Page 1 of 1
Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 14. Jan 2010 22:05
by mcbain
Sælir félagar
Ég er alltaf að rekast á neikvæðar umræður um kitt bjór og án efa er ég hæfilega bjartsýnn hvernig þetta kemur út hjá mér, en allavega einhverstaðar verður maður að byrja.
Ég ættla setja þetta svona upp:
Coopers Stout (dökkur bjór)
0.5 kg. Dark malt extract
0.5-0.6 kg Þrúgusykur.
Ég vona að malt extractið gerir gæfu munin.
annars langar mig að prufa að gera AG bjór einhverntíman, ef ég finn einhverja aðstöðu og kanski smá hjálp til að koma mér að stað.
en ein spurning að lokum ég var að spá að setja krana á gerjuna tunnuna mína, hafið þið heyrt að því að svoleiðis fari nokkuð að leka fljótlega hefur einhver sett svona krana á tunnu?
Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 14. Jan 2010 22:09
by hrafnkell
Ekkert mál að setja krana. Bara smella nylonpakkningu með og herða vel. Lekur ekki nema gatið sé mjög gróft eða þú losar það sjálfur
Maltextraktið gerir bjórinn örugglega töluvert þolanlegri.
Ég var í sömu sporum og skildi ekki tuðið í meðlimum hérna yfir því að þetta væri glatað og að AG sé málið. Ég lét þó til leiðast eftir 3 vondar coopers lagnir og kom mér upp AG græjum. Ég sé ekki eftir því, þetta er alveg himinn og haf á milli. Meiraðsegja fyrsta AG lögnin mín, sem mér fannst allt ganga á afturfótunum í er betri en margir bjórar sem fást í ríkinu (að mínu 100% hlutdræga mati, hverjum þykir sinn fugl fallegastur osfrv)
Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 14. Jan 2010 22:53
by Eyvindur
Þetta er eins og munurinn á örbylgjupitsu og ferskri, eldbakaðri úr fyrsta flokks hráefnum. Þetta er einfaldlega tvennt gjörólíkt. En gangi þér samt vel.
Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 14. Jan 2010 23:28
by sigurdur
Það er rétt hjá þér, einhverstaðar verður maður að byrja. Ég hafði það að markmiði mjög snemma að ætla mér í AG bruggun, en á meðan ég var að koma mér upp búnaði þá setti ég í kit þar sem að mig langaði að halda áhuganum á lífi.
Ég mæli eindregið með því að þú gerir hið sama (þú sérð ekki eftir því ef þú elskar bjór).
Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 15. Jan 2010 16:06
by Andri
Það sem lærði af minni reynslu af extract kit'n'kilo dollum er að hitastig gerjunar skiptir svaaakalega miklu máli.
Hef gert 4 svona kit og vá afhverju fór ég ekki bara strax út í all grain hugsa ég nú.
Gerði allavegna 3 svona kit við 19-20°C (Þetta voru lager bjór kit og stóð í leiðbeiningum að það ætti að gerjast við 20°C)
Það var alltaf aukabragð, hálf súrt útaf dextrósanum og hálfgert cíderbragð af þessu.
Gerjaði 1 kit fyrir örugglega 6 mánuðum við 9°C með lager geri. Það var heilmikill munur á því og hinum, þetta er auðdrekkanlegra en hitt en samt enginn ofur bjór sem maður getur verið stoltur af.
Það fékk að sitja í 3 mánaðargerjun/lageringu við 9°C í primary. Ekkert yeast autolysis eins og margir eru hræddir við.
Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 15. Jan 2010 16:16
by mcbain
Já ég er að vona með því að nota malt extract með sykrinum mundi kanski minnka súrleika á blöndunni, því ég hef smakkað svona kitt bjór úr europris og hann var einmitt súr því það var bara notaður sykur(þrúgusykur)
Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 16. Jan 2010 03:57
by Andri
Ég talaði við "bruggmeistara" hjá Coopers kit fyrirtækinu. Hann mældi með því að fara ekki yfir 18°C til að varna gegn óæskilegu bragði

Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 16. Jan 2010 15:25
by mcbain
Já oki ekki yfir 18° gráður, en hvað það er samt skrítið það er alltaf talað um að gott væri að vera um og yfir 20-22°
já ég er spenntur að prufa það, geymslan mín er akkúrat í 18 núna í augnablikinu en ég á lítinn rafmagns of sem gæti haldið því°.
Takk fyrir þetta.

Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 16. Jan 2010 15:41
by mcbain
Þetta segja þeir hjá Coopers heimasíðuni
"
Generally, our instructions suggest a temperature range between 21C-27C. We also suggest that a wort outside of 21C-27C but wirthin the range of 18C-32C should not be left to sit . Rather, add the yeast promptly and then look to draw the temperature within the 21C-27C rang"
þannig ég er bara eitt stórt ????.

Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 16. Jan 2010 20:44
by Tommi V
Þar sem ég hef ekki sjálfur ennþá byrjað all grain ætla ég ekki að segja neitt um það. En ég hef smá reynslu af því að gera drykkjarhæfan bjór úr kittum.
Fyrsta skrefið uppávið var að nota malt extract í staðinn fyrir sykur. En ef ég notaði sykur var mikilvægt að leysa hann upp í potti með vatni til að sótthreinsa.
Annað skrefið var að nota humla og sjóða aðeins með kittinu fyrir flavoring og aroma eða í sec gerjun (dry hopping)
Þriðja skrefið var þegar ég byrjaði að nota gott ger. Ég bjó erlendis áður þar sem ég gat keypt fljótandi ger frá wyeast. Það gerði ótrúlegann mun. Gerið sem fylgir kittunum virðist vera hannað til að gerja eina dollu af malt extract með kílói af sykri. Ef þú sleppir sykrinum og bætir við malt extracti virðist þurfa aðeins duglegra ger sem ræður við að klára dæmið.
Ég myndi mæla með að fyrir þína uppskrift (coopers stout) að þú útvegir þér safale 04 ger sem hefur verið fáanlegt frá ölvisholti. Sjóðir síðan sykurinn aðeins áður en þú lætur hann útí. Ég held að þannig ættir þú að getað gert stout sem verður bara nokkuð góður.
Re: Jæja minn fyrsti kitt bjór
Posted: 16. Jan 2010 20:56
by mcbain
Já skoða það, heyri í þeim eftir helgi, já og ég ættlaði að sjóða sykurinn og þurr maltið saman áður ég mundi skella því í tunnuna.
en já humla, verð að skoða það.