Page 1 of 1
Einskonar Kölsch
Posted: 20. Dec 2009 11:34
by Eyvindur
Við Úlfar tókum okkur til og lögðum í Kölsch í gærkvöldi. Uppskriftin var afar einföld, en Úlfari tókst samt að klúðra henni. Samt ekki mjög illa.
Uppskriftin átti að vera svona:
(50 lítrar)
9 kg Pilsner malt
0.5 kg Munich malt
110 gr Spalt humlar í 60 mín.
Hugmyndin var að skipta svo í tvennt eftir meskingu og gera tilraun með að nota bara beiskjuhumla í annan skammtinn og bara first-wort humla í hinn. Það sem fór í meskikerið var hins vegar þetta:
9 kg Pilsner malt
0.5 kg CaraMunich malt
Sem breytti þessu ofurlítið og við kýldum á öðruvísi tilraun, þar sem þetta er ekki lengur alveg hefðbundinn Kölsch (aldrei notað kristalmalt í slíkt). Í staðinn notuðum við 130 gr af humlunum, settum smá í FWH, en suðum bara eina suðu. Skiptum svo í tvennt og notuðum sitthvort gerið: US-05 og K-97. Sem er alveg jafn áhugaverð tilraun.
Endanleg uppskrift er þá semsagt:
9 kg pilsner
0.5 kg CaraMunich
130 gr Spalt (ca. 1/3 í first-wort - mældum það ekki - restin í 60 mín).
Ætti að koma vel út.
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 20. Dec 2009 19:50
by Idle
Áhugavert. Beiskjan ætti a. m. k. að láta segja til sín að svoliltu leyti. Hvaða OG fenguð þið út úr þessu, og að hvaða FG er stefnt að?
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 20. Dec 2009 20:25
by Eyvindur
Ég er búinn að gleyma OG (bjór var hafður um hönd), en minnir að það hafi verið eitthvað upp úr 1.050. Upphaflega var hugmyndin að komast niður fyrir 1.010 (1.008-9). Við sjáum hvort það hefst. Þetta á að vera þurr og hressandi bjór.
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 13. Jan 2010 10:05
by Eyvindur
Jæja, helmingurinn er kominn í lageringu (hinn er enn að berjast í gerjun - svakalegur munur á geri). Við smökkuðum þann sem var gerjaður með US-05, um leið og við fleyttum yfir á aðra fötu til að henda í ísskápinn. Ég held að þetta gæti mögulega orðið besti bjór sem ég hef komið nálægt. Nú þegar er hann ótrúlega crisp og góður, og lageringin er enn eftir. Og miðað við hvað þetta er rosalega einföld uppskrift er bragðið merkilega mikið og margslungið. Það er eitthvað einstakt jafnvægi á milli korns, gers og humla sem er hreint út sagt himneskt. Það verður erfitt að bíða eftir að hann lagerist (og það er klárt að ég þarf að leggja í annan kölsch hið fyrsta, því þessi á eftir að fara hratt).
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 13. Jan 2010 11:12
by hrafnkell
Þessi er skemmtilega einfaldur - ég var einmitt að panta mér korn í gær og það gæti verið spennandi að henda í eitthvað líkt þessu á næstunni. Hvaða humla getur maður notað sem staðgengil fyrir spalt?
Edit: Never mind, googlaði það:
Medium intensity and pleasant hoppy qualities. Medium-strong aroma with wild American tones. Best substitutions are for Tettnanger and Saaz. Beer styles: German Lagers.
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 13. Jan 2010 11:24
by kristfin
drottinn var í einstaklega góðu skapi þegar hann datt niður á kölshinn.
ég var að panta mér kölsh ger að utan. verður gaman að sjá hvort það sé mikill munur þar á.
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 13. Jan 2010 11:28
by Eyvindur
Heyrðu já, verður hægt að falast eftir Kölsch geri úr bankanum þegar þar að kemur?
Hrafnkell: Ertu með kuldaaðstöðu fyrir Kölsch? Ertu með gerjunarhitastigið á hreinu?
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 13. Jan 2010 12:08
by hrafnkell
Nei, reyndar engin slík aðstaða eins og er... Þetta verður hugsanlega að bíða betri tíma

Re: Einskonar Kölsch
Posted: 13. Jan 2010 12:30
by Eyvindur
Kölsch er millistig á milli öls og lagers. Hann er gerjaður með ölgeri við mjög lágt hitastig (oftast 16°C), og svo lageraður. Ég held að gerið gæti orðið allt of afgerandi ef ekki er passað mjög vel upp á hitastigið.
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 14. Jan 2010 15:14
by kristfin
Eyvindur wrote:Heyrðu já, verður hægt að falast eftir Kölsch geri úr bankanum þegar þar að kemur?
til þess er nú leikurinn gerður
Re: Einskonar Kölsch
Posted: 14. Jan 2010 15:48
by Eyvindur
Æðislegt.
Þessi er núna búinn að vera í lageringu í tvo daga, við 1°C. Ég hef ekki átt jafn erfitt með að bíða eftir bjór síðan ég gerði fyrsta skammtinn minn...