Page 1 of 1

Carbonation

Posted: 12. Jan 2010 18:57
by Andri
Sælir, ég býst við því að það geri allir það sama og ég þegar það kemur að því að fá kolsýru í bjórinn. Ég skelli smá sykri í bjórinn og læt svo í flöskur.
Smá hugdetta hérna, ég efast um að þetta snefilmagn af sykri bætir einhverju vondu bragði í bjórinn en það væri kanski þess virði að prófa að blanda saman worti í bjórinn og láta hann gerjast í flöskum... væri örugglega vesen að reikna OG út í fyrsta skipti. Skella kanski X lítrum í frysti/kæli meðan hitt gerjast?
Hvað gerið þið?

Re: Carbonation

Posted: 12. Jan 2010 18:59
by halldor
Ég nota dextrósa úr ámunni.
Er ekki mest töff að nota DME?

Re: Carbonation

Posted: 12. Jan 2010 19:30
by Oli
Það kallast krausening á amerísku, blanda saman bjór í gerjun við fullgerjaðan til að fá kolsýru. Hef ekki prófað það sjálfur, nota bara kúta og force carb :) og sykur í nokkrar flöskur. Væri samt fínt að eiga smá DME til að præma.

Re: Carbonation

Posted: 12. Jan 2010 21:10
by Braumeister
Kanski smámunasemi en Krausening er þýskuhljómandi orð sem Kanar nota.

Það að bæta ógerjuðum virti út í ungbjór kallast "die Speisezugabe" og er ógerjaði bjórinn þá "die Speise".

Grünschlauchen er svo þegar bjórnum er tappað á flöskur eða kúta rétt áður en hann klárar að gerjast (hálf Platógráða er nóg til að kolsýra bjórinn). Þegar tappað er á flöskur verður að gera þetta á nákvæmlega réttum tímapunkti eða nota "Bügelflaschen" (eins og Grolsch notar), en það er einfalt að tappa kolsýru af þeim ef þurfa þykir. Á kúta er hægt að setja "Gärspund" sem er þrýstiventill sem hleypir út ef að þrýstingurinn fer upp yfir ákveðið mark. Grünschlauchen gengur yfirleitt bara með lagergeri þar sem að ölger gerjar svo hratt að það er erfitt að hitta á réttan tímapunkt til að tappa á. Flestir gera svokallaðar "Schnellgärprobe" (lítið magn sem gerjað er við hærra hitastig til að ákvarða gerjanleikann) til að vita hvenær þeir eigi að tappa á. Þetta er aðferðin sem stóru brugghúsin nota, nema hvað þeir loka loka gerjunartönkunum og láta bjórinn kolsýrast þar.

Allt þetta vesen er tilkomið út af blessuðu Reinheitsgebot-inu, sem þýðir að hvorki má nota sykur í eftirgerjun né þvingaða karboniséringu af kolsýruhylki. Þýski heimabruggaraskólinn er mjög frábrugðinn hinum ameríska, til dæmis meskja þeir í niðursuðupottum og ætíð með þrepameskingu. Að láta bjórinn liggja í margar vikur í gerjunarílátinu tíðkast heldur ekki.

Re: Carbonation

Posted: 12. Jan 2010 21:17
by Oli
Braumeister wrote:Kanski smámunasemi en Krausening er þýskuhljómandi orð sem Kanar nota.
Leiðrétt ;)

Re: Carbonation

Posted: 12. Jan 2010 23:15
by Eyvindur
Það er líka hægt að nota ógerjaðan virt (frysta hluta af skammtinum fyrir gerjun, sjóða í smá stund og skella út í (eftir kælingu, augljóslega)). Það kallast gyle priming eða eitthvað álíka. Einhvern tíma fann ég formúlu fyrir því, en er búinn að týna henni... Miðast við hlutfall á milli magns, OG og kolsýrumagns... Leita þetta uppi við tækifæri. Þetta er töluvert einfaldari aðferð en speise.

Athugið þó að kolsýran er víst öðruvísi með malti en sykri. Þá fær maður minni loftbólur, og sumir segja að bjórinn minni frekar á nítrusbjór þannig. Margir nota þetta til að præma stout, til að komast nær guinness fílingnum. Sel ekki dýrara en ég stal því.

Re: Carbonation

Posted: 9. Mar 2010 17:05
by Oli
Braumeister wrote:Kanski smámunasemi en Krausening er þýskuhljómandi orð sem Kanar nota.
Það að bæta ógerjuðum virti út í ungbjór kallast "die Speisezugabe" og er ógerjaði bjórinn þá "die Speise".
Nú notar braukaiser (http://www.braukaiser.com" onclick="window.open(this.href);return false;) orðið Kräusen fyrir gerjandi bjór skv. þessu:
http://braukaiser.com/wiki/index.php?title=Kraeusening" onclick="window.open(this.href);return false;

Maður myndi ætla að hann væri að fara með rétt mál þarna, held að hann sé þýskur þó hann búi í BNA.

Re: Carbonation

Posted: 11. Mar 2010 02:09
by karlp
Oli wrote:Það kallast krausening á amerísku, blanda saman bjór í gerjun við fullgerjaðan til að fá kolsýru. Hef ekki prófað það sjálfur, nota bara kúta og force carb :) og sykur í nokkrar flöskur. Væri samt fínt að eiga smá DME til að præma.

præma?! ertu að grinast? viltu gjörðusvovel að koma með betra orð á næstunni! :)

Re: Carbonation

Posted: 11. Mar 2010 09:12
by Oli
karlp wrote:"præma?! ertu að grinast? viltu gjörðusvovel að koma með betra orð á næstunni! :)
Arg...hvar er orðabókin ;)

Re: Carbonation

Posted: 11. Mar 2010 09:37
by sigurdur
undirbúa / [for]hlaða (eins og sykurhleðsla)

priming sugar - [for]hleðslusykur

Sjá:
ordabok.is
ismal.hi.is

Ég býst við að það sé hægt að nota ýmis orð í þetta, en mér þykir þessi orð ágæt.