Page 1 of 1

Haand Bryggeriet - Norse Porter

Posted: 13. May 2009 15:00
by Eyvindur
Úlfar gaf mér smakk af þessum í gærkvöldi. Það má segja að það hafi bjargað kvöldinu.

Bjórinn er með ágætis haus og anganin er mjög góð og gefur góð fyrirheit um það sem koma skal. Það fyrsta sem lendir á tungunni er ristað kaffi. Fyllingin er mjög góð, en bjórinn er samt ekki sætur, aðallega ristaður. Fast á hæla kaffinu kemur góður súkkulaðikeimur. Eftirbragðið er ristað og gott, og staldrar lengi við. Jafnvægið í bjórnum er einstaklega gott og hann rennur mjög ljúflega niður. Mikið ristað, mikið súkkulaði, en hann er langt frá því að vera þrúgandi, sem hann gæti þó auðveldlega verið ef jafnvægið væri ekki gott.

Einkunn: 8/10.

Re: Haand Bryggeriet - Norse Porter

Posted: 13. May 2009 18:05
by halldor
Ég fékk vatn í munninn!

Re: Haand Bryggeriet - Norse Porter

Posted: 13. May 2009 18:22
by Eyvindur
Ég líka, bara við tilhugsunina... Mér finnst þessi betri en London Porter, og er þá mikið sagt...

Re: Haand Bryggeriet - Norse Porter

Posted: 13. May 2009 18:53
by Stulli
Hljómar mjög vel. Vonast til að ná að smakka þennan þegar að ég fer til Noregs í haust. Hef smakkað nokkra aðra frá Haandbryggeriet og voru þeir svona "hit or miss".