Page 1 of 1

Raven Rock Stout (Dry Stout, 13A)

Posted: 11. Jan 2010 17:43
by Idle
Var að hefja meskingu.

Code: Select all

Recipe: Raven Rock Stout
Brewer: Sigurður Axel Hannesson
Asst Brewer: 
Style: Dry Stout
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,049 SG
Estimated Color: 34,1 SRM
Estimated IBU: 37,3 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,00 kg       Pale Malt (2 Row) Ger (3,0 SRM)           Grain        71,43 %       
0,40 kg       Barley, Flaked (1,7 SRM)                  Grain        9,52 %        
0,30 kg       Carafa III (525,0 SRM)                    Grain        7,14 %        
0,25 kg       Wheat Malt, Ger (2,0 SRM)                 Grain        5,95 %        
0,15 kg       Caraaroma (130,0 SRM)                     Grain        3,57 %        
0,10 kg       Roasted Barley Ger (300,0 SRM)            Grain        2,38 %        
25,00 gm      Chinook [11,50 %]  (60 min)               Hops         37,3 IBU      
6,00 gm       Chalk (Mash 60,0 min)                     Misc                       
14,00 gm      Licorice Root (Boil 20,0 min)             Misc                       
1 Pkgs        Nottingham Yeast (Lallemand #-)           Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Total Grain Weight: 4,20 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 10,95 L of water at 75,6 C      67,8 C        
Uppfært: Ákvað að þetta væri kjörið tækifæri til að nota lakkrísrótina!

Re: Raven Rock Stout

Posted: 11. Jan 2010 17:50
by Eyvindur
Áhugaverð uppskrift og girnileg. Hvers vegna notarðu krít?

Re: Raven Rock Stout

Posted: 11. Jan 2010 17:59
by Idle
Eyvindur wrote:Áhugaverð uppskrift og girnileg. Hvers vegna notarðu krít?
Kalkið kemur í veg fyrir að pH gildið falli of mikið, en það er hættara við því í svo dökkum bjórum. Sel það ekki dýrara en ég stal því. :)

Re: Raven Rock Stout

Posted: 11. Jan 2010 18:15
by Eyvindur
Skil... En er þá ekki verið að miða við aðeins súrara vatn en hér?

Ég hef staðið í þeirri meiningu að einmitt með dökka bjóra þurfi maður ekkert að vesenast í vatninu, einmitt vegna þess hvað það er basískt.. Mun frekar þegar ljósir bjórar eru annars vegar, og þá til að koma í veg fyrir að pH gildið verði of hátt... En ég ætla ekki að selja það yfir höfuð, þetta er ekki stutt af neinu nema tilfinningu. Ég hef alltaf látið vatnið eiga sig þegar ég geri dökka bjóra, en nota aftur gips í þá ljósu.

Mældirðu pH gildið?

Re: Raven Rock Stout

Posted: 11. Jan 2010 20:58
by Oli
6 grömm af krít er ansi mikið, varstu búinn að skoða þetta út frá http://www.howtobrew.com/section3/chapter15-3.html" onclick="window.open(this.href);return false; eða http://www.ezwatercalculator.com/" onclick="window.open(this.href);return false; ?

Re: Raven Rock Stout

Posted: 11. Jan 2010 21:09
by Idle
Notaði vatnsprófíl í BeerSmith byggðan á upplýsingum af spjallinu hér, og miðaði við Dublin prófílinn að einhverju leyti (hægt að velja grunnvatn og markmið, og bæta við efnum þar til markmiðinu er náð - mjög einfalt og þægilegt).

Mældi ekki pH gildið, treysti í blindni á það sem hér hefur verið skrifað - og, ég er troðfullur af ævintýraþrá sem fyrr! :D

Re: Raven Rock Stout

Posted: 11. Jan 2010 21:22
by Oli
þetta verður örugglega fínt :)

Re: Raven Rock Stout

Posted: 11. Jan 2010 22:58
by Idle
Áreiðanlega! Ég hlakka a. m. k. mjög til að vita hvernig þessi stout frumraun mín reynist.

Annars er hann kominn í fötu ásamt kampakátum gerlum, svo væntanlega verður feikna partý í svefnherberginu í nótt. :sing:

Re: Raven Rock Stout

Posted: 12. Jan 2010 08:47
by Oli
hvernig kom nýtnin út?

