Weizen
Posted: 18. Jan 2010 11:44
Jæja, ég komst í gegnum meskingu og skolun (með herkjum) og gerði stóra lögun af weizen í gærkvöldi. Komst að því að potturinn minn ræður ekki við stærri skammta en 35l - þar sem ég get illa mælt meira en 30l ofan í pottinn var þetta svolítið skot í myrkri. Í öllu falli er ég með 35l í gerjun. Í 20l ætla ég að setja sítrónubörk og kóríander eftir gerjunina, en hinir 15 fá að vera ómengaðir.
Uppskriftin var u.þ.b. svona:
4 kg Pilsner
4 kg Hveiti
1 kg Hafraflögur
55g Willamette (60 mín)
50g Fuggles (1 mín)
(Svo henti ég restinni af Willamette humlunum út í með Fuggles í lokin - kannski 10-15g).
Meskingin var í svalari kantinum, en ég var reyndar með svo lélegan hitamæli að ég get ekki verið 100% viss. Reyndi að miða á 65-66, og held að það hafi gengið eftir, nokkurn veginn. Ég náði um 80% nýtni. OG var því aðeins hærra en til stóð, en ekkert stórvægilegt.
Þegar gerjun er lokið mun ég skræla utan af sítrónu, þurrka í ofni, mylja og henda í fötuna, ásamt kóríander. Ef mér finnst svo vanta meiri sítrónukarakter viku síðar ætla ég að búa til extract með vodka og skella því út í um leið og bjórinn fer á kút.
Uppskriftin var u.þ.b. svona:
4 kg Pilsner
4 kg Hveiti
1 kg Hafraflögur
55g Willamette (60 mín)
50g Fuggles (1 mín)
(Svo henti ég restinni af Willamette humlunum út í með Fuggles í lokin - kannski 10-15g).
Meskingin var í svalari kantinum, en ég var reyndar með svo lélegan hitamæli að ég get ekki verið 100% viss. Reyndi að miða á 65-66, og held að það hafi gengið eftir, nokkurn veginn. Ég náði um 80% nýtni. OG var því aðeins hærra en til stóð, en ekkert stórvægilegt.
Þegar gerjun er lokið mun ég skræla utan af sítrónu, þurrka í ofni, mylja og henda í fötuna, ásamt kóríander. Ef mér finnst svo vanta meiri sítrónukarakter viku síðar ætla ég að búa til extract með vodka og skella því út í um leið og bjórinn fer á kút.