Page 1 of 1

Belgian style smash

Posted: 14. Jan 2010 22:26
by hordurg
Sælir,

Vorum að leggja í batch í gær, en við höfum alltaf verið í vandræðum með efficiency'ið sem var til að mynda bara ca 57% í gær. Við ákváðum því að bæta við smá brúnsykri og sýrópi áðan til þess að þetta yrði ekki létt-öl.

Það munaði líka kjánalega litlu á PG og OG, PG: 1036/1038 og OG: 1040. Ein bæting sem var gerð m.v. fyrri bötch að núna vorum við búnir að mæla deadspace'ið sem var 3,4L, þannig núna þá vorum við ekki að fá minni vökva en áætlað í gerjunarkerin heldur of mikinn! Við reiknuðum með að gerja 25L, en enduðum með 27L :s Þannig það hefur sennilega komið allveg ca 30L úr meskikerinu.

En hér fyrir neðan sjáið þið uppskriftina, sýrópið og brúnsykurinn bættum við bara við í dag þar sem við gátum fyrst mælt PG og OG í dag. Þetta verður áhugaverð útkoma :)

En eruð þið með einhverjar hugmyndir hvernig stendur á því að nýtnin okkar er alltaf svona lág?

Code: Select all

Recipe: Patersbier SMaSH
Brewer: HAG & EMK
Asst Brewer: 
Style: Blonde Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Estimated OG: 1,052 SG
Estimated Color: 9,1 SRM
Estimated IBU: 12,0 IBU
Brewhouse Efficiency: 57,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
6,10 kg       Premium Pilsner (2 Row) Ger (2,0 SRM)     Grain        86,89 %       
28,30 gm      Saaz [3,20 %]  (60 min)                   Hops         8,0 IBU       
28,30 gm      Saaz [3,20 %]  (15 min)                   Hops         4,0 IBU       
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
0,66 kg       Brown Sugar, Dark (50,0 SRM)              Sugar        9,40 %        
0,26 kg       Corn Syrup (1,0 SRM)                      Sugar        3,70 %        
1 Pkgs        SafBrew Ale (DCL Yeast #S-33)             Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Full Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 6,10 kg
----------------------------
Single Infusion, Full Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 15,91 L of water at 77,6 C      70,0 C      

Re: Belgian style smash

Posted: 14. Jan 2010 23:13
by hrafnkell
Mér dettur helst í hug meskingin. Var hitinn stabíll? Hvernig skolið þið? Hvað notið þið mikið af vatni á móti maltinu?

Re: Belgian style smash

Posted: 14. Jan 2010 23:30
by sigurdur
Mesking / grófleiki korns / meskibúnaður.

Hvernig búnað notið þið við meskjun?

Re: Belgian style smash

Posted: 14. Jan 2010 23:54
by hordurg
Já, við fáum kornið malað frá ÖB svo það er varla málið.

En við erum að nota allveg eins meskingabúnað og þú og nafni þinn held ég, blá box fengin í húsasmiðjunni og klósettbarki sem sía.

Hitinn er stöðugur, síðast þá mældum við hann þegar kornið var komið út í og svo aftur þegar 60min voru liðnar og það munaði nánast engu ef einhverju.

Reyndar í þetta skipti var hitinn sennilega ekki 100% nákvæmur þar sem við komumst að því að hitamælirinn var brotinn þegar við vorum byrjaðir að hita vatnið, svo redduðum okkur með kjöthitamæli.

Getur eitthvað verið að maður hræri ekki nógu vel til korninu í meskikerinu eða eitthvað þannig?

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 00:22
by Eyvindur
Ekki nógu vel hrært - það er líkleg orsök. Það getur valdið kekkjum, sem minnka nýtni. Hvernig berið þið ykkur að við skolun?

Annars rak ég augun í að þið skrifið meskihita upp á 70°C. Ég held að það sé alveg í hæsta lagi. Ég veit ekki alveg, en það er spurning hvort það sé að slappa ensímin eitthvað...

