Page 1 of 1
Palli
Posted: 25. Jan 2010 23:14
by mcbain
Sælir félagar.
Ég gleymdi nú alltaf að kynna mig, en ég er algjörlega nýgræðingur hérna og þó hef ég lært heilmikið undan farnar vikur hérna með því að lesa og fylgjast með spjallinu hérna inni, frábær hugmynd af spjallsíðu annars

. Eins og flest allir hérna inni er ég sérlega áhuga maður um brugg, þó ég hafi aðeins einu sinni bruggað og þá var það eitthvað ódrekkandi 7 daga vín frá ámuni sem er ekki frásögufærandi, en svo hef ég hallast að bjór bruggun þó ég hafi ekki enn prufað coopers kittið mitt uppí skáp

Ég er þó að hallast að AG bruggun eftir að hafa byrjað að lesa mér til hér og fengið nokkur skot frá sumum að ég sé að fara brugga kitt bjór

En allavega ég er búsettur á Akureyri og auglýsi hér með fólki héðan á norðurlandi að hittast einhverntímann og bera saman bækur og hittast.
takk fyrir mig

Re: Palli
Posted: 26. Jan 2010 09:28
by joi
Velkominn Palli.

Re: Palli
Posted: 26. Jan 2010 11:35
by kristfin
velkominn.
ekki hræddur við coopers kittið. prófaðu að brugga það með hunangi eða maltextract.
Re: Palli
Posted: 26. Jan 2010 12:11
by sigurdur
Velkominn.
Re: Palli
Posted: 26. Jan 2010 16:55
by BeerMeph
Sæll. Allt í lagi að prufa cooperskittið sérstaklega ef þú bætir við maltextracti og humlum.
Prufaði fyrir stuttu að gera úr coopers real ale eitt sem einhver hafði prófað og fundist gott. Það kom ágætlega miðað við kitt svosem.
Sú uppskrift var:
Coopers Real ale kit
2 dósir community malt extract (fæst m.a. í hagkaup) það gera cirka 940g
60 g þrúgusykur.
60 mín suða
25 g Fuggles humlar (30 mín)
Þurrhumlaði svo með 15g af Fuggles eftir 2 vikur í gerjun og lét standa í cirka 10 daga.
Ég fleytti ekki yfir í secondary sem er reyndar yfirleitt gert þegar það er þurrhumlað.
Ekkert frábær útkoma miðað við AG bjór en alveg 100 sinnum skárra en að fara eftir leiðbeiningunum á kittinu.
Re: Palli
Posted: 26. Jan 2010 17:14
by Eyvindur
Til hvers sauðstu í 60 mínútur?
Re: Palli
Posted: 26. Jan 2010 17:32
by BeerMeph
Eyvindur wrote:Til hvers sauðstu í 60 mínútur?
Ég hefði ekki þurft þess reyndar. Hefði verið nóg að bíða eftir hotbreak. En annars var þetta copy/paste úr word skjali hjá mér þar sem ég held alltaf bókhald um það sem ég geri.
Þegar ég lagði í þennan var ég ekki búinn að lesa fyrsta hlutann how to brew eftir john palmer, hafði aðeins kynnt mér AG hlutann.
Re: Palli
Posted: 26. Jan 2010 19:19
by Eyvindur
Skilðig. Bara forvitinn.
Kannski ágætt að halda því til haga að extract er óþarfi að sjóða, nema þá til að setja humla í. Þá er nóg að sjóða í þann tíma sem maður ætlar að hafa humlana.
Re: Palli
Posted: 27. Jan 2010 14:48
by Oli
Velkominn Páll, sé að þú ert þegar farinn að spá í all grain, bara gott mál.
BeerMeph wrote:Eyvindur wrote:Til hvers sauðstu í 60 mínútur?
Ég hefði ekki þurft þess reyndar. Hefði verið nóg að bíða eftir hotbreak. En annars var þetta copy/paste úr word skjali hjá mér þar sem ég held alltaf bókhald um það sem ég geri.
Þegar ég lagði í þennan var ég ekki búinn að lesa fyrsta hlutann how to brew eftir john palmer, hafði aðeins kynnt mér AG hlutann.
Palmer talar um í How to brew að forhumlað síróp sé búið að sjóða við framleiðslu þannig að bið eftir hot break í suðu er kannski ekki nauðsynleg, auðvitað í lagi að sjóða aðeins uppá sterilíseringu og humlanýtingu ef þeim er bætt við.
Re: Palli
Posted: 27. Jan 2010 18:38
by Tigra
BeerMeph wrote:Sæll. Allt í lagi að prufa cooperskittið sérstaklega ef þú bætir við maltextracti og humlum.
Prufaði fyrir stuttu að gera úr coopers real ale eitt sem einhver hafði prófað og fundist gott. Það kom ágætlega miðað við kitt svosem.
Sú uppskrift var:
Coopers Real ale kit
2 dósir common malt extract (fæst m.a. í hagkaup) það gera cirka 940g
60 g þrúgusykur.
60 mín suða
25 g Fuggles humlar (30 mín)
Þurrhumlaði svo með 15g af Fuggles eftir 2 vikur í gerjun og lét standa í cirka 10 daga.
Ég fleytti ekki yfir í secondary sem er reyndar yfirleitt gert þegar það er þurrhumlað.
Ekkert frábær útkoma miðað við AG bjór en alveg 100 sinnum skárra en að fara eftir leiðbeiningunum á kittinu.
Ú sniðugt. Ég á svona dós hérna sem bíður eftir að ég bruggi sig. Jah eða innihaldið þ.e.
Hvar fæ ég Fuggles humla? Þarf ég að keyra austur fyrir fjall til þess?
Og hvar í Hagkaup finn ég malt extract?

