Page 1 of 1

Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 27. Dec 2009 20:42
by kristfin
gerði þennan í fyrradag. er að bubbla á fullu með hveitivíninu og brúna porternum mínum núna.
þetta verður bjór númer 4 úr geri sem ég tók frá fyrsta porternum mínum fyrir 2 mánuðum.

ég jók magnið af munick og caramunick aðeins til að vega uppá móti litatapinu með að nota pilsner í stað pale ale grunnmalts.

Code: Select all

Style: American IPA
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25,00 L      
Boil Size: 30,64 L
Estimated OG: 1,066 SG
Estimated Color: 8,9 SRM
Estimated IBU: 86,0 IBU
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
6,50 kg       Pilsner (Weyermann) (1,7 SRM)             Grain        86,67 %       
0,60 kg       Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)            Grain        8,00 %        
0,40 kg       Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM)      Grain        5,33 %        
40,00 gm      Centennial [8,70 %]  (Dry Hop 3 days)     Hops          -            
62,32 gm      Chinook [11,50 %]  (60 min)               Hops         63,6 IBU      
41,55 gm      Centennial [8,70 %]  (15 min)             Hops         15,9 IBU      
41,55 gm      Centennial [8,70 %]  (5 min)              Hops         6,4 IBU       
0,33 tsp      Irish Moss (Boil 10,0 min)                Misc                       
2 Pkgs        Safale US-05 (DCL Yeast #US-05)           Yeast-Ale                  


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 7,50 kg
----------------------------
Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
90 min        Mash In            Add 20,00 L of water at 76,7 C      68,0 C        


Notes:
------
http://www.homebrewtalk.com/f69/bee-cave-brewery-ipa-59907/


Re: Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 5. Jan 2010 15:58
by Bjössi
þessi er all svaðalegur í IBU
er þetta drekkanlegt? :)

Re: Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 5. Jan 2010 20:52
by Eyvindur
Það er ekki fræðilegur möguleiki að gera of humlaðan bjór (nema auðvitað ef smekkurinn er þannig). Double IPA (en þetta fellur í þann flokk hvað IBU varðar, þó ekki hvað varðar OG) fer oft mjög langt yfir 100 IBU (ég hef séð uppskrift sem fór í 666 IBU), en tilfellið er það að virtirinn er orðinn mettaður alpha sýrum í 100 IBU. Allt umfram það er bara humlabragð og -angan.

Re: Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 5. Jan 2010 21:51
by kristfin
þetta verður fínt. ilmar allavega vel

Re: Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 21. Jan 2010 13:01
by kristfin
setti þennan á flöskur í gær.

mjög bragðmikill. mikið, og þá meina ég mikið, humlabragð, en maltið kemur samt í gegn í lokin.
endaði í 1012 úr 1066 sem gerir 7%.

Image

tileinka yfirstétt íslands, sem er að senda okkur fingurinn, þennan bjór

Re: Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 21. Jan 2010 13:11
by Eyvindur
Nammi... Þessi verður til smakks á næsta fundi, er það ekki öruggt mál?

Re: Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 21. Jan 2010 13:33
by kristfin
ég kem með ipa og porter næst. er mjög spenntur fyrir portnernum líka. brúnn porter, mjúkur og sællegur eins og ég

Re: Helvítis fokking fokk IPA

Posted: 21. Jan 2010 14:09
by Eyvindur
Mmm... Kannski ég komi með minn porter, sem er orðinn himneskur með aldrinum (bruggaði hann síðasta vor).