Ykkar fágunarsýn á atburðum árið 2010
Posted: 5. Jan 2010 22:48
Þetta kom upp á Janúarfundinum, en réttast er að taka þetta í formlegt spjall.
Fyrst að 2010 er núna nýbyrjað, þá langar mig til þess að vita hvaða hugmyndir allir hafa fyrir Fágun árið 2010. Þetta getur innifalið t.d. sumarsambrugg úti í sveit, októberfest eða eitthvað annað sem að ykkur dettur í hug.
Allar hugmyndir eru vel þegnar, en með hverri hugmynd væri æskilegt að fá nánari lýsingu á því sem að verið er að hugsa um. Í staðinn fyrir að nefna einungis 'oktoberfest' þá væri betra að fá upplýsingar um hvar ætti að halda atburðinn, hvenær hann ætti að vera haldinn, hvort að einhverjar takmarkanir ættu að vera á atburðinum o.s.frv.
Allar hugmyndir geta tekið stefnubreytingu eftir því sem að rætt er meira um hugmyndirnar.
Til að hugmyndir drukkni ekki í einhverju spjalli, þá set ég þá reglu að hér eigi einungis að koma hugmyndir en ekki spjall. Það skal búa til nýjan þráð fyrir þær hugmyndir sem fólk vill ræða nánar. (Mögulega hægt að útbúa kork fyrir þær hugmyndir.)
Hverjar eru ykkar hugmyndir um mögulega Fágunar-atburði árið 2010?
Fyrst að 2010 er núna nýbyrjað, þá langar mig til þess að vita hvaða hugmyndir allir hafa fyrir Fágun árið 2010. Þetta getur innifalið t.d. sumarsambrugg úti í sveit, októberfest eða eitthvað annað sem að ykkur dettur í hug.
Allar hugmyndir eru vel þegnar, en með hverri hugmynd væri æskilegt að fá nánari lýsingu á því sem að verið er að hugsa um. Í staðinn fyrir að nefna einungis 'oktoberfest' þá væri betra að fá upplýsingar um hvar ætti að halda atburðinn, hvenær hann ætti að vera haldinn, hvort að einhverjar takmarkanir ættu að vera á atburðinum o.s.frv.
Allar hugmyndir geta tekið stefnubreytingu eftir því sem að rætt er meira um hugmyndirnar.
Til að hugmyndir drukkni ekki í einhverju spjalli, þá set ég þá reglu að hér eigi einungis að koma hugmyndir en ekki spjall. Það skal búa til nýjan þráð fyrir þær hugmyndir sem fólk vill ræða nánar. (Mögulega hægt að útbúa kork fyrir þær hugmyndir.)
Hverjar eru ykkar hugmyndir um mögulega Fágunar-atburði árið 2010?