Page 1 of 1

Gefins - ónýtur ísskápur

Posted: 11. Jan 2010 17:48
by Eyvindur
Eins og einhverjir vita tókst mér af stakri snilld að eyðileggja lítinn ísskáp um daginn. Ef einhvern langar að hirða hann til að nota sem einangraðan klefa (smíða reykofn eða eitthvað) er það guðvelkomið ef viðkomandi getur sótt hann sem fyrst. Ég þarf að losna við hann, en vil endilega gefa hann frekar en að henda honum, ef einhver getur notað hann.

Sendið mér skilaboð ef áhugi er fyrir hendi. Annars fer hann í Sorpu eftir nokkra daga.

Re: Gefins - ónýtur ísskápur

Posted: 12. Jan 2010 20:59
by Steini
Hvernig fórstu að því að eyðinleggja ísskápinn? Stakkstu gat á hann við að bræða úr klaka? Það er ekkert mál að laga það.
Yfirleitt er mjög einfalt mál að gera við svona skápa, ég get tekið það að mér í skiptum fyrir eitthvað heimalagað og gott.

Kv,
Steini

Re: Gefins - ónýtur ísskápur

Posted: 12. Jan 2010 23:17
by Eyvindur
Klippti rör í sundur... Það má víst ekki. Skilst að það svari ekki kostnaði að laga það.

Annars er ég búinn að fá annan ísskáp í staðinn, þannig að ég hef í raun ekkert við þennan að gera.