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 00:25
by sigurdur
Ef það eru kekkir í meskingunni (dough-balls), þá getur verið að þú fáir ekki eins góða nýtni.
Einnig held ég að skolunarferlið geti haft stór áhrif.

Ég mala mitt korn sjálfur með pastavélinni minni og batch skola. Síðast þá fékk ég 83% nýtni.

Geturu lýst hvernig skolferlið var?

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 00:42
by hordurg
Já úps! Erum venjulega með 67,8 gráður, hef gleymt að taka default stillinguna af þarna. En hefur það svona mikið að gera með meskingjuna?

En já í skolununni (eruði þá ekki bara að meina Sparge?) þá helltum við bara umbeðnu magni vatni með umbeðnum hita skv. beersmith í kerið eftir að við vorum búnir að losa fyrsta virtinn, svo hrærðum við aðeins til í kerinu og létum standa í 10 min og á meðan settum við virtinn í potinn og byrjuðum að hita það. Svo eftir 10 min tókum við 4L af "prufu" út til að fá korn í lágmarki með og tókum svo potinn af hellunni og létum renna í hann.

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 08:49
by Oli
eruð þið ekki örugglega að setja tölurnar rétt inn í Beersmith?

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 09:16
by Eyvindur
Bíddu, eitt... Mælduð þið sýnin ekki fyrr en daginn eftir? Það er möguleiki að þau hafi gerjast eitthvað í millitíðinni.

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 09:45
by hordurg
Jáá er þetta ekki svona:
Actual OG: Gravity eftir suðu
OG into Boiler: Gravity fyrir suðu
Volume into boiler: Hvort er þetta heildar vatn sett í meskikerið eða virtinn? Verður smá trik að mæla viritinn alltaf.
Actual Batch Volume: Það sem við settum í gerjunarílátið eftir suðu.

Já mældum þau fyrst í gær þar sem hitamælir og mæliglas var brotið, en eru það einhverjar líkur að það hafi gerjast án gers? Við settum bæði sýni af PG og OG í flöskur og svo inn í ísskáp.

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 09:53
by Eyvindur
Svo sem litlar líkur, en getur gerst. Ef þetta var í ísskáp eru líkurnar væntanlega orðnar litlar sem engar.

Volume into boiler er væntanlega pre-boil volume. Semsagt það sem fer í pottinn.

Var hitastigið örugglega rétt við mælinguna?

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 10:37
by hordurg
Já garvity mælirinn miðar við 20 gráður, sýnin voru þar um kring, max 21

Re: Belgian style smash

Posted: 15. Jan 2010 10:55
by Eyvindur
Ég veit það ekki... Held að þið þurfið að fá gest eða taka næsta brugg upp á video. Og punkta hvert einasta skref ákaflega nákvæmlega niður. Og passa að vera með almennilegan hitamæli.

Re: Belgian style smash

Posted: 16. Jan 2010 02:30
by hordurg
Jebb held það sé klárlega málið að fá gest, vorum núna að leggja í aftur og lokatölur gáfu okkur 52,12% nýtni, hefði kannski verið svipað og venjulega hefðum við ekki verið með hveitimalt.

Pössuðum vel upp á hitastig og allt núna.

En hér fyrir neðan er uppskriftin ásamt nýtni reikni. bættum reyndar við 370gr af þrúgusykri eftir að hafa mælt OG

Re: Belgian style smash

Posted: 21. Jan 2010 19:47
by hordurg
Jæja, settum á secondary í gær, FG endaði í 1006 (áætlað 1012), sem þýðir að hann ætti að enda í ca. 6%.

Hann var samt sem áður virkilega góður það sem maður smakkaði, maður fann samt allveg smá hita, en hlakka til að smakka hann þegar hann verður ready víst hann var svona góður núna.

Samt frekar fyndinn litur á honum, svona appelsínugulur, þegar maður horfir ofan í kerið finnst manni maður vera að horfa ofan í appelsínudjús.