Page 1 of 1

Þrjár blindar mýs

Posted: 2. Jan 2010 12:58
by Eyvindur
Eins og vanalega er tilraunagleðin að drepa okkur félagana. Nú ákváðum við að gera blindandi brugg. Þetta fór þannig fram að ég, Úlfar og Árni mæltum okkur mót, og hver tók með sér 1/3 úr uppskrift (í raun litla 10l uppskrift, þar sem við ákváðum að 30l væri þægileg tala til að skipa á milli þriggja), án þess að hafa hugmynd um hvað hinir kæmu með. Reglurnar voru þær að ekki mætti sleppa neinu, og ekki bæta neinu við, en líka að gerið yrði ákveðið á staðnum, eftir því hvað væri við höndina. Það eina sem við höfðum val um var s.s. meskihitastig og humladagskráin.

Þetta er það sem við komum með:

Árni:
2.2 kg Munich
100g Crystal 100
50g Carafa special III
56g Cascade

Eyvindur:
1.5 kg Hveitimalt
500g Pilsner malt
500g CaraPils

Úlfar:
1 kg Pilsner malt
500g Maltaðir hafrar
20g Magnum humlar
50g Blóðberg

Uppskriftin sem við bjuggum til leit þá svona út:
MALT
1.5 kg Pilsner malt
2.2 kg Munich
1.5 kg Hveiti malt
500g Maltaðir hafrar
500g CaraPils
100g Crystal 100
50g Carafa special III

HUMLAR
20g Magnum (ca. 13%) í 60 mín.
56g Cascade (5.8%) í 15 mín.
56g Cascade (6.8%) í lok suðu.

25g Blóðberg í lok suðu. Við munum setja afganginn að gerjun lokinni.

Mesking hófst í 66°C og féll niður í 64°C. Í lokin hækkuðum við hitann upp í 74°C. Ég á eftir að setja þetta inn í reiknivél, þannig að ég er ekki með IBU á hreinu. Við virðumst hafa gleymt að skrifa OG niður, en ég man ekki betur en að það hafi endað í 1.050, eða þar um bil. Við enduðum með 34l í stað 30.

Við sættumst á að nota Safbrew S-33 til gerjunar, sem verður spennandi. Gerjunarhitastigið er reyndar í lægri kantinum, þannig að það er ekki víst að við fáum alla esteraflóruna sem gerið býður upp á, en þetta ætti í öllu falli að verða áhugavert.

Ég mæli með svona blindu bruggi. Þetta er stórkostleg skemmtun, og ef afraksturinn verður ódrekkandi (sem er vægast sagt hæpið) er hver aðili þó aldrei að leggja svo mikið í þetta að maður komi út í stóru tapi. Ég þykist þess allavega fullviss að þessar blindu mýs muni endurtaka leikinn, í síðasta lagi í lok ársins.

Gleðilegt ár!

Re: Þrjár blindar mýs

Posted: 2. Jan 2010 22:28
by Bjössi
heheh......skemmtilegt
mjög gaman að gera svona tilraunir, smakk í næsta mán. eða mars?

Re: Þrjár blindar mýs

Posted: 2. Jan 2010 22:52
by Eyvindur
Þykir mars líklegri, en maður veit aldrei.

Re: Þrjár blindar mýs

Posted: 1. Feb 2010 14:39
by Eyvindur
Til stóð að setja þennan á flöskur í gærkvöldi. Þá kom hins vegar í ljós að eitthvað hefur farið laglega úrskeiðis í smíðinni, en eitthvað mjög vont aukabragð var af honum. Hann endaði því í holræsakerfi Hafnarfjarðarbæjar. Sorglegur endir á spennandi tilraun, en jæja... Gengur betur næst.

Re: Þrjár blindar mýs

Posted: 1. Feb 2010 14:59
by Oli
Úff það hefur verið erfitt að hella öllu niður.... :cry:
Þú hefur ekki sett í nokkrar flöskur til að geyma og testa eftir nokkra mánuði?

Re: Þrjár blindar mýs

Posted: 1. Feb 2010 15:08
by Eyvindur
Neinei, það var ekkert svo erfitt. Við vorum jú þrír, þannig að kostnaðurinn á mann var sáralítill, og vinnan var nú bara skemmtun. Auðvitað hefði verið skemmtilegra ef þetta hefði orðið stök snilld ef þetta hefði verið gott, en maður lifir þetta af.

Og nei, við ræddum möguleikana á því að setja smávegis á flöskur og láta þroskast, en í fyrsta lagi var þetta óbragð þess eðlis að það hefði örugglega ekki þroskast burt, og svo hugsuðum við með okkur að ef svo ólíklega færi að bjórinn yrði unaður eftir nokkra mánuði (eins og ég segi, nær útilokað, en samt) hefðum við orðið svo svekktir yfir því að hafa ekki tappað öllu á flöskur að við ákváðum að niðurhelling yrði skynsamlegust.