Münhener Helles með hlutsuðu (decoction)
Posted: 13. Jan 2010 12:18
Sælir,
ég hef einmitt verið að spöglera í hlutsuðu? (decoction) svona til prufu, helst til að fá meiri tærleika og malt karakter. Ég geri mér vel grein fyrir hversu mikinn tíma það tekur, en það verður enginn óbarinn biskup. Hér er annars mín uppskrift að Münchner Helles frá grunni Beer Tools, endilega rýnið í aðferðarfræðina þar sem ég er handviss um að það séu villur á nokkrum stöðum:
Almennt:
Seinni gerjun (3 klukkustunda vinna og etv. 4 - 6 vikna lagering)
Heildartími þar til bjórinn verður tilbúinn uþb. 8 - 10 vikur.

ég hef einmitt verið að spöglera í hlutsuðu? (decoction) svona til prufu, helst til að fá meiri tærleika og malt karakter. Ég geri mér vel grein fyrir hversu mikinn tíma það tekur, en það verður enginn óbarinn biskup. Hér er annars mín uppskrift að Münchner Helles frá grunni Beer Tools, endilega rýnið í aðferðarfræðina þar sem ég er handviss um að það séu villur á nokkrum stöðum:
Almennt:
- Flokkun: Ljós lager
Undirflokkun: Münhener Helles
Aðferðarfræði: Kornbruggun með hlutsuðu
Magn lögunar: 18,93 l
Magn suðu: 22,71 l
Nýtni: 71,9 %
Kaloríur í 100 ml: 51,75
Upphafsþyngd: 1.046
Lokaþyngd: 1.009
Litur: 7,94 EBC
Beiskja: 18.6 EBU
Áfengismagn (%volume): 4.9 %
Magn og verð bygg: 4,31 kg á 1427 kr
Magn og verð humlar: 47,0 g á 715 kr
Magn og verð ger: 23 g á 2012 kr
Verð á hráefni: 4184 kr
Annar kostnaður við lögun: 1146 kr
Heildarkostnaður: 5360 kr
Kostnaður á 0,33 l flösku: 96 kr
- 1. 4,23 kg Weyerman Premium Pilsner Malt frá Ölvisholti (2,0 - 2,5 EBC)
2. 0,08 kg Weyerman Munich TYPE I frá Ölvisholti (12 - 18 EBC)
3. 19 g Hallertau Mittelfrüh (Pellets, 4.5 %AA) soðið í 60 mín
4. 14 g Hallertau Mittelfrüh (Pellets, 4.5 %AA) soðið í 15 mín
5. 14 g Hallertau Mittelfrüh (Pellets, 4.5 %AA) soðið í 1 mín
6. 23 g Ger Fermentis Saflager W34/70 2x 11,5g
- 1. Setja 4,31kg malað maltað korn við 20°C ± 1°C í meskiker
2. Blanda (Dough in) 12,5l af 41°C ± 1°C vatni yfir maltið
3. Sýruhvíld (Acid rest) 38°C ± 2°C í 15 - 30 mín til að jafna sýrustig
4. Rúmmál/þyngd korngrauts fyrir eggjahvítuhvíld á að vera 2,5 l/kg
5. Eggjahvítuhvíld (Protein rest) 54°C ± 1°C
6. Heildartími fyrir eggjahvítuhvíld er 20 mín
7. Taka ca 1/2 af korngraut úr meskikeri og setja í pott (Decoction)
8. Sýrustig á blöndu á að vera pH 5,3 - 5,6
9. Hita þykka hlutsuðu (2,5l/kg) í potti hægt að 65°C ± 1°C
10. Geyma hlutsuðu í ca 15 mín á meðan eggjahvítuhvíld stendur
11. Sjóða svo hlutsuðu í 5 mín
12. Bæta heitum korngraut og vatni eftir réttu máli að 66,5°C ± 1°C
13. Hræra vel í korngraut til að jafna út hitastig
14. Mæla stöðugt hitastig fyrir sykurhvíld
15. Þéttleiki fyrir sykurhvíld á korngraut skal verða 3,7 l/kg
16. Sykurhvíld (Saccharification rest) 66,5°C ± 1°C í 45 mín
17. Heildartími fyrir sykurhvíld er 45 mín
18. Athuga umbreytingu á sterkju í meskigraut með joði (ætti að verða litlaus)
19. Reikna út nauðsynlegt magn af kornsuðu sem þarf til að stöðva meskun í 75°C ± 1°C
20. Stöðva meskjun (Mash-out) 75°C ± 1°C í 30 mín
- 1. Hella meskjunarvökva yfir í suðupott og hita að suðu
2. Ræsa niðurteljara er rúllandi suða byrjar (rolling boil)
3. Sjóða virta í 90 mín
4. Eftir 30 mín suðu bæta beiskju humlum varlega við
5. Eftir 60 mín suðu setja kælispíral í suðupott
6. Eftir 70 mín suðu bæta 1g protafloc við suðu
7. Eftir 75 mín suðu bæta bragð humlum varlega í við
8. Eftir 85 mín suðu tengja kælispíral
9. Eftir 89 mín suðu bæta ilm humlum varlega í við suðu
10. Að 90 mín suðu lokinni slökkva á hita
11. Kæla virta í 20 mín eða þar til hann nær 11°C ± 1°C
- 1. Hreinsa og sótthreinsa áhöld, ílát og tæki
2. Fylla virta á fyrri gerjunarkút
3. Loka kút með loftlás (vodka sem frostvörn í loftlás)
4. Láta kælast niður í 9°C ± 1°C
5. Lofta um virta með loftdælu og steini í 30mín
6. Bæta ger út í fyrri gerjunarkút
7. Bíða þar til TG verður 1010-1012 tvo daga í röð
8. Kæla hægt niður um 1°C á dag niður í 4°C ± 1°C
Seinni gerjun (3 klukkustunda vinna og etv. 4 - 6 vikna lagering)
- 1. Hreinsa og sótthreinsa áhöld, ílát og tæki
2. Flytja úr fyrri gerjun í seinni gerjunarkút með auto-siphon
3. Mæla FG reglulega eftir 2 vikur
4. Leyfa að gerjast við 1°C ± 2°C í 4-6 vikur
- 1. Stöðva gerjun með því að setja kæla seinni gerjun niður í 1°C
2. Hreinsa og sótthreinsa áhöld til átöppunar, flöskur og tappa
3. Leysa upp dextrose sykur með sjóðandi vatni
4. Fleyta gerjuðum bjór yfir sykurblöndu í áfyllingartunnu
5. Fylla á flöskur við -1°C ± 1°C
6. Merkja tappa á flöskum
7. Geyma flöskur við 4°C í 4 vikur
Heildartími þar til bjórinn verður tilbúinn uþb. 8 - 10 vikur.
