Page 1 of 1

Algín

Posted: 15. Jan 2010 14:05
by aki
Mig langaði til að forvitnast um hvort einhver hérna hefur reynslu af því að nota algín til að auka head retention - t.d. í ljósum bjórum þar sem ekkert karamellumalt er notað?

Þetta er unnið úr beltisþara. Þegar ég fer út í mungátina í sumar verður innihaldið allsvakaleg blanda af þangi og lyngi ;)

Re: Algín

Posted: 15. Jan 2010 14:36
by Eyvindur
Ef ég vil auka haus á ljósum bjórum nota ég vanalega carapils og/eða hveitimalt. Carapils bætir hvorki lit né teljandi bragði við, bara meira boddíi og haus. Hveitimalt virkar fyrst og fremst á hausinn.