Hjá gerinu eða e-ð svoleiðis?
Re: Palli
Posted: 27. Jan 2010 20:47
by Eyvindur
Eflaust getur einhver selt þér smáræði af humlum.
Veit ekkert um þetta extract.
Annars skil ég ekki hvað þessi 60g af þrúgusykri eru að gera þarna. Í fyrsta lagi er óþarfi að bæta við sykri þegar extractið er komið, og í öðru lagi gera 60 grömm ekki neitt.
Re: Palli
Posted: 27. Jan 2010 21:02
by Tigra
Eyvindur wrote:Eflaust getur einhver selt þér smáræði af humlum.
Veit ekkert um þetta extract.
Annars skil ég ekki hvað þessi 60g af þrúgusykri eru að gera þarna. Í fyrsta lagi er óþarfi að bæta við sykri þegar extractið er komið, og í öðru lagi gera 60 grömm ekki neitt.
En hvað með til að bæta í eftir á, áður en sett er á flöskur?
Re: Palli
Posted: 27. Jan 2010 21:06
by BeerMeph
Malt extractið er bara í bökunardeildinni í hagkaup. Ég á ekki Fuggles eins og er hægt er að panta frá ölvisholti.
Þessi 60 g af þrúgusykri er bara til að ná upp í 1000g af glúkósa cirka. Enginn sérstakur tilgangur annar en árátta. Man ekki alveg nákvæmlega hvað mikið af maltósa er í þessum maltextracti (eitthvað í kringum 90%) en maltósi og þrúgusykur er bæði glúkósi enda er það sem gerið étur helst. Reyndar er maltósi úr tveimur glúkósa einingum og þess vegna þarf að brjóta það niður áður í glúkósa einingar sem gerið getur unnið með. Það gætu reyndar einnig verið einhver traces af sterkju með sem held ég nær flest öll ger ná ekki að nýta án hjálpar.
Re: Palli
Posted: 27. Jan 2010 21:11
by Eyvindur
Mjög gott. 60 grömm er samt svo rosalega lítið magn, að það er bara peningasóun (reyndar mjög lítil) að nota þau, og algjör óþarfi.
Re: Palli
Posted: 27. Jan 2010 21:18
by BeerMeph
Nei það hljómar engum tilgangi í uppskrift.