Page 1 of 1

Brúðkaupsbjór breytt

Posted: 19. Dec 2009 12:48
by Bjössi
Er að fara að leggja í þennan á morgun

Ingredients

Amount Item Type % or IBU
3,50 kg Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM) Grain 61,40 %
1,50 kg Munich Malt (9,0 SRM) Grain 26,32 %
0,35 kg Caraaroma (130,0 SRM) Grain 6,14 %
0,35 kg Caramunich II (Weyermann) (63,0 SRM) Grain 6,14 %
25,00 gm Goldings, East Kent [5,00 %] (60 min) Hops 11,9 IBU
25,00 gm Cascade [5,50 %] (1 min) Hops 0,6 IBU
0,33 tsp Irish Moss (Boil 3,0 min) Misc

Hef ekki prófað Caramunich II áður, en mér skilst að sé notaður í Móra sem er algjörlega uppáhalds bjórinn minn, hvað ætli Móri sé í IBU?
komment eru vel þegin,

Annars var ég að taka mælingu á hveitibjórnum mínum sem er búinn að vera í gerjun í 14 daga og enn að búbbla
OG 1.052
fG 1.002 eða 4 sem er mjög/undarlega lágt, er þetta eðlilegt að mælist svo lágt?

Re: Brúðkaupsbjór breytt

Posted: 19. Dec 2009 13:24
by Eyvindur
Þessi uppskrift lítur ágætlega út, en ef þú ert að hugsa um að gera eitthvað í ætt við rauðöl mæli ég með því að nota minna kristalmalt og nota frekar smá Carafa Special III (eða sambærilegt, svart malt) til að fá litinn.

Hvert var meskihitastigið hjá þér í þessum hveitibjór? Ef hann er enn að búbbla og stefnir enn neðar er möguleiki að hér sé sýking á ferð. Smakkaðirðu flotvogarsýnið?

Re: Brúðkaupsbjór breytt

Posted: 19. Dec 2009 13:31
by Bjössi
Góður punktur

Já smakkaði og bragðast bara mjög vel, meskjaði við 66-67°C og gerjaði í 17-18°C og síðustu dagan 20°C
eg notaði tvö bréf af geri, í þessa lögn, kannski það sé ástæða fyrir svona lagri mælingu

Re: Brúðkaupsbjór breytt

Posted: 19. Dec 2009 14:15
by Eyvindur
Germagnið ætti ekki að hafa svona mikil áhrif. Mér finnst þetta ansi lág mæling miðað við þetta meskihitastig. Ertu búinn að athuga hvort hitamælirinn og flotvogin séu hvort tveggja í lagi?

Allavega, ef bragðið er gott er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Passaðu bara að tryggja að gerjunin sé alveg búin áður en þú tappar á, til að koma í veg fyrir sprengingar.