Page 1 of 1

Að koma með heimabrugg til landsins?

Posted: 16. Dec 2009 15:06
by Braumeister
Var að spá í að taka nokkrar flöskur af heimabruggi með mér þegar ég kem heim um jólin.

Hvað ætli tollararnir segi um ómerktar, brúnar, hálfslítra glerflöskur með litskrúðugum töppum?

Re: Að koma með heimabrugg til landsins?

Posted: 16. Dec 2009 15:19
by BeerMeph
Braumeister wrote:Var að spá í að taka nokkrar flöskur af heimabruggi með mér þegar ég kem heim um jólin.

Hvað ætli tollararnir segi um ómerktar, brúnar, hálfslítra glerflöskur með litskrúðugum töppum?
Veit ekki með reglur varðandi þetta en þar sem ég þekki einn fyrrverandi tollvörð þá líklega gera þeir þetta allt upptækt ef þeir finna þetta, því þeir munu alveg pottþétt halda að þetta gæti verið eitthvað allt annað en bjór hvað sem þú segir þeim :) - þeir eru mjög þrjóskir.
Ég myndi hringja í tollarana og láta þá vita að þú sért að koma með þetta - þá kannski sleppuru við að þetta verði gert upptækt ef þeir finna þetta.

Re: Að koma með heimabrugg til landsins?

Posted: 16. Dec 2009 15:57
by Öli
Settu miða (með alc. innihaldi) á flöskurnar og segðu að þetta sé frá microbrewery útí sveit.

Ef þeir trúa þér ekki, þá geta þeir tekið þetta og sett þetta í rannsókn og skilað þeim svo þegar þær niðurstöður liggja fyrir.

Re: Að koma með heimabrugg til landsins?

Posted: 16. Dec 2009 16:24
by hrafnkell
Öli wrote:Settu miða (með alc. innihaldi) á flöskurnar og segðu að þetta sé frá microbrewery útí sveit.

Ef þeir trúa þér ekki, þá geta þeir tekið þetta og sett þetta í rannsókn og skilað þeim svo þegar þær niðurstöður liggja fyrir.
Eftir að þeir eru búnir að opna allar flöskurnar :)


Ég er ekki viss um að þetta sé erfiðisins virði..

Re: Að koma með heimabrugg til landsins?

Posted: 16. Dec 2009 20:57
by Braumeister
já, sennilega er þetta hin fullkomna uppskrift að veseni...

Re: Að koma með heimabrugg til landsins?

Posted: 17. Dec 2009 11:13
by Eyvindur
Bjórmiðar ættu nú samt að hjálpa þér töluvert. Jafnvel einhverjir staðlaðir úr homebrew búð - bara að það sé eins augljóst og hægt er að þetta sé bjór. Þá sleppa þeir þér örugglega í gegn án þess að vera að skoða þetta eitthvað sérstaklega, fyrir utan magnið. Allavega veit ég ekki til þess að neinn hafi lent í veseni fyrir að koma með óvenjulegan bjór heim...

Re: Að koma með heimabrugg til landsins?

Posted: 18. Dec 2009 11:47
by Öli
Kunningi minn kom einusinni með flösku heim frá Kína.

Einu táknin sem hægt var að skilja á henni var "40%". Allt hitt voru kínversk tákn og það var sko ekki skortur á þeim. Sumsé ekki sjéns að komast að því hvað var í flöskunni og að hans sögn lyktaði þetta eins og hland. Tollararnir hleyptu honum þó í gegn með þetta.

Þannig að eins og Eyvindur sagði þá ættu miðarnir að hjálpa töluvert. Ég hefði haldið að þú værir í það minnsta ekki að brjóta nein lög eða reglur.