Page 1 of 2
Tri-Centennial IPA
Posted: 26. Dec 2009 22:06
by Eyvindur
Þessi uppskrift er að gera allt snælduvitlaust á Midwest spjallborðinu (
http://www.brew-wineforum.com/), þannig að mig langaði að henda henni hérna inn (ekki síst svo ég finni hana örugglega aftur þegar ég brugga hana, því hún er grafin inni í miðjunni á svakalega löngum þræði þar). Þessi uppskrift er frá góðvini mínum, Shaun, sem er einn af þeim sem hjálpaði mér mest þegar ég var að byrja, og er hálfgerð goðsögn á spjallinu þarna. Miðað við umsagnir um þennan bjór hlakka ég geysilega til að koma mér í hann.
ATH - ég breytti úr ameríska kerfinu yfir í metrakerfið, með lágmarks námundun.
Figured for 80% efficiency, OG of 1.068, IBU (enough), Abv (enough too)
4.534 gr. 2 Row
453 gr. Crystal 40L
340 gr. Munich (10L)
Single Infusion mash used, 68°C for 60 mins. Mash out used, 75°C for 10 mins. 75 min boil.
25 gr. Centennial (10 AA) 60 min
38 gr. Centennial (10AA) 20 min
64 gr. Centennial (10AA) 5 min
28 gr. Centennial leaf dry-hop - 7-10 days.
2 tsp Yeast Nutrient 15 min
Hlakka til... Þarf bara að verða mér úti um meira af Centennial...
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 26. Dec 2009 23:07
by hrafnkell
Þessi lítur vel út.
Nokkrar byrjendaspurningar þó, því mig langar einmitt að gera einhvern vel humlaðan bjór næst, og þessi virðist tilvalinn.
IPA - stendur það fyrir India Pale Ale?
2 row - Hvaða weyerman malt getur maður notað í staðinn fyrir það? Pale Ale?
Crystal, maður getur væntanlega notað caramunich II eða eitthvað svoleiðis? Hugsanlega bara aðeins minna af því?
Og hvaða ger væri hentugt í þetta?
That is all

Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 11:12
by Bjössi
Já gaman ef þú eða einhver gæti yfirfært þessa uppskrift miðavið hráefni sem fæst hjá Ölvishollti
fyrir utan að sjálfsögðu humlana. ég hef mikin áhuga á þessum eins og hrafnkell
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 12:26
by Eyvindur
Minnsta málið, strákar. Datt í hug að gera það frá upphafi, en vildi láta hana standa óbreytta - hefði auðvitað átt að láta skýringar fylgja með.
Hvað um það. IPA stendur fyrir India Pale Ale, já. Það er allt of langt mál að fara út í sögu þessa stíls (sem er í miklu uppáhaldi hjá mér), en eins og flestir vita er þetta fyrst og fremst humlaveisla.
2 row og Pale Ale er í grundvallaratriðum sama maltið.
Og já, það mætti skipta Crystal 40 út fyrir Caramunich, en auðvitað minna, þar sem Caramunich er töluvert dekkra. Ef ég kemst í það fljótlega skal ég reikna út hvernig væri best að skipta þessu, en einföld leið til þess er að slá uppskriftina óbreytta inn í reiknivél, skrifa hjá sér litinn, skipta svo kristalmaltinu út og fikta þar til maður fær svipaðan lit. Það væri örugglega ekki verra að bæta við smá Carapils á móti Caramunich, til að fá ögn meiri fyllingu.
Þennan bjór mætti í raun gerja með öllu sæmilega hlutlausu ölgeri, en til að halda vel í stílinn myndi ég nota Safale US-05. Shaun mælir með fljótandi geri sem mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að sé sama afbrigði og US-05 (allavega amerískt ölger). Ég held að það skipti aðallega máli að forðast ger sem gefur of áberandi karakter, því það gæti spillt fyrir humlaanganinni.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 12:47
by hrafnkell
Uppskriftin virðist miða við uþb 19 lítra batch og 80% efficiency. Liturinn er 8.8.
Eftir smá föndur hjá mér lítur þetta svona út:
Ég gerði ráð fyrir aðeins stærra batchi, eða um 25 lítrum og minna efficiency. uþb 200gr af humlum
Code: Select all
Recipe: Shaun's IPA
Brewer: Hrafnkell
Asst Brewer:
Style: American IPA
TYPE: Partial Mash
Taste: (35.0)
Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25.00 L
Boil Size: 29.34 L
Estimated OG: 1.066 SG
Estimated Color: 8.6 SRM
Estimated IBU: 69.7 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 75 Minutes
Ingredients:
------------
Amount Item Type % or IBU
6.77 kg Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM) Grain 90.97 %
0.47 kg Munich I (Weyermann) (7.1 SRM) Grain 6.34 %
0.20 kg Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM) Grain 2.69 %
36.84 gm Centennial [10.00 %] (Dry Hop 7 days) Hops -
32.89 gm Centennial [10.00 %] (60 min) Hops 28.7 IBU
50.00 gm Centennial [10.00 %] (20 min) Hops 26.4 IBU
84.21 gm Centennial [10.00 %] (5 min) Hops 14.6 IBU
Ég jók magnið af munich þar sem þar weyermann munich I er minna í SRM. Setti caramunich II sem crystal malt og minnkaði magnið.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 13:12
by Eyvindur
Já, það gleymdist... Amerískar uppskriftir miða undantekningalítið við 5 gallon (19l).
Ég hugsa að ég myndi ekki nota Munich í þetta. Ég myndi hafa þetta mjög einfalt, Pale Ale malt, Caramunich og smá carapils upp á fyllingu og haus. Ekki það að Munich myndi gera bjórinn eitthvað verri, en ég vil hafa þetta eins líkt upprunalegu uppskriftinni og hægt er til að smakka það, áður en ég fer að breyta einhverju. Með Munich í þessu verður maltkarakterinn mjög ólíkur upphaflegu pælingunni, held ég. Eflaust stórgóður, en þetta verður allt annar bjór.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 13:37
by Bjössi
Takk fyrir þetta kæru félagar
ég er mjög áhugasamur að gera þennan bjór, nú verð ég bara að panta þessa humla og fara að kynna mér "dry hopping" sem ég hef aldrei gert áður
en er mikill munur á bragði að "dry hopping" í 7-10 daga eða setja humla í á 0min?
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 20:07
by kristfin
bjössi, það er eins og munurinn á "dry humping" og "the real deal"

Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 20:23
by kristfin
ég var að leggja í einn svipaðan í gær. mikið af humlum og síðan verður þurrhumlað líka.
þetta er byggt á bee cave brewery ipa. ég jók aðeins við munick og caramunick þar sem ég átti ekki pale ale sem grunnmalt.
Code: Select all
Style: American IPA
TYPE: All Grain
Taste: (35,0)
Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25,00 L
Boil Size: 30,64 L
Estimated OG: 1,071 SG
Estimated Color: 8,9 SRM
Estimated IBU: 83,0 IBU
Brewhouse Efficiency: 75,00 %
Boil Time: 90 Minutes
Ingredients:
------------
Amount Item Type % or IBU
6,50 kg Pilsner (Weyermann) (1,7 SRM) Grain 86,67 %
0,60 kg Munich I (Weyermann) (7,1 SRM) Grain 8,00 %
0,40 kg Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM) Grain 5,33 %
40,00 gm Centennial [8,70 %] (Dry Hop 3 days) Hops -
62,32 gm Chinook [11,50 %] (60 min) Hops 61,5 IBU
41,55 gm Centennial [8,70 %] (15 min) Hops 15,4 IBU
41,55 gm Centennial [8,70 %] (5 min) Hops 6,2 IBU
0,33 tsp Irish Moss (Boil 10,0 min) Misc
2 Pkgs Safale US-05 (DCL Yeast #US-05) Yeast-Ale
Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Total Grain Weight: 7,50 kg
----------------------------
Single Infusion, Light Body, Batch Sparge
Step Time Name Description Step Temp
90 min Mash In Add 20,00 L of water at 76,7 C 68,0 C
Notes:
------
http://www.homebrewtalk.com/f69/bee-cave-brewery-ipa-59907/
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 27. Dec 2009 23:27
by Bjössi
heheh...góður
tel mig skilja muninn
en hvaða síðu er notuð til að panta Centennial
sé að midvest sendir ekki til islands
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 28. Dec 2009 11:24
by kristfin
ég hef keypt humla af hopsdirect.com og látið senda á einhverja bandaríkjafara
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 28. Dec 2009 12:30
by Eyvindur
Ert þú ekki að fara til BNA, Kristfin? Það er rétt vika í að útsalan á Hopsdirect klárist...

Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 18. Jan 2010 10:39
by kalli
Hrafnkell,
Varstu búinn að prófa þessa uppskrift og varstu ánægður með hana? Ég ætla að leggja í mína fyrstu lögn og er að spá í að nota þetta.
Centennial humlarnir sem eru í uppskriftinni, hvar fæ ég þá eða hvað get ég notað í staðinn?
Við hvaða hitastig á gerjun að fara fram?
hrafnkell wrote:Uppskriftin virðist miða við uþb 19 lítra batch og 80% efficiency. Liturinn er 8.8.
Eftir smá föndur hjá mér lítur þetta svona út:
Ég gerði ráð fyrir aðeins stærra batchi, eða um 25 lítrum og minna efficiency. uþb 200gr af humlum
Code: Select all
Recipe: Shaun's IPA
Brewer: Hrafnkell
Asst Brewer:
Style: American IPA
TYPE: Partial Mash
Taste: (35.0)
Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25.00 L
Boil Size: 29.34 L
Estimated OG: 1.066 SG
Estimated Color: 8.6 SRM
Estimated IBU: 69.7 IBU
Brewhouse Efficiency: 70.00 %
Boil Time: 75 Minutes
Ingredients:
------------
Amount Item Type % or IBU
6.77 kg Pale Malt (Weyermann) (3.3 SRM) Grain 90.97 %
0.47 kg Munich I (Weyermann) (7.1 SRM) Grain 6.34 %
0.20 kg Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM) Grain 2.69 %
36.84 gm Centennial [10.00 %] (Dry Hop 7 days) Hops -
32.89 gm Centennial [10.00 %] (60 min) Hops 28.7 IBU
50.00 gm Centennial [10.00 %] (20 min) Hops 26.4 IBU
84.21 gm Centennial [10.00 %] (5 min) Hops 14.6 IBU
Ég jók magnið af munich þar sem þar weyermann munich I er minna í SRM. Setti caramunich II sem crystal malt og minnkaði magnið.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 18. Jan 2010 10:57
by Eyvindur
Lítur mjög vel út.
Ég er ekki búinn að komast í þetta, þar sem ég er enn að bíða eftir humlunum. Þú getur skipt Centennial út fyrir Cascade, en það verður samt allt annar bjór. Bæði afbrigði eru með sítruselement og þetta er af svipuðu meiði, en Centennial eru hreinni og beiskari. Annars þyrftirðu bara að panta Centennial að utan (
http://www.hopsdirect.com er fín síða). Athugaðu bara ef þú skiptir þessu út að gera ráð fyrir því að þurfa miklu miklu meira af Cascade en þú þyrftir af Centennial (gæti orðið býsna dýrt ef þú kaupir humlana frá ÖB).
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 18. Jan 2010 11:20
by hrafnkell
Ég er ekki búinn að þessum - ég er að bíða eftir humlunum. Koma vonandi í þessari viku.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 18. Jan 2010 15:05
by kalli
Hversu miklu meira þarf ég af Cascade? Heildarmagnið af Centenniel er 180g. Erum við að tala um 50% aukningu?
Ef ég panta Centennial, panta ég lauf eða pillur?
Ég verð að lifa með að uppskriftin sé orðin ansi breytt. Tek sénsinn á að það komi eitthvað gott út úr því samt.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 18. Jan 2010 15:22
by Eyvindur
Þetta fer bara eftir alphasýru prósentunni... Hún getur verið mjög misjöfn í Cascade. Ég hef séð hana frá 5% og upp í rúmlega 7%... Þú þyrftir að vita prósentuna í humlunum og nota svo reiknivél til að umreikna.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 22. Jan 2010 15:15
by Bjössi
Eyvindur:
Jæja stutt í humlana, eg pantaði líka í þessari hóppöntun til að geta gert þessa uppskrift, varstu eitthvað búinn að setja upp í beersmith? ef svo endilega smelltu henni hér inn, ég var að spá í að nota þína svo óbreytta og bítta svo á flösku eða tveim,

Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 22. Jan 2010 16:27
by hrafnkell
Eg pantadi mer einmitt centennial til ad gera thessa. Geri rad fyrir ad gera thad thegar gerjun klarast a seinustu logn.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 22. Jan 2010 17:38
by Eyvindur
Grunar mjög sterklega að þessi verði næstur hjá mér líka... Um leið og ég get losað fötu.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 22. Jan 2010 18:26
by arnilong
Stefnir í einn mánudagsfund þar sem allir mæta með þennan.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 22. Jan 2010 20:26
by hrafnkell
Já, það verður þá bara gaman að bera þá saman

"Hver á besta tricentennial ipa?!"
Ég fer líklega eftir uppskriftinni sem ég aðlagaði hérna á blaðsíðu 1 allavega.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 26. Jan 2010 11:01
by Bjössi
þennan mun ég leggja í um leið og humlar koma í hús
en ég mun tóna hann eitthvað niður í IBU, sennilega niður í kringum 30 IBU
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 26. Jan 2010 11:21
by Eyvindur
Ef þú ferð með hann niður í 30 IBU ertu að gera allt annan bjór, og svo sannarlega ekki IPA. Ég myndi þá skoða að nota einhverja aðra uppskrift, til dæmis brúðkaupsölið, með Centennial, þar sem kornsamsetningin í þessum bjór er hönnuð fyrir IPA, og það gæti orðið ójafnvægi ef þú notar það með svo litlum humlum.
Re: Tri-Centennial IPA
Posted: 26. Jan 2010 11:30
by Bjössi
Hmmm...þú segir nokkuð, nú er ég tvístígandi
þetta er bjór upp á 70IBU er ekki viss hvernig mér yfir höfuð finns gott svona hátt IBU