Page 1 of 1

Léttöl

Posted: 27. Jan 2010 23:50
by ulfar
Gerði nokkuð skemmtilegt léttöl um daginn.

Var að bugga sterkt öl og eftir að hafa safnað öllum virtinum sem mig langaði ákvað ég að skola kornið aðeins betur til þess að sjá hvað ég fengi. Fékk 9 ltr af 1.020 virti. Safnaði þeim í 10 ltr pott. Sauð þennan létta virt í 20 mín með 10 gr af cascade. Var ekki í stuði fyrir neitt flókið svo ég lét pottin bara standa með lokinu yfir nótt og kólna. Dagin eftir tók ég elsta gerið mitt sem rann út áður en ég fermdist og sáldraði því yfir. Sólarhing seinna var gerjun í fullum gangi og ég í stuði til þess að tappa. Helti þessu á flöskur sem ég nennti bara að skola en ekki að sótthreinsa. Eftir ca 6 klst var þetta orðið kolsýrt. Ég var hræddur um að flöskurnar myndu springa svo ég smellti þeim inn í ísskáp. Eftir 24 klst í ísskápnum opnaði ég þá fyrstu og var mjög sáttur. Ferskt léttöl með miklu humlabragði. Drakk aðra með matnum í kvöld og ætli ég drekki ekki eina á leiðina í vinnuna á morgun (geri ráð fyrir að þetta sé undir 1.5%). Það skemmtilegasta við þetta var sú staðreynd að mér fannst ég aldrei þurfa að gæta mín - leiðir þó til þess að ég neyðist til að drekka þetta fljótt.

Ætli ég fari ekki bara út í léttölsframleiðslu eftir þessa tilraun.

Re: Léttöl

Posted: 28. Jan 2010 00:09
by sigurdur
Trúlega skemmtileg þá sú lokasöludagsetning sem að sett yrði á flöskurnar
Best fyrir: Morgundaginn

Re: Léttöl

Posted: 28. Jan 2010 08:50
by hrafnkell
Þetta hljómar skemmtilega. Ég skolaði einmitt vel ríflega þannig að ég átti afgang um daginn, nema hvað að ég nennti ekkert að gera í því og hellti bara niður. Kannski maður prófi eitthvað svona næst.

Re: Léttöl

Posted: 28. Jan 2010 13:28
by Squinchy
Þetta er snilld, ætla að prófa þetta þegar AG fer í gang hjá mér

Re: Léttöl

Posted: 28. Jan 2010 18:09
by Andri
Helvíti skemtileg hugmynd, ég verð að prófa þetta :)

Re: Léttöl

Posted: 5. Mar 2010 18:10
by Squinchy
Jæja ég prófaði þetta, hafði þetta greinilega of lengi í hita til að gerjast, eldhúsið er núna þakið létt bjór og humlum :D

Re: Léttöl

Posted: 6. Mar 2010 21:48
by arnarb
Þú veist í hverja þú átt að hringja í ef þú lendir í vandræðum með að drekka þetta fljótt og örugglega.

Re: Léttöl

Posted: 7. Mar 2010 01:08
by Andri
Ghostbusters!

Re: Léttöl

Posted: 7. Mar 2010 21:30
by ulfar
Leiðinlegt að heyra Jökull. Ég hefði kanski átt að nefna að flöskurnar fóru allar í poka sem átti að hjálpa til í neyðartilvikum.

Re: Léttöl

Posted: 8. Mar 2010 15:32
by kristfin
ég prófaði léttölið í síðustu viku. úlfar lét mig fá flösku.

þetta var soldið spúki. freyddi vel, var ágætisbragð, en vottaði fyrir smá súru bragði. ekki eins og mysa, kannski frekar að það var svo mikil kolsýra en lítið boddý að það virkaið þannig.

ég kláraði flöskuna og fannst þetta ágætt.

Re: Léttöl

Posted: 8. Mar 2010 19:03
by Squinchy
Já það verður klárlega opnað úti í poka þegar næsta AG lögun fer í gang :D