Page 1 of 1
Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 20. Jan 2010 15:38
by mcbain
Sælir félagar
Fór í Intersport og keypti þetta kælibox - 30 lítra
átti plast krana og skellti honum á og skrúfaði slöngu nippil á.
Núna vantar mig bara 40cm langan klósett barka til að setja á nippilinn.
Boxið kostaði 4800.kr
og nipplinn kostaði rúmar 400.kr
4 x rústfrí hosuklemmur á 350.kr.
endilega kommentið á þetta hjá mér.
p.s þarf ég ekki að hafa eitthvað í barkanum svo hann falli ekki saman?
Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 20. Jan 2010 15:52
by sigurdur
Þetta er flott hjá þér.
Barkinn mun ekki falla saman. Sumir úti hafa hluta slöngunnar í barkanum, en aðrir ekki. Ég hef aldrei fundið tilfelli þar sem að barkinn fellur saman.
Hjá mér er barkinn svo þéttur að það yrði ansi stórkostlegir hlutir að gerast svo að barkinn myndi falla saman.
Ein spurning, ertu búinn að lekaprófa kerfið? (er að hugsa um hitaeinangrunarsvæðið)
Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 20. Jan 2010 15:54
by mcbain
Já helti 70° heitu vatni, lak minnsta kosti ekki í dag

Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 20. Jan 2010 16:01
by sigurdur
Ég er ekki að meina út fyrir kassann, heldur inni í kassanum sjálfum. (þar sem að einangrunin liggur) ..
Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 20. Jan 2010 16:14
by mcbain
Já góð spurning, er ekki alveg viss verð að prufa þetta aftur, vona ekki.
Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 20. Jan 2010 22:46
by mcbain
sigurdur wrote:Ég er ekki að meina út fyrir kassann, heldur inni í kassanum sjálfum. (þar sem að einangrunin liggur) ..
Ég skoða þetta betur aftur og fyllti aftur af heitu vatni og beið í smá stund, og þá kom í ljós að það dropaði aðeins með krananum, þannig ég reif þetta í sundur aftur og kom þá í ljós að vatn hafði líka komist aðeins í innri rýmið á boxinu þannig ég fékk mér sílíkon sem ég átti sem þolir allt að 125° hita og smurði inní sárið og teipaði gengurnar á krananum með röra teipi.(Man ekki hvað það heitir)
Tók mælingu á vatninu og það stóð í 65° eftir 2.1/2 tíma var hitastigið búið að lækka um 9° gráður en ég tek það fram ég breiddi ekkert yfir boxið.
Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 20. Jan 2010 23:13
by hrafnkell
Þetta er sama box og ég er með, dugar fínt ef þú breiðir yfir. Hitinn lækkar um 1 gráðu á klst hjá mér.
Ég fór þó innfyrir ytra lagið með kranann til þess að geta hert 100%. Boxið er líklega of mjúkt til að herða pakkningu nógu vel annars. Silikon er ágætt eins og þú notar það, en það endist ekki lengi því það festist mjög illa við plast. (þekki það vel eftir að smíða ófá fiskabúr

)
Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 21. Jan 2010 13:41
by Bjössi
ég sett ryðfría plötu sitthvorumeginn, setti svo vel af kítti, bæði í gat og innaná plötuna sem er inní meskikeri og herti að, enginn leki eða slíkt
ég er með svona garðkrana og koparrör
Re: Tilraun til að búa til meski pott
Posted: 21. Jan 2010 22:27
by mcbain
Jæja þá er kominn mynd á þetta, vonandi heldur þetta vatni og vindum
