Page 1 of 1
Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 09:36
by nIceguy
Sælir, mig minnir að ég hafi heyrt um Franzis á Íslandi. Veit að KKK flytur hann inn en veit ekki hvort hægt sé að fá hann á krana. Næ ekki í Eddu hjá KKK, veit einhver hvar bjórinn fæst? Þarf ekki að vera krani sko!
Kv
Freyr
Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 09:38
by Hjalti
http://www.karlsson.is/default.asp?cat_id=52
Hann er listaður þarna og mig minnir að ég hafi séð hann á English Pub þegar ég var þar í gær.
Mig minnir nú að hann sé til hjá flestum "vel völdu" pöbbunum.
Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 10:38
by Oli
Hann er góður, drakk mikið af honum á októberfest í fyrra, eini bjórinn sem var seldur fyrir utan bjórtjöldin

Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 18:04
by halldor
Mig minnir að ég hafi séð hann á Vínbarnum. Hann datt úr sölu í um lok síðasta árs en ég náði að næla mér í nokkra ljósa og nokkra dökka frá KKK með klækjum. Er með einn dökkan Franz í bjórískápnum mínum... verð að fara að drekka hann þar sem hann á að renna út í maí

Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 18:22
by Eyvindur
En er Franz ekki flöskuþroskaður? Slíkir bjórar skemmast ekki svo glatt... Þroskast bara.
Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 18:32
by halldor
Jú hann er það... en ég fékk hann hjá KKK í byrjun janúar og hann rennur út 04/2009... ss í apríl, ég hélt hann myndi renna út í maí. Ætli ég verði ekki að fara að drekka hann... harður heimur

Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 18:47
by Stulli
Franziskaner er jú flöskuþroskaður. Það er náttúrulega hefeweisen hefðin. En þegar að þeir eru svona í kringum 5% er ekkert sniðugt að vera að þroska þá, hefeweisen er líka svona bjór sem að er best að drekka ferskan. Allar flöskurnar sem að ég hef keypt og smakkað hér í ríkinu hafa verið frekar illa farnar, ég tel að um slæma meðhöndlun í flutningum sé að ræða.

Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 18:50
by Eyvindur
Jájá, ég veit það. Hveitibjórar eiga að vera sem ferskastir. Ég átti bara við að þeir fara ekki jafn illa og gerlausir bjórar við langa geymslu...
Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 19:56
by halldor
Búinn að drekka hann! Ég hreinlega gat ekki beðið lengur eftir alla þessa umræðu... hann var mjög góður þrátt fyrir að vera kominn aðeins yfir dagsetningu.
Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 13. May 2009 21:41
by halldor
Hér er mynd til minnis um þennan síðasta Franziskaner sem ég mun drekka heima í langan tíma:

Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 3. Jun 2009 22:37
by andrimar
Franziskaner var til á Kaffibarnum fyrir ekkert svo löngu síðan(endaðan apríl minnir mig). Má láta reyna á það ef menn eru enn að leita.
Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 4. Jun 2009 05:00
by nIceguy
Takk takk, fékk lista frá Karl K. Karlssyni yfir hvar hann er að finna...setti inn á síðuna mína
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm
Re: Franziskaner á klakanum?
Posted: 4. Jun 2009 18:58
by Oli
Ég er með 6 stykki fyrir framan mig núna, tilbúna til drykkjar.
