Page 1 of 1
Vatnslás af
Posted: 4. Jan 2010 12:33
by BeerMeph
Minn ástkæri leigusali, sem ég fékk lánaðan vatnslás hjá, tók hann af batchinu mínu sem leið vel í secondary gerjun. Þegar ég kom heim ofan að landi nokkrum dögum seinna sá ég að hann var horfinn, keypti því nýjann.
Hversu miklar líkur á súrefnisleiðindum?
Re: Vatnslás af
Posted: 4. Jan 2010 12:41
by kristfin
það fer eftir ýmsu. var gerjun virk, var kolsýruteppi yfir vökvanum, hristi vinur þinn kútinn.
allaveg, þá er bara að skella vatnslás á og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Re: Vatnslás af
Posted: 4. Jan 2010 12:44
by Eyvindur
Þar til fyrir mjög stuttu (í bjórtíma talið) var öll gerjun opin, og reyndar eru nokkur brugghús sem nota þær aðferðir ennþá. Það er vægast sagt hæpið að nokkuð slæmt hafi gerst.
SÁEÖFÞH.
Re: Vatnslás af
Posted: 4. Jan 2010 13:01
by BeerMeph
Það kom í ljós að kerlingin hafði ekki snert á þessu - hafði hætt við að brugga sér rauðvín enda fann ég lásinn bakvið hilluna

og langlíklegast að hann hafi skotist af í gerjuninni enda var mikill gauragangur í upphafi. Þannig að það má gera ráð fyrir allt að 10 dögum án vatnsláss.
Re: Vatnslás af
Posted: 4. Jan 2010 14:12
by hrafnkell
Líklega í fínu lagi. Ég lenti í að lok flaug af gerjunarfötunni minni í sérstaklega kröftugri gerjun. Fatan var án loks í sólarhring og drulla útum allt en bjórinn er samt sem áður afar ljúffengur

Re: Vatnslás af
Posted: 4. Jan 2010 14:24
by Eyvindur
Ég var vatnslásslaus í rúman mánuð, því hann tolldi ekki í. Bjórinn stórgóður. Þetta er ekkert mál.
Eins og ég segi, opin gerjun er stunduð víða, og virkar vel.
Re: Vatnslás af
Posted: 5. Jan 2010 23:42
by Andri
set stundum bara álpappír á carboyin mín í stað vatnsláss