Page 1 of 1
byrjandi í vandræðum
Posted: 19. Dec 2009 00:40
by aromat
Hæ ég er að brugga pilsner bjór keyptan í Ámunni. Samkvæmt leiðbeiningum á ég að leyfa bjórnum að gerjast í 5-7 daga, eða þangað til að sykurmæling sýnir sömu tölu í tvo daga. Ætti að vera 1010-1005. Nú er þetta búið að vera útí skúr í 7 sólarhringa og mælingin sýnir rúmlega 1020. Reyndar er skúrinn kominn í cirka 10 gráður celsius, ef það skiptir máli. Spurning hvort ég eigi að byrja að fleyta honum á flöskur eða að bíða lengur. Ég vona að ég sé að lesa á mælinn rétt. Annað sem ég var að velta fyrir mér var af hverju stendur 23 lítrar af blandi á dollunni en 25 hjá Ámunni. Skiptir það máli. Ég hafði það 25. Ég yrði mjög þakklátur fyrir smá aðstoð!
Fyrirfram þökk,
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 19. Dec 2009 00:50
by Oli
Sæll, gefðu þessu meiri tíma í gerjun, kannski viku í viðbót. Reyndu að hækka hitastigið upp í ca 17 °c og haltu því stöðugu. Mér þykir líklegt að þú sért með ölger í þessu en ekki lager ger eins og á að nota í pilsner, ölger gerjast við hærra hitastig.
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 19. Dec 2009 01:18
by aromat
Takk fyrir skjót svör. En á pilsner ekki að vera svipaður og lagerinn þegar kemur að þessu. Er ég þá að fá rangar upplýsingar hjá Ámunni. Þeir segja líka að pilsner og lager eigi að gerjast við lægra hitastig (10 -18). Ég get alltaf tekið þetta inn úr skúrnum í stofuhita og séð hvað gerist þá. En má sem sagt alls ekki fleyta á flöskur fyrr en þetta er komið í rétta sykurmælingu.
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 19. Dec 2009 01:27
by Eyvindur
Pilsner er lagerbjór, það er rétt. Hins vegar er yfirleitt alltaf ölger með þessum dósasettum. Ámumenn eru ekki miklir sérfræðingar um bjórgerð, því miður. Þú getur hins vegar beðið lengur í þessu hitastigi og séð hvað gerist. Þolinmæði er dyggð, og ef gerið þolir þetta gæti bjórinn orðið betri.
Þegar maltþykkni er annarsvegar borgar sig að bíða eftir réttri mælingu, því það er nokkuð bókað að bjórinn endar þar, og ef þú tappar of snemma geturðu bókað að flöskurnar springa.
Vertu þolinmóður. Og skiptu yfir í all grain eða eitthvað annað en þessar dósir.
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 19. Dec 2009 01:54
by aromat
Einhvers staðar verður maður að byrja. En ef ekki er treystandi því sem Áman setur á blað er spurning hvort sykurmælingin eigi yfirleitt að vera 1010-1005. Er ekki hinsvegar mun dýrara að fara í all grain. Er maður þá ekki farinn að brugga from scratch.
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 19. Dec 2009 08:44
by halldor
aromat wrote:Einhvers staðar verður maður að byrja. En ef ekki er treystandi því sem Áman setur á blað er spurning hvort sykurmælingin eigi yfirleitt að vera 1010-1005. Er ekki hinsvegar mun dýrara að fara í all grain. Er maður þá ekki farinn að brugga from scratch.
1010-1005 hljómar sennilegt.
Ég las reyndar einhverstaðar á netinu, áður en ég bruggaði minn fyrsta Coopers bjór, að það fyrsta sem maður ætti að gera þegar maður ætlaði að gera svona bjór væri að finna leiðbeiningarnar og henda þeim. Ég fylgdi þessu og sé ekki eftir því. Þessar leiðbeiningar eru svo rosalega vitlausar oft að það er asnalegt. Þær leitast við að láta þetta virka auðvelt og fljótlegt í stað þess að leggja áherslu á gæði bjórsins.
Startkostnaður við all grain er meiri. Það er þó hægt að halda honum í lágmarki. Jú þá er maður að brugga from scratch.
Ef þú ætlar að halda þig við Coopers kittin þá mæli ég með því að þú notir tvær dollur næst og sleppir sykrinum. Þú getur einnig prófað að kaupa þér eitthvað sniðugt ger að utan til að fá meiri karakter í bjórinn þegar það á við.
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 19. Dec 2009 13:20
by Eyvindur
Jú, eins og Halldór segir er startkostnaðurinn einhver, en þó ekki gríðarlegur. Þú þyrftir pott og einhvers konar meskiker (fata með svefnpoka utan um, krana neðst og barka utan af klósettslöngu virkar mjög vel, og kostar sáralítið). Góður hitamælir er líka nauðsynlegur. Annað ættirðu að eiga fyrir.
Á hinn bóginn er efniskostnaðurinn svipaður eða jafnvel minni (fer auðvitað svolítið eftir uppskriftum), og útkoman er ekki einu sinni í sama sólkerfi. Startkostnaðurinn borgar sig upp á mjög skömmum tíma.
Þú skalt allavega ekki búast við of miklu af Coopers settinu. Ég þekki engan sem hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum með þau.
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 20. Dec 2009 00:04
by Bjössi
Eg byrjaði á svona setti,fór svo á mánudagfund og smakkaði all grain hjá Idle og öðrum og þá var ekki aftur snúið
burt se frá kostnaði er all grain málið, nærð að gera mjog góða bjóra og hefur stjórn á flestu, en með dósum hefurðu mjög litla stjórn á bruggun
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 20. Dec 2009 02:51
by dax
Eyvindur wrote:Þú skalt allavega ekki búast við of miklu af Coopers settinu. Ég þekki engan sem hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum með þau.
Hárrétt hjá þér Eyvindur! Coopers settið sem ég prófaði í júlí á ekki sjens í neinn af All Grain bjórunum sem ég er búinn að brugga síðan þá!
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 20. Dec 2009 09:37
by hrafnkell
Við félagarnir byrjuðum á 3x coopers kittum. Núna er maður að reyna að svæla þessum andskota í sig.
Fyrstu 2 all grain fara á flöskur á morgun eða hinn, ég er mjög spenntur að smakka þá.
Re: byrjandi í vandræðum
Posted: 20. Dec 2009 12:10
by kristfin
ég hefi tekið eftir því að coopers bjórkittin endast miklu lengur.
ég er búinn að fara í gegnum svona 10 all grain laganir, en ég á ennþá eftir helling af fyrsta cooper bjórnum mínum. búinn að drekka síðan svona 6 all grain laganir. en þessi cooper bara endist og endist