Page 1 of 1

Er engin fyrir norðan?

Posted: 11. Jan 2010 20:17
by mcbain


Ég er byrjandi í bjórgerð mig langar að kynnast þessu aðeins betur, er engin á Akureyri í bjórgerð sem væri til að bjóða í heimsókn, væri til að fylgjast með hvernig AG bjórgerð fer fram

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 11. Jan 2010 21:14
by Idle
Gaman að sjá fleiri Akureyringa hér. Ég sveikst þó undan merkjum og flutti suður á bóginn vegna vinnu. Annars væri ég áreiðanlega að brugga í Smárahlíðinni núna, en ekki í gettóinu í Borg óttans.

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 12. Jan 2010 09:03
by kristfin
mcbain wrote:

Ég er byrjandi í bjórgerð mig langar að kynnast þessu aðeins betur, er engin á Akureyri í bjórgerð sem væri til að bjóða í heimsókn, væri til að fylgjast með hvernig AG bjórgerð fer fram
talaðu við hann óla, hann er fyrir norðan

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 12. Jan 2010 09:25
by Oli
kristfin wrote:
mcbain wrote:

Ég er byrjandi í bjórgerð mig langar að kynnast þessu aðeins betur, er engin á Akureyri í bjórgerð sem væri til að bjóða í heimsókn, væri til að fylgjast með hvernig AG bjórgerð fer fram
talaðu við hann óla, hann er fyrir norðan
Var það ekki olihelgi sem var fyrir norðan? Amk ekki ég ;)

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 12. Jan 2010 10:07
by olihelgi
Kórrétt. Ég bý á Akureyri og er eitthvað að fást við bruggun. Svo er annar félagi minn líka byrjaður á þessu og mögulega þriðji að koma inn.

Ég ætla að setja í extract bruggun númer 2 á næstu dögum og svo er það bara all-grain.

Þetta eru skemmtilegir tímar.

Óli Helgi.

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 12. Jan 2010 10:31
by Eyvindur
Djöfull er ég alltaf að klikka á því að taka brugghitting þegar ég fer norður (sem er nokkuð reglulega). Óli Helgi og hinir: Næst verðum við að taka fund norðandeildar Fágunar!

Meðan ég man: Skellið ykkur í leikhús á 39 þrep...

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 12. Jan 2010 13:19
by olihelgi
Slegið!

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 12. Jan 2010 17:10
by mcbain
olihelgi wrote:Kórrétt. Ég bý á Akureyri og er eitthvað að fást við bruggun. Svo er annar félagi minn líka byrjaður á þessu og mögulega þriðji að koma inn.

Ég ætla að setja í extract bruggun númer 2 á næstu dögum og svo er það bara all-grain.

Þetta eru skemmtilegir tímar.

Óli Helgi.
Sæll

Ég væri alveg til að verða vitni að því, og já ég væri til að koma saman einhverjir hérna fyrir norðan :)

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 19. Jan 2010 18:56
by humall
Sælir, ég er í Skagafirði og er alveg til í að vera í bjórhittingi eh daginn á Akureyri. Er að færa mig úr extrakt yfir í all-grain.

Re: Er engin fyrir norðan?

Posted: 19. Jan 2010 20:55
by mcbain
Já ég er til