
Ómar

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 26. Feb 2010 11:11
by joi
Bruggsmiðjan Melkólfur

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 27. Feb 2010 19:42
by Classic
Klassiker. Dregið af vinnueinkahúmorsgælunafninu mínu (rétt eins og notendanafnið hér), og stafsett á þýska vísu til að passa við eplavínið, en hefur síðan klínst á önnur verkefni.

Image

Image

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 27. Feb 2010 20:41
by kristfin
flottir miðar

Re: nafn á bruggeríi

Posted: 27. Feb 2010 22:25
by Classic
Þökk fyrir það. Hef svona dottið aðeins í að fikta í photoshop samhliða þessu hobbýi, ekki það að maður sé mikið að skreyta flöskurnar, gerir það ekki nema eitt sýniseintak til að eiga og dást að, og svo ef maður er að gefa þetta, en maður hannar samt miða fyrir þetta allt saman, sérstaklega þar sem símalínur í gömlum húsum á Skólavörðuholtinu eru lúnar og nettenging því æði misjöfn eftir dögum, svo maður er eiginlega kominn með miða líka á hluti sem enn eru í gerjun (mjöðurinn) eða jafnvel enn á teikniborðinu (Hobgoblin clone), því hangstíminn í tölvunni getur ekki alltaf verið online :P