Page 1 of 1

Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 17. Jan 2010 14:22
by sigurdur
Ég setti í þennan í gær eftir uppástungu frá Eyvindi.

Skolunin festist hjá mér, sem að gerði mér endalaust erfitt fyrir .. endaði á að vera rúmur klukkutími að tæma meskikarið.

Nýtnin skaust upp úr öllu valdi, um 85% nýtni.

OG endaði í 1.060.
Ég vökvaði ekki gerið áður en ég henti því í gerjunartunnuna, en það var komið líf á einhverjum 3 tímum.

Code: Select all

BeerSmith Recipe Printout - http://www.beersmith.com
Recipe: Sítrónuhveitibjór
Brewer: Sigurður Guðbrandsson
Asst Brewer: Davíð
Style: Witbier
TYPE: All Grain
Taste: (35.0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25.00 L      
Boil Size: 29.66 L
Estimated OG: 1.053 SG
Estimated Color: 4.3 SRM
Estimated IBU: 17.1 IBU
Brewhouse Efficiency: 75.00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
2.50 kg       Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM)           Grain        44.64 %       
2.50 kg       Wheat Malt, Pale (Weyermann) (2.0 SRM)    Grain        44.64 %       
0.60 kg       Oats, Flaked (1.0 SRM)                    Grain        10.71 %       
50.00 gm      Williamette [3.50 %]  (60 min)            Hops         16.6 IBU      
25.00 gm      Fuggles [4.50 %]  (1 min)                 Hops         0.5 IBU       
0.50 tbsp     Ground coriander (Boil 5.0 min)           Misc                       
2.00 items    Lemon Peel zest (Boil 5.0 min)            Misc                       
1 Pkgs        SafBrew Wheat (DCL Yeast #WB-06)          Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 5.60 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 14.61 L of water at 76.1 C      67.8 C        


Notes:
------
Útbjó zest af 2 sítrónum með kartöfluskrælara og hitaði það í ofni við 100°C í 80 mín, malaði það svo. Uppskrift frá Eyvindi.

-------------------------------------------------------------------------------------
VIÐBÓT:
Mynd af sýninu fyrir gerjun.
Image

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 17. Jan 2010 15:38
by Eyvindur
Ég mun gera 40l af þessum í kvöld - reyndar skipti ég því í tvennt og set sítrónu og kóríander í helminginn en hef hinn óbragðbættan.

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 17. Jan 2010 16:21
by hrafnkell
Verður þessi ekki eitthvað áþekkur Freyju með sítrónunni og kóríander?

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 17. Jan 2010 16:28
by sigurdur
Held ekki, þeir nota appelsínubörk og nota börkinn með öllu (hvíta beiska partinum líka) og þurrka ekki í ofni að mér vitandi. Einnig er Freyja 4.5%, en þessi uppskrift gerir ráð fyrir um 5-5.5%.
Þar sem að mér datt ekki til hugar að þynna bjórinn áður en ég setti hann af stað í gerjun, þá verður minn frá 6-6.7% ABV .. sem að er helvíti mikið ólíkt freyju ;)

Freyja er síuð, þessir bjórar stefna á enga síun og engin fjörugrös fyrir max grugg-effect.

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 17. Jan 2010 16:39
by hrafnkell
Börkurinn sem þeir nota í Freyju er þurrkaður... Sá það hjá þeim um daginn.

Ég meinti svosem ekki að þetta yrði eins bjór, var bara að pæla hvort þetta væri ekki í áttina?

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 17. Jan 2010 17:15
by sigurdur
Ég býst við að þeir stefna báðir í sömu átt til að byrja með, witbier. Hinsvegar þá held ég að þeir séu mjög ólíkir.
Mættu bara á næsta fund, ég ætla að reyna að vera búinn að setja bjórinn á flöskur og fá hann til að ná upp góðri kolsýru.

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 17. Jan 2010 21:04
by Eyvindur
Reyndar er þetta ekki wit, frekar weizen. Ss. þýskur hveitibjór, ekki belgískur. WB-06 er þýskur weizen, og mér skilst að sítróna sé algengari þar en í belgíu (sel það ódýrt). Eftir sem áður er þetta af sama meiði, og verður eflaust í áttina að Freyjunni (hvort hún er ekki meira að segja gerjuð með sama geri...).

Re: Sítrónuwit (höfundur Eyvindur)

Posted: 21. Jan 2010 22:00
by sigurdur
Ég tók mælisýni áðan þar sem að hægt hefur töluvert í vatnslásinum. Bjórinn mældist í 1.013 (rúm 6% ABV núna).
Ég ætla að leyfa honum að klára þar til um helgina og setja hann mögulega á flöskur þá.

Image