Léttöl
Posted: 27. Jan 2010 23:50
Gerði nokkuð skemmtilegt léttöl um daginn.
Var að bugga sterkt öl og eftir að hafa safnað öllum virtinum sem mig langaði ákvað ég að skola kornið aðeins betur til þess að sjá hvað ég fengi. Fékk 9 ltr af 1.020 virti. Safnaði þeim í 10 ltr pott. Sauð þennan létta virt í 20 mín með 10 gr af cascade. Var ekki í stuði fyrir neitt flókið svo ég lét pottin bara standa með lokinu yfir nótt og kólna. Dagin eftir tók ég elsta gerið mitt sem rann út áður en ég fermdist og sáldraði því yfir. Sólarhing seinna var gerjun í fullum gangi og ég í stuði til þess að tappa. Helti þessu á flöskur sem ég nennti bara að skola en ekki að sótthreinsa. Eftir ca 6 klst var þetta orðið kolsýrt. Ég var hræddur um að flöskurnar myndu springa svo ég smellti þeim inn í ísskáp. Eftir 24 klst í ísskápnum opnaði ég þá fyrstu og var mjög sáttur. Ferskt léttöl með miklu humlabragði. Drakk aðra með matnum í kvöld og ætli ég drekki ekki eina á leiðina í vinnuna á morgun (geri ráð fyrir að þetta sé undir 1.5%). Það skemmtilegasta við þetta var sú staðreynd að mér fannst ég aldrei þurfa að gæta mín - leiðir þó til þess að ég neyðist til að drekka þetta fljótt.
Ætli ég fari ekki bara út í léttölsframleiðslu eftir þessa tilraun.
Var að bugga sterkt öl og eftir að hafa safnað öllum virtinum sem mig langaði ákvað ég að skola kornið aðeins betur til þess að sjá hvað ég fengi. Fékk 9 ltr af 1.020 virti. Safnaði þeim í 10 ltr pott. Sauð þennan létta virt í 20 mín með 10 gr af cascade. Var ekki í stuði fyrir neitt flókið svo ég lét pottin bara standa með lokinu yfir nótt og kólna. Dagin eftir tók ég elsta gerið mitt sem rann út áður en ég fermdist og sáldraði því yfir. Sólarhing seinna var gerjun í fullum gangi og ég í stuði til þess að tappa. Helti þessu á flöskur sem ég nennti bara að skola en ekki að sótthreinsa. Eftir ca 6 klst var þetta orðið kolsýrt. Ég var hræddur um að flöskurnar myndu springa svo ég smellti þeim inn í ísskáp. Eftir 24 klst í ísskápnum opnaði ég þá fyrstu og var mjög sáttur. Ferskt léttöl með miklu humlabragði. Drakk aðra með matnum í kvöld og ætli ég drekki ekki eina á leiðina í vinnuna á morgun (geri ráð fyrir að þetta sé undir 1.5%). Það skemmtilegasta við þetta var sú staðreynd að mér fannst ég aldrei þurfa að gæta mín - leiðir þó til þess að ég neyðist til að drekka þetta fljótt.
Ætli ég fari ekki bara út í léttölsframleiðslu eftir þessa tilraun.