Page 1 of 1
Möltun á íslensku byggi
Posted: 12. May 2009 23:30
by halldor
Hefur einhver hér prófað að malta íslenskt (eða erlent) bygg?
Við vinirnir fengum bygg frá Þorvaldseyri (nálægt Ölvisholti held ég) og möltuðum það og notuðum með góðum árangri í bjór. Við enduðum reyndar á því að fylla upp með einhverju Coopers sírópi vegna þess hve litlum sykri við náðum úr þessu.
Hann Óttar (HrOtti) ætti að geta lýst ferlinu betur fyrir þá sem hafa áhuga, þar sem hann sá um möltunina og þurrkunina.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 12. May 2009 23:33
by Hjalti
Það var tekinn smá umræða um þetta fyrsta skiptið sem Bjórgerðarhópurinn af Facebook hittist á Vínbarnum og það komu mjög áhugaverðar sögur úr Ölgerðinni þá.
Ég man nú ekki hver það var sem hafði mætt á ráðstefnu þar sem farið var yfir þetta en þetta var víst frekar erfitt mál að Malta Íslenska Byggið....

Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 12. May 2009 23:47
by Eyvindur
Stulli og Úlfar fóru á þessa ráðstefnu. Íslenska byggið fékk í stuttu máli falleinkun til möltunar.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 12. May 2009 23:51
by Andri
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 12. May 2009 23:58
by halldor
Eyvindur wrote:Stulli og Úlfar fóru á þessa ráðstefnu. Íslenska byggið fékk í stuttu máli falleinkun til möltunar.
Já við lásum einhverja skýrslu sem gerð hafði verið um íslenska byggið og nokkur afbrigði þess og völdum það sem hafði komið best út úr þessum möltunarprófunum. Það var sem sagt byggið frá Þorvaldseyri sem kom best út (en samt ekki vel). Spírunarhlutfallið var lélegt og sykurmagn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Bóndinn á Þorvaldseyri viðurkenndi reyndar fyrir okkur að þær þurrkunaraðferðir sem hann noti hafi nú líklega drepið kornið algerlega, áður en það komst í okkar hendur og talaði um að taka hægari þurrkun næst.
Eins og hann Jón í Ölvisholti sagði, þó við hefðum heila mannsævi þá næðum við ekki nálægt því eins góðu korni og við gætum keypt erlendis frá.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:01
by Eyvindur
Nákvæmlega... Og nú þegar maltmál líta betur út er þetta kannski helst spennandi upp á að geta kannski gert bjór alfarið úr íslensku hráefni. Það er eini kosturinn sem ég sé við möltun á eigin byggi.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:03
by Hjalti
Færði þetta í Bjórgerðarspjallið
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:07
by halldor
Eyvindur wrote:Nákvæmlega... Og nú þegar maltmál líta betur út er þetta kannski helst spennandi upp á að geta kannski gert bjór alfarið úr íslensku hráefni. Það er eini kosturinn sem ég sé við möltun á eigin byggi.
Já ég var að komast að því fyrir nokkru síðan að ég er með humlajurt í garðinum hjá mér. Ég kíkti á hana fyrir um 4 vikum og sá hundruði blóma (humla) sem voru að sjálfsögðu skrælnuð á þessum tíma árs. Ég ætla að kíkja á þetta í júlí og færast skrefinu nær því að gera AL-íslenskan bjór. Vantar bara ger

Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:08
by Eyvindur
Já, ég setti humal niður hjá mér um daginn... Hann er auðvitað að drepast úr kulda þessa dagana, en hann tekur vonandi við sér með hækkandi sól. Kannski fæ ég nóg í harvest ale.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:22
by Andri
Hefurðu kanski verið að pæla í að gera þennann alíslenska bjór lambic? s.s. villiger?
Það fer kanski eftir árstíð hversu vel er hægt að malta byggið?
url tengist möltun
http://www.ars.usda.gov/research/public ... 115=175232
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:25
by halldor
Það er eini sénsinn held ég... ef ég ætla að hafa íslenskt ger

Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:27
by Eyvindur
Ja, ef maður notaði aðra kynslóð af geri, mætti þá ekki flokka það sem íslenskt ger, alveg eins og Nordbrau humal ræktaðan hér?
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:29
by halldor
Það held ég nú!
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:30
by Andri
Það væri náttúrulega algjör snilld.
Svo ef sykurhlutfallið væri frekar lágt þá væri hægt kanski að sjóða eitthvað af vatninu af til að ná fram hærri prósentu..... eða er ég eitthvað að bulla

Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:31
by halldor
Andri wrote:Það væri náttúrulega algjör snilld.
Svo ef sykurhlutfallið væri frekar lágt þá væri hægt kanski að sjóða eitthvað af vatninu af til að ná fram hærri prósentu..... eða er ég eitthvað að bulla

hmmm... ég myndi giska á... bulla
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:32
by Eyvindur
Ha? Maður sýður alltaf vatnið... Sykurhlutfallið verður þá augljóslega lægra eftirá...
Það er hins vegar ekkert brjálæðislegt mál að komast að því hvert sykurhlutfallið er með lítilli meskingu, og miða þá bara við það þegar maður setur uppskriftina saman.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:35
by halldor
hehe sorry mér fannst eins og þú hefðir póstað þessu inn í vitlausan þráð Andri...
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:39
by Andri
Gleymið þessu, var eitthvað í mínum hugarheimi að rugla. Hef ekki ennþá farið út í all grain þannig að ég var eitthvað að hugsa að það þyrfti svo að sjóða vatnið af til að fá hærri sykurprósentu í heildarvökvanum...
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 00:43
by Eyvindur
Jú, það er að vissu leyti rétt, þótt hærri sykurprósenta sé ekki tilgangurinn með suðunni. Maður sýður annars vegar til að fá beiskju úr humlunum og hins vegar til að óæskileg efni gufi upp úr virtinum. En á sama tíma gufar vatn upp og þá eykst sykurmettunin vitaskuld. Þetta er hins vegar alltaf tekið með í reikninginn þegar maður gerir uppskriftir, og maður miðar alltaf við SG eftir suðu þegar sykurmagn er annars vegar. Og maður getur ekki með góðu móti soðið meira þegar þangað er komið ef OG er of lágt, því þá fara humlarnir í vitleysu, bjórinn verður miklu beiskari en hann á að vera og humlalykt og bragð minnkar eða hverfur.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 09:05
by Stulli
Það er góð hugmynd að taka flotvogssýni, kæla niður og mæla áður en suðan hefst. Ef að maður veit uppgufunina í sínu settuppi er auðvelt að reikna út hvað það þarf að sjóða lengi til þess að enda í réttu O.G. og bæta svo humlunum við á réttum tímum, frekar en að bæta suðutíma við eftir að maður er búinn að bæta humlunum útí og breyta þ.a.l. humla prófílnum í bjórnum.
Það var fyndið á ráðstefnunni hvað fólk var ekki að fatta að 1) íslenska byggið er ekki nægilega gott til möltunar og 2) ef að nota á íslensk bygg í bjór, þá þarf að malta það og 3) til þess að malta bygg þarf verksmiðju, og til þess að reka möltunarverksmiðju á sem hagkvæmnastan hátt þarf að malt MJÖG mikið í einu. Ss, það myndi ALDREI borga sig að fara út í þetta hérna á Íslandi. Ég er þeirrar trúar að aldrei segja aldrei, en, sumt er bara ekki hægt, sama hversu mikill vilji stendur að baki.
Re: Möltun á íslensku byggi
Posted: 13. May 2009 09:56
by arnilong
Þetta er nú samt skemmtilegt að prófa möltun heima hjá sér og setur meira "heima" í heimabruggið þó svo að maður endi ekki á sömu gæðavöru og með erlent malt. Ég hef gert þetta einu sinni og fannst nokkuð gaman að prófa en á aldrei eftir að gera það aftur, tók geðveikt langan tíma og ég var ekki nægilega sáttur við maltið.
Ég er samt að fíla hugmyndina um þennan alíslenska bjór. Þetta er verðugt verkefni: Íslenskt heimamaltað bygg, íslenskt hveiti, íslenskir humlar(aldraðir eða mjög lítið af þeim) og bakteríuflóru úr bakgarðinum.