Page 1 of 1

Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 13:25
by nIceguy
Sælir enn og aftur, nú er ég búsettur í DK en hygg að flytja heim eftir ár. ÉG vildi því gjarnan geta bruggað áfram. Hverjir eru möguleikar heima á klakanum? Er eitthvað hægt að nálgast hráefni heima? Hef eitthvað heyrt um malt frá Ölvisholti en annað ekki? Hvernig er með Ámuna, er eitthvað hægt að kaupa þar af græjum eða hráefnum?

Ég er einnig að smíða upplýsingasíðu um bjór á Íslandi almennt og þar undir heimabrugg. Það væri mér sönn ánægja ef menn gætu bent mér á alla möguleika varðandi heimabruggun, bæði til að aðstoða mig þegar ég flyt heim en einnig til að setja undir síðuna mína.

Kær kveðja

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 13:57
by Stulli
Það er því miður ekki úr miklu að moða fyrir þetta áhugamál hér heima. Ölvisholtsmenn eru búnir að ákveða að selja heimabruggurum hráefni og eitt af markmiðum FÁGun er að þrýsta á innflytjendur að flytja inn almennileg hráefni og tæki.

Allir sem að ég veit af hafa bara verið að panta frá útlöndum og hafa bara sætt sig við að borga himinhá póstburðargjöld og toll o.s.frv. Sjálfur ferðast ég svo mikið að kem alltaf með byrgðir með mér heim.

Vonandi mun þetta allt fara að skána hérna á næstunni :skal:

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 14:26
by Eyvindur
Já, það er því miður þannig enn að við verðum að panta að utan, en þetta fer víst allt að gerast hjá Ölvisholti á næstunni (hvernig er það, voru ekki einhverjir í sambandi við þá? Er nokkuð að frétta?). Hvað tækin varðar fæst nú allt það nauðsynlegasta hérna heima. Væri reyndar næs að fá refractometer og kútagræjur, en við verðum víst bara að bíta í það súra... Svo hafa þeir hjá Ámunni nú talað um það í þónokkurn tíma að þeir stefni á að flytja inn eitthvað extract dót (með humlum og tilheyrandi, semsagt), en ég hef ekkert heyrt hvernig það stendur. Krissi getur kannski frætt okkur betur um það...

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 14:35
by Oli
Þeir í Ölvisholti ætla að selja okkur malt og humla. Jón ætlaði að útbúa verðskrá og senda á okkur svo við gætum lagt inn pantanir. Það hefur eitthvað dregist hjá honum, greinilega mikið að gera sem er gott mál. Vonum að hann fari að koma þessari verðskrá út, mig er farið að klæja í bruggfingurna. :thumbsup:

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 14:53
by Andri
Vonandi gerist það bráðlega :)

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 15:15
by Oli
Var að fá póst frá Ölvisholti, þeir segjast ætla að klára verðlistann í dag. Hann liggur þá vonandi fyrir á morgun ef allt gengur eftir! Þá getur maður loks hellt sér út í all grain :beer:

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 15:20
by Hjalti
Sama hér.... Ætla bara að redda mér potti þá og þá er ég good to go í All grain... Er búinn að sanka að mér öllu hinu sem mig mun vanta í þetta.

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 15:28
by halldor
Oli wrote:Var að fá póst frá Ölvisholti, þeir segjast ætla að klára verðlistann í dag. Hann liggur þá vonandi fyrir á morgun ef allt gengur eftir! Þá getur maður loks hellt sér út í all grain :beer:
Geeeeeeeggjað... maður er búinn að spara sig ansi lengi fyrir þennan dag :)

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 15:52
by Eyvindur
Þetta eru frábærar fréttir. Eitthvað segir mér að með sumrinu getum við látið bjórskipti verða að veruleika, og smakkað kynstrin öll af ólíkum, heimagerðum (og eflaust ljúffengum) bjórum hver frá öðrum! Yndisleg, þessi veröld.

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 15:55
by nIceguy
Erum við þá að tala um eitthvað úrval? Mismunandi humla eða bara það sem þeir eru að nota?

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 16:11
by Oli
Við sjáum hvað þeir bjóða upp á þegar verðskráin kemur.

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 16:16
by Eyvindur
Mér skilst að þeir verði með mjög gott úrval. Úlfar spjallaði við Valgeir og heyrðist á honum að þeir yrðu með eitthvað meira en bara það sem þeir eru að nota, en við vitum auðvitað ekkert fyrr en við sjáum listann.

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 16:31
by nIceguy
HEhehe sko það veltur á þessu hvort ég nenni að flytja heim aftur. Get ekki búið heima ef ég get ekki bruggað. :shock:

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 16:38
by Eyvindur
Þú getur bruggað, það er alveg ljóst. Úrvalið verður nú aldrei það lítið hjá þeim. Það er nokkuð sársaukalítið að panta einhverja humla, ger og jafnvel eitthvað specialty grain að utan ef maður getur fengið það helsta hér. Innflutningsgjöldin eru sáralítil á þessu, þar sem þetta flokkast sem matvæli, og þetta er allt mjög létt. Ég verð bara himinlifandi yfir því að geta keypt það helsta hér, þótt maður eigi vafalítið eftir að flytja inn eitthvað áfram (ger, í öllu falli).

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 16:43
by Oli
Sammála Eyvindi, við tökum svo bara góðar hóppantanir á það sem ekki fæst hér.

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 18:00
by Stulli
Nákvæmlega, bara það að þurfa ekki að flytja inn base malt sjálfur ætti að spara mann pening og tíma.

Re: Hráefni/græjur?

Posted: 12. May 2009 18:11
by Eyvindur
Bara flutningskostnaður á grunnmaltið er svo mikill að maður er að borga ca. þrefalt verð fyrir það. Fyrir humla er maður aftur á móti að borga frekar lítið, í samanburði.