Page 1 of 1
10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 00:44
by Eyvindur
Hef lesið þessa grein nokkrum sinnum, enda áhugaverð. Langar að deila henni með ykkur (ásamt styttri útgáfu), og skora á okkur sem hóp að brugga sem flesta af þessum stílum. Ég veit að ég ætla að setja mér það markmið að klára flesta eða alla.
Greinin er hér:
http://www.byo.com/stories/article/indi ... eer-styles" onclick="window.open(this.href);return false;
Hér er svo listinn. Ég ætla að merkja við þá sem ég tek jafnóðum á þennan lista. Endilega látið í ykkur heyra ef þið hafið tekist á við einhverja þeirra.
- Witbier (Belgískur hveitibjór) - Ég hef gert hann, en reyndar sem extract bjór (hann var mjög ljúffengur). Í AG hef ég bara tekið þýskan.
Wee Heavy (Sterkt, skoskt öl)
Tripel
Schwartzbier
Rauchbier
Gauze (Blandaður lambic)
Eisbock
Dry stout
Berliner Weisse
American pilsner
Sumir þessara stíla hljóma kannski ekki mjög erfiðir, en ef þið kíkið á greinina er útskýrt hvers vegna þeir eru sumir flóknari en þeir hljóma. Mjög áhugavert og spennandi. Reyndar eru einhverjir bjórar þarna sem ég hef þegar sett á teikniborðið (tripel, schwartzbier, Berliner Weisse). Hitt kemur einhvern tíma - enda mjög skemmtileg áskorun. Eru ekki einhverjir aðrir með?
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 08:04
by Idle
Áhugaverð grein!
Dry stout í fötu núna, Rauchbier er bara tímaspursmál, og Wee Heavy á teikniborðinu.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 11:44
by kristfin
þetta er flott grein.
ég er búinn að vera lesa mér til um lambic og flanders red/brown ale. er orðinn mjög spenntur fyrir að búa til þannig afmælisbjór.
er ekki búinn að ákveða uppskrift, ætla að slá til á næstunni.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 12:10
by Eyvindur
Ertu með lambic ger?
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 13:16
by kristfin
ég á bret brux, en það er sennilega ekki nóg.
planið mitt var að búa til bjór 60/40 pils og hveiti. gerja með us05 eða t58 í svona 2 vikur. setja síðan í secondary með lambic blöndu. redda mér henni að utan þegar tíminn er réttur.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 13:41
by Eyvindur
Hmm... Ef þú lest lýsinguna á ferlinu þarna er talað um að gerja með lambic blöndu og geyma svo án þess að fleyta í secondary. Er ekki betra að bíða alveg þar til þú ert með rétta gerið?
Þú þarft klárlega meira en bara brett, held ég. Þetta eru þónokkur afbrigði sem eru í lambic blöndunni (þótt einhverjir brett gerlar séu þar inn á milli).
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 14:04
by Oli
Vá, mesking við 70°c og fimm tíma suða.... sjóða virtinn niður um helming í all grain Wee heavy!
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 14:15
by Eyvindur
Hehe, já, þetta er oft gert þegar mjög stórir bjórar eru annars vegar. Gefur líka smá karamellukarakter að sjóða svona lengi.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 14:20
by kristfin
Eyvindur wrote:Hmm... Ef þú lest lýsinguna á ferlinu þarna er talað um að gerja með lambic blöndu og geyma svo án þess að fleyta í secondary. Er ekki betra að bíða alveg þar til þú ert með rétta gerið?
Þú þarft klárlega meira en bara brett, held ég. Þetta eru þónokkur afbrigði sem eru í lambic blöndunni (þótt einhverjir brett gerlar séu þar inn á milli).
það eru mismunandi skólar í þessu.
það sem ég hefi lesið mér til um mæla flestir með því að gerja fyrst með öl geri, síðan setja súra blöndu í.
en mér finnst flanders red vera mest spennandi í fyrstu umferð. kannski ef ég er í stuði tek ég lambic líka.
eins þetta með að setja eikarstaut ofaní
sjá
http://blog.flaminio.net/blogs/index.ph ... s-red-2008" onclick="window.open(this.href);return false;
og hjá raj apte
http://www2.parc.com/emdl/members/apte/ ... dale.shtml" onclick="window.open(this.href);return false; sem ku vera einn mesti snillingurinn í þessu.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 18:54
by Andri
HEI HVAR ER LITE!?!?!
Flokkast það kanski undir american pilsener? Það er allavegna major pain að gera hann, bæta ensímum & bæta vatni í hann.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 20:22
by halldor
Ég hef gert Belgískan Wit og Rauchbier þar sem reykt malt var um helmingur af malt bill-inu. Svo er reyndar á dagskránni að gera reyktan hveitibjór fljótlega.
Ég skelli hinum átta stílunum á to-do listann hjá mér.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 20:27
by halldor
Reyndar kemur það í ljós á morgun hvort hveitibjórinn sem við vinirnir lögðum í síðasta fimmtudag verði Berliner Weisse eða nái yfir 3% abv
Smá klúður með meskihitastig gerði það að verkum að OG var 1.036 í stað 1.051.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 22:25
by Eyvindur
Er hann súr? Berliner Weisse er súr hveitibjór.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 22:38
by halldor
Eyvindur wrote:Er hann súr? Berliner Weisse er súr hveitibjór.
Nei hann er ekki súr

Að öðru leiti virðist hann falla nokkuð vel innan marka stílsins. Kannski ætti maður að reyna að redda sér lactobacillus og gera tilraunir með helminginn af honum.
Re: 10 erfiðustu stílarnir
Posted: 20. Jan 2010 23:21
by Eyvindur
Ég er að pæla í að gera tilraun með að nota mysu með virkum jógúrtgerlum (bý líklega til jógúrt bara og nota mysuna sem fellur til) til að gera súra meskingu fyrir Berliner Weisse... Veit ekkert hvort það virkar, en þetta er ódýr leið til að komast að því. Ég hef allavega lesið um a.m.k. einn sem notaði jógúrtmysu til að gera bjór súran - þú gætir e.t.v. gert það til að setja í þennan, ef þú ert í ævintýraskapi. Ekkert jafnast á við wacky tilraunir.
