Page 1 of 1

Malt extract kaup

Posted: 18. Jan 2010 12:16
by mcbain
Hverjir eru að selja malt extract?
er kanski möguleiki á Vífilfell selji slíkt?

ef ég fengi 1 kg af slíkur væri það ekki nóg í coopers kittinn?

Re: Malt extract kaup

Posted: 18. Jan 2010 12:56
by kristfin
þú getur fengið community malt extract í hagkaup. selt í krukkum, 1 pund í hverri.
2 dollur ættu að passa í kittið.

en ég mundi bæta smá humlum með.

Re: Malt extract kaup

Posted: 18. Jan 2010 17:09
by mcbain
hvað skildi svona dolla kosta í hagkaup?

ég á nefnilega 0.5 kg af dry malt extract dark, er ekki of mikið að bæta þessari dollu líka með og sleppa sykrinum?
skildi ég geta fengið eitthvað af humlum á Akureyri, verð að kanna það
þarf ég virkilega að að gerja í allt að 3 vikur???

Re: Malt extract kaup

Posted: 18. Jan 2010 17:23
by hrafnkell
Ansi ólíklegt að þú finnir humla á akureyri nema þú þekkir einhvern sem er líka að brugga. Gerjun tekur venjulega 10 daga allavega.

Re: Malt extract kaup

Posted: 18. Jan 2010 18:06
by BeerMeph
Ég hef keypt community malt extractið í hagkaup og notað tvær krukkur með einu kitti, súkrósi (borðsykur) eða dekrósi (þrúgusykur) ætti að vera óþarfi nema í átöppun til að fá kolsýru. Áfengismagnið ætti að verða í kringum 4,5-5%.

Re: Malt extract kaup

Posted: 18. Jan 2010 20:18
by karlp
áður ölvisholt byrja að selja, og ég var að gera "partial mash" ég alltaf kaupti svona: http://www.hopshopuk.com/products/view/ ... lt-extract

sendingakostna er jú, amk 100% of kaupverð, en veldu gæði, veldu <strike>kjarnafæði</strike> alvöru malt extract.

Re: Malt extract kaup

Posted: 18. Jan 2010 21:25
by mcbain
Já ég á svipað nema það er "dry" í þuft formi, en annar líst mér vel á þetta

Re: Malt extract kaup

Posted: 27. Jan 2010 16:53
by musikman
Sælir, ég er nýr í þessum bransa og er að gera kitt bjór líka.

Ein spurning með þegar maður bætir malt extract útí coopers kittið. Þarf maður að gera eitthvað við malt extractið á undan eða er það bara sett beintt útí bruggið?

Kv. Andri

Re: Malt extract kaup

Posted: 27. Jan 2010 20:56
by Bjori
Sæll Andri,ég vona að ég verði leiðréttur ef ég hef ekki rétt fyrir mér... en ég tel að það sé betra að leysa það upp í sjóðandi vatni fyrst og skella svo saman við :......

Re: Malt extract kaup

Posted: 27. Jan 2010 21:20
by BeerMeph
Já ég myndi sjóða það með kittinu þar sem það myndi eflaust setjast í botninn í köldu vatni og leysast hægt upp.

Re: Malt extract kaup

Posted: 28. Jan 2010 16:30
by musikman
Okei.. Takk fyrir

Re: Malt extract kaup

Posted: 1. Apr 2012 13:23
by Gvarimoto
Ef þú sýður beer kit ertu að leysa upp allt sem humlarnir eru að gera, og skemmir þ.a.m bragðið og gæðin algjörlega.


Ekki, Aldrei, Never - Sjóða kitt bjór.

Re: Malt extract kaup

Posted: 1. Apr 2012 17:16
by bjarkith
Fínt að sjóða kit bjór er þú ætlar að humla hann sjálfur og gera hann betri fyrir vikið.

Re: Malt extract kaup

Posted: 2. Apr 2012 18:13
by Gvarimoto
bjarkith wrote:Fínt að sjóða kit bjór er þú ætlar að humla hann sjálfur og gera hann betri fyrir vikið.
Nei, þú rústar humlunum sem eru fyrir og skemmir allt bragð og endar með vondan bjór. (humlarnir sem eru fyrir gefa frá sér verri keim og verra bragð, sama hvort þú bætir öðrum humlum við ertu alltaf með skemmt bragð í bjórnum sem þú lagar ekki, heldur gerir bara verra.)

Hinsvegar geturu gert hop tea, sem er mælt með fyrir kit bjór, þá sýðuru humlana í ca 4L af vatni, í þann tíma sem þarf (getur sett 500g af DME í vatnið svo það éti í sig humlana betur og færð betri niðurstöður) og þegar það er klárt tekuru það af hellunni og lætur kólna í ca 15min, hellir í fötuna, setur kit bjórinn útí og svo LME þar á eftir, þetta leysist mjög vel upp í heita vatninu, en alsekki sjóða kittið.

Re: Malt extract kaup

Posted: 3. Apr 2012 08:42
by bjarkith
Okey, fer að verða meira vesen að gera kit bjór en all grain ef maður ætlaru í svoleiðis starfsemi :)