Page 1 of 1
					
				Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 18:38
				by Bjössi
				Hvað er að sem mælir gegn því að gerja í suðutunnuni?
			 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 19:22
				by Idle
				Tja, þú getur t. d. ekki lagt í annan fyrr en þessi er tilbúinn - nema þú eigir tvær suðutunnur. 

 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 20:04
				by Bjössi
				heheh...góður punktur
en ég var svona að spá vegna þess að ég er kominn með nýja 60ltr suðutunnu
en burt séð að geta ekki lagt í aðra lögn (á aðra 30ltr) eitthvað annað sem mælir á móti að nota suðutunnuna?
			 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 20:11
				by sigurdur
				Fullt af málmum sem að getur verið að sé ekki sérlega hollir fyrir bjórinn í gerjun. sem dæmi.
Hvernig er þessi suðutunna?
			 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 20:27
				by Bjössi
				ja....bara svona týpísk 60ltr hvít síldartunna, með 3 elimentum 
eg var að spá hvort "drullan" sem situr eftir suðu sé slæmt ef gerjað er í suðutunnu
			 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 20:29
				by sigurdur
				það sem að situr eftir getur mögulega verið slæmt, en þó ekki jafn slæmt og málmurinn í hitaelementunum. Ég myndi kaupa mér bara fleiri gerjunartunnur..
			 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 20:32
				by Bjössi
				á nóg af tunnum, bara ath hvort hægt sé að stytta sér leið, ég er latur að eðlisfari  

 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 23. Jan 2010 21:13
				by hrafnkell
				Ég lét klórblandað vatn liggja í suðupottinum mínum í nokkra daga og þá fóru elementin að oxast.. Ég myndi ekki taka sénsinn á að leyfa bjór að gerjast þar.
			 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 24. Jan 2010 00:25
				by Eyvindur
				Gruggið úr suðunni hefur ekkert slæmt í för með sér - ég læt það vanalega allt gossa með í gerjunina, og það hefur engin áhrif, nema mögulega nærandi áhrif fyrir gerið. En ég tek undir það að málmurinn í elementunum gæti verið slæmur. Ég veit ekkert hvað er notað í þau, en margir málmar eru slæmir fyrir bjór.
			 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 24. Jan 2010 18:51
				by Braumeister
				Heatstick væri prýðislausn fyrir svona pælingar. 
http://www.cedarcreeknetworks.com/heatstick.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Tekur hann bara upp úr þegar þú ert búinn að sjóða. Kombinerar þetta með No-Chill fyrir allra minnstu fyrirhöfn...
 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 24. Jan 2010 19:10
				by hrafnkell
				Það skal þó tekið fram að heatstick er óráðlegt í plasttunnum 

 Auðvitað ekki ómögulegt, en maður verður að vera 100% að það snerti aldrei plastið.
 
			
					
				Re: Gerjun í suðutunnu?
				Posted: 24. Jan 2010 21:01
				by Eyvindur
				Ef þú gætir sett einhvers konar búr utan um hitaprikið ætti það að vera öruggt.