Page 1 of 1

smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 00:34
by raggi
Sælir

Ég er í smá vandræðum með svokolluð bjórkit. Ég hef prófað nokkrar tegundir og það er alltaf sama vandamálið hjá mér. Bjórinn verður alltaf flatur. Núna síðast var mér sagt að passa að sykurinnihald yrði að vera um 1010 þegar ég setti á flöskur að viðbættum 140-150 gr af sykri. Það verður heldur aldrei neitt botnfall að ráði hjá mér.

Eina skiptið sem það hefur verið sæmilegt gosmagn í flöskunum var þegar ég eitt skiptið opnaði allar flöskurnar aftur og setti 2-3 korn af geri út og beið í hálfan mánuð.
Ég fer nákvæmlega eftir leiðbeiningunum en þetta klikkar alltaf. Er einhver með ráð við þessu.

Kær kveðja

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 01:03
by halldor
Í fyrsta lagi myndi ég ekki fara eftir leiðbeiningunum sem fylgja þessum bjórkittum. Þær eru gerðar til að láta þetta líta út fyrir að vera enn einfaldara og fljótlegra en þetta er.

Hversu lengi ertu með bjórinn í gerjun? (eðlilegt er 1-3 vikur)
Hversu mikið ger notarðu og í hve marga lítra? (eðlilegt er 1 pk í 20 lítra)
Við hvaða hitastig geymirðu flöskurnar? (eðlilegt er 15-25°C)
Er möguleiki á að gerið hafi verið útrunnið?

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 01:56
by raggi
Var með þetta í plast fötu í 5 daga svo gler kút í 10 daga.
Setti einn pakka í 23 lítra.
Hitastig við geymslu á flöskum er 20°c til 23°c.
Ég veit svosem ekkert hvort gerið hafi verið útrunnið, var nýbúinn að kaupa þetta í ámuni. Mjög erfitt að reyna að lesa úr framleiðslu dagsetningu á þessum dósum.

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 08:28
by sigurdur
Gerið ætti að vera með einhverja framleiðsludagsetningu. Þú verður að passa þig á því að það sé ekki útrunnið.

Notaru nokkuð crash-cool aðferð?

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 11:27
by halldor
Þetta lítur allt saman vel út á blaði. Ég er ekki alveg að átta mig á því hvað er að klikka.

Er gerjunin ekki alveg eðlileg? Ekkert óeðlilegt við FG?
Gerið hlýtur að vera í lagi ef það er að gerja eðlilega.
Hvað segja leiðbeiningarnar að þú þurfir að bíða lengi eftir kolsýru? (eðlilegt er 2-4 vikur)

Þetta er allt hið furðulegasta mál :s

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 11:43
by mcbain
Voru flöskurnar ekki vel þrifnar og sótthreinsaðar og þannig? Kanski gerið drepist útaf einhverju í flöskunum?

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 12:26
by Eyvindur
Gerið myndi ekki drepast út af bakteríum - þá væri líklegra að flöskurnar myndu springa út af of mikilli kolsýru. Ef þú hefur hins vegar skilið eftir einhvern klór í flöskunum gæti það hafa drepið gerið.

Eru þetta örugglega allar flöskurnar? Það er þekkt að sykurinn sé ekki nógu vel blandaður, þannig að sumar flöskur séu of lítið kolsýrðar en aðrar gjósi...

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 12:45
by Idle
Eru flöskurnar örugglega þétt lokaðar? Ef þú hvolfir þeim og lætur standa, seytlar nokkuð úr þeim?

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 17:07
by BeerMeph
Myndast gerkaka á botn flaskanna? Ef ekki þá hefur gerið væntalega drepist einhvern veginn.
Ef það er ger á botninum en ekkert gos þá er nokkuð ljóst að koltvísýringur kemst einhvern veginn út, þannig að tékkaðu á hvort tapparnir séu ekki þéttir hjá þér.

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 17:18
by Eyvindur
Þú getur líka smeygt blöðru yfir flöskustútinn. Ef blaðran blæs út er leki.

