Page 1 of 1
Súkkulaði í bjór?
Posted: 12. May 2009 13:19
by nIceguy
Sælir, mig langar til að bera undir ykkur súkkulaði og bjór. Þ.e.a.s. hvernig er best að ná fram súkkulaðikeim í bjórinn? Ég er sko enn í extractinu! Ég veit að það má fá ögn súkkulaði með maltinu en mig langar að BÆTA við súkkulaði. Er þá best að sjóða kakóbaunir með? (ef það er þá til yfirhöfuð), bæta kakódufti út í suðuna/secondary gerjun? Bræða súkkulaði og skella í suðuna/secondary? WHAT? Er að plana Russian Imperial Stout en mig langar í meiri súkkulaðikeim en vant er.
kv
Freyr
Re: Súkkulaði í bjór?
Posted: 12. May 2009 13:23
by Eyvindur
Það er hægt að gera það á mjög marga mismunandi vegu. Ég hef soðið kakó, og það kom mikið súkkulaðibragð af því, en reyndar losnaði einhver fita úr því og bjórinn varð algjörlega hauslaus. Ef þú ætlar að setja kakó skaltu reyna að passa að það sé algjörlega fitulaust.
Ég held að það sé best að sjóða kakó með sírópinu. Ef þú vilt síður fá beiskt súkkulaðibragð er síðan gott að setja 1-2 vanillustangir út í secondary, og leggja þær þá fyrst í vodka eða viský (eða romm eða bara eitthvað sterkt áfengi) í ca. viku á undan, hella svo öllu draslinu út í. Vanillan magnar súkkulaðibragðið og gefur pínulítinn, sætan keim.
Gæti skrifað mun lengri ritgerð um þetta, og grafið upp grein fyrir þig, en hef ekki tíma akkúrat núna. Reyni að komast í það síðar.
Re: Súkkulaði í bjór?
Posted: 12. May 2009 13:26
by nIceguy
Kærar þakkir, mátt endilega koma með HEILA GREIN hehehe!
Re: Súkkulaði í bjór?
Posted: 12. May 2009 14:06
by Stulli
Sjálfur hef ég ekki enn sett súkkulaði útí bjórinn minn, en hef lesið eithvað um það. Styð það að nota ósætt súkkulaði duft eða nokkuð sem að kallast cacao nibs. Cacao nibs eru ss þurrkaðar og gerjaðar kakóbaunir (ójá, súkkulaði er líka gerjað

) sem að er búið að mylja gróft. 180-200 grömm í 20L secondary ætti að virka, bara passa að leyfa bjórnum að vera ekki lengur en 4 vikur með þessi cacao nibs. Hef ss ekki prófað þetta sjálfur, en hef góðar heimildir fyrir ágæti þess. Einnig sammála Eyvindi um að bæta vanillu á einn eða annan hátt í, efnið vanillin er mikilvægt element í "súkkulaði" prófílnum.