Re: Raven Rock Stout

Posted: 12. Jan 2010 11:57
by Idle
72%.

Re: Raven Rock Stout

Posted: 30. Jan 2010 22:32
by Idle
Kvikindið fór á flöskur áðan, endaði í 1.011 (efri mörk stílsins skv. BJCP). Lofar góðu, engu að síður. Hafði ekki tíma til að umhella honum, svo hann sat á gerkökunni frá upphafi til enda, eða 19 sólarhringa.

Re: Raven Rock Stout

Posted: 30. Jan 2010 22:49
by Eyvindur
Sé enda engan tilgang með að fleyta bjórnum þegar við erum að tala um svona stuttan tíma. Bara aukin sýkingarhætta og ekkert annað.

Re: Raven Rock Stout

Posted: 27. Mar 2010 09:12
by Idle
Er að leggja í þennan á nýjan leik, þar sem frumraunin rauk út eins og heitar lummar (eða ískalt öl). Tók út lakkrísrótina þar sem hún skilaði sér ekki á nokkurn hátt innan um allt þetta dökka korn, og ætla að nota Wyeast Irish Ale (1 l. starter) í stað Nottingham. Minnkaði líka Carafa Special III um 50 gr.

Code: Select all

Recipe: Raven Rock Stout
Brewer: Sigurður Axel Hannesson
Asst Brewer: 
Style: Dry Stout
TYPE: All Grain
Taste: (40,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 18,93 L      
Boil Size: 22,71 L
Estimated OG: 1,048 SG
Estimated Color: 31,2 SRM
Estimated IBU: 37,4 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,00 kg       Pale Malt (2 Row) Ger (3,0 SRM)           Grain        72,29 %       
0,40 kg       Barley, Flaked (1,7 SRM)                  Grain        9,64 %        
0,25 kg       Carafa Special III (525,0 SRM)            Grain        6,02 %        
0,25 kg       Wheat Malt, Ger (2,0 SRM)                 Grain        6,02 %        
0,15 kg       Caraaroma (130,0 SRM)                     Grain        3,61 %        
0,10 kg       Roasted Barley Ger (300,0 SRM)            Grain        2,41 %        
25,00 gm      Chinook [11,50 %]  (60 min)               Hops         37,4 IBU      
1,00 tsp      Irish Moss (Boil 15,0 min)                Misc                       
6,00 gm       Chalk (Mash 60,0 min)                     Misc                       
1 Pkgs        Irish Ale (Wyeast Labs #1084) [Starter 100Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out (67°C)
Total Grain Weight: 4,15 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out (67°C)
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 10,81 L of water at 74,7 C      67,0 C

Re: Raven Rock Stout

Posted: 27. Mar 2010 10:10
by arnilong
Mjög girnilegt. Uppáhalds státinn sem ég hef gert var með 1084, mjög gott stát-ger.

Re: Raven Rock Stout

Posted: 27. Mar 2010 12:18
by Idle
Allt að verða vitlaust hérna. 1.050 í SG fyrir suðu, en áætlað var 1.042 (23,5 lítrar, rétt tæplega 97% nýtni fyrir suðu). Ef suðan gengur bærilega, get ég þynnt hann með soðnu vatni og fengið örlítið meira í fötuna en venjulega. :)

Re: Raven Rock Stout

Posted: 27. Mar 2010 18:40
by BeerMeph
Sá fyrri var æðislegur! spurning hvað 1084 gerið gerir við þennan

Re: Raven Rock Stout

Posted: 4. May 2010 00:10
by Idle
BeerMeph wrote:Sá fyrri var æðislegur! spurning hvað 1084 gerið gerir við þennan
Það landaði honum öðru sæti í bjórkeppninni. Ég er fjarri því að vera eins hrifinn af honum og frumrauninni. Skaut fyrir ofan mark og neðan (FG og OG), beiskja full mikil, og eins sakna ég örlítils keims af súkkulaði. Líklega spiluðu humlarnir lítið eitt inn í, þar sem þeir voru rúmu hundraðstigi ríkari af alfasýrum en í fyrsta skiptið (ný sending að utan). Hugsanlega voru önnur mistökin að nota 50 gr. minna af Carafa Special III.

Mér er skapi næst að henda þessum aftur á teikniborðið og færa þráðinn undir "tilraunabruggið" á nýjan leik, þ. e. "Hvað er verið að brugga".