Re: smá vandamál

Posted: 23. Jan 2010 23:01
by raggi
Sælir allir.
Takk fyrir skjót og góð svör.
Varðandi sótthreinsun á flöskum, þá hef ég þetta þannig að þegar ég er búinn að tæma eina flösku þá skola ég hana mjög vel með heitu vatni og síðan köldu. Set síðan gamla tappan á aftur og set hana í geymslu. Þegar ég fylli svo á hana aftur þá set ég hana í 130° heitan ofn í ca 25 min áður en ég tappa á hana. Nota alls engin efni til að sótthreinsa. (Hræddur um að það verði eitthvað af aðskotaefnum eftir :). Það myndast endin meskkaka í botninum, bara fínlegt grugg neðst í flöskunni.

Ég og faðir minn erum að dunda okkur í þessu en samt í sitthvoru lagi. Hann kvartar yfir því að sumar flöskur eru með gosi í en aðrar ekki. Getur verið að sykurinn sé ekki að leysast nógu vel upp eins og Eyvindur segir.

Bróður parturinn af mínum flöskum er thule 500 ml og tappar frá ámunni.
Ég er með slatta af flöskum sem eru orðnar 12 daga gamlar, sé enga botnköku. Á ég að prófa að setja eina til tvær á hvolf til að sjá hvort þær leka.

Svo vil ég bara segja eitt. Þessi síða og svo sérstaklega þeir sem eru hér inni. Þetta er algjör snilld. Frábærarar upplýsingar og fróðleikur, og síðan hjálp þegar maður er í vanda. Takk enn og aftur.

Kveðja

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 00:23
by Eyvindur
Hvernig leysirðu upp sykurinn? Besta aðferðin er að sjóða sykurinn í smá vatni (eða hella soðnu vatni út í sykurinn), setja í botninn á fötu og fleyta bjórnum svo yfir. Þá blandast þetta pottþétt vel.

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 10:58
by raggi
Ég hef alltaf stráð honum yfir lögunina eftir að ég hef fleytt yfir í annað ílát og hrært svo vel í.

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 11:08
by sigurdur
raggi wrote:Ég hef alltaf stráð honum yfir lögunina eftir að ég hef fleytt yfir í annað ílát og hrært svo vel í.
Ég myndi ekki nota þessa aðferð. Notaðu þessa sem að Eyvindur nefndi, hún er reynd og góð.

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 11:11
by hrafnkell
Mikið af sykrinum nær líklega ekki að leysast almennilega upp og situr eftir á botninum. Ég leysi sykurinn alltaf upp í sjóðandi vatni, helli útí bjórinn og hræri hressilega til að blanda vel.

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 13:05
by Eyvindur
+1

Þetta er mjög líklega vandamálið. Sykur leysist illa upp í köldum vökva. Auk þess er mjög erfitt að blanda honum almennilega saman með því að hræra honum saman við, og þú veist aldrei hversu vel hann er að blandast saman við bjórinn. Þar fyrir utan er varhugavert að hræra í bjórnum, því maður vill ekki fá súrefni í hann, þar sem það veldur oxun sem getur haft slæm áhrif á bjórinn.

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 13:35
by halldor
raggi wrote:Sælir
Ég fer nákvæmlega eftir leiðbeiningunum en þetta klikkar alltaf. Er einhver með ráð við þessu.
Eins og ég sagði í fyrsta svarinu... ekki fara eftir leiðbeiningunum sem fylgja :D

How to brew eftir John Palmer hefur öll svörin:
http://www.howtobrew.com/section1/chapter11-4.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Vonandi verður þetta ekki vandamál í framtíðinni :)

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 18:07
by raggi
Þetta er líklega vandamálið. Þakka ykkur kærlega fyrir.

Kv

Re: smá vandamál

Posted: 24. Jan 2010 21:30
by karlp
eða bara biða!

að prófa eftir 12-14 dagar er einfaldlega ekki nóg. Bruggaðu annan, biða lengra, og svo prófa eftir 4-5 vika í flöskunar

Re: smá vandamál

Posted: 26. Jan 2010 17:42
by Andri
Ég klúðraði þessu einmitt þarsíðast, ég lét sykur á botninn í fötunni án þess að leysa hann upp í heitu vatni/worti. Sumar flöskurnar voru ofur carbonated en til allrar lukku virðast Thule flöskurnar vera rosalega sterkbyggðar að þær þoldu þessa kolsýru.
Hefði átt að leysa hann upp og blanda honum svo við.