Page 1 of 1
Atli
Posted: 15. Dec 2009 20:59
by atlipall
Daginn
Búinn að vera að sjúga upp fróðleik af þessari síðu í nokkra mánuði og ákvað að nú væri kominn tími til að vera með
Byrjaði á algrain bruggun fyrir stuttu og búinn að gera nokkrar litlar lagnir, 3-4L með misgóðuð árangri. En ég er allveg forfallinn og ómögulegur ef ég næ ekki einu bruggi á viku. Ástæðan fyrir þessum ltilu lögnum er að þær krefjast ekki mikils tíma né búnaðar og hægt að prófa ýmislegt með ltilum tilkostnaði.
Skál!
Re: Atli
Posted: 15. Dec 2009 21:16
by halldor
Til hamingju með notendanafnið
Nú er bara málið að fara að skala lagnirnar upp er það ekki

Re: Atli
Posted: 15. Dec 2009 21:36
by Bjössi
Velkominn í samfélag okkar
nú er bara að mæta á mánudagfund með og í smakk

Re: Atli
Posted: 15. Dec 2009 22:35
by Andri
Velkominn, hversu miklum tíma ertu að eyða í eina svona míkró.. nanó... píkó bruggun?
Re: Atli
Posted: 15. Dec 2009 22:46
by atlipall
Takk piltar.
Það fara nú allveg 3 tíma í svona sem er kanski hellingur fyrir lítið af öli. En ég get dundað við það í eldhúsinu og horft á sjónvarp eða eitthvað annað á meðan ég bíð eftir suðu/meskingu/kælingu. Þurfit ekkert að kaupa nema flotvog, gerjunarílát og efni í poka til að nota við meksingu, þannig að þetta er nánast kostnaðarlaust start.
En er að velta fyrir mér græjum til að geta skalað upp

Re: Atli
Posted: 15. Dec 2009 23:00
by atlipall
... að því sögðu þá hafa þessar litlu lagnir ekkert verið að koma alltof vel út, hvort sem það er að kenna vankunnáttu, magni, hráefni eða hverju. Einvherjir sem hafa prófað að brugga svona piko bötch?
Re: Atli
Posted: 15. Dec 2009 23:13
by Eyvindur
Hef ekki prófað slíkt, nei.
Gætirðu e.t.v. lýst prósessnum aðeins, þannig að við getum kannski bent þér á eitthvað sem mætti betur fara.
Re: Atli
Posted: 16. Dec 2009 09:21
by Oli
Velkominn
Já endilega segðu okkur hvernig aðferðin er hjá þér, spurning um að þú setjir þráð í "hvað er verið að brugga" og lýsir þessu.
Ertu búinn að setja upp forrit eins og beersmith eða beertools til að hjálpa þér?
Minnsti skammtur sem ég hef gert er 15 lítrar...
Re: Atli
Posted: 16. Dec 2009 09:52
by ElliV
Sæll
Ég hef verið að gera litlar laganir 5-10 lítra. Svona á meðan maður er að fá tilfinningu fyrir þessu.
Nota BIAB aðferðina og útkoman hefur verið nokkuð góð.
Komst fljótt að því að þegar maður síður svona lítið magn af virt verður hlutfallslega mikil uppgufun og hætta á að vera undir áætluðu magni (hægt að bæta það upp með vatni ef OG er hátt)
Meski í pottinum svo ekkert mál er að hafa hann inní volgum bakarofni og halda stöðugu hitastigi.
Maður getur einmitt verið að gera eitthvað annað á meðan þar sem þetta er svo lítið umstang
(fer t.d með hundinn í göngutúr á meðan potturinn er í ofninum)
Flest sem maður notar fer bara í uppþvottavélina á eftir og lágmarks tími fer í þrif.
Það er alveg hægt að gera góðan bjór í svona nano græjum, svo haltu bara áfram því maður lærir mest á
mistökunum við síðust lögun.
Re: Atli
Posted: 16. Dec 2009 11:21
by Eyvindur
Já, ég held að þetta sé ekkert vitlaust. Margir stunda þetta, ekki síst þeir sem vilja brugga sem oftast en eiga erfitt með að koma bjórnum í lóg ef þeir gera heilar lagnir. Þetta hefur ekki verið vandamál hjá mér, þannig að ég held mig við stóru skammtana (auk þess sem frúin myndi slátra mér ef ég bruggaði í eldhúsinu), en ég styð litla skammta heilshugar. Líka fínt til að komast inn í þetta án þess að þurfa að kaupa neinar sérstakar græjur.
Re: Atli
Posted: 16. Dec 2009 13:00
by atlipall
Við höfum einmitt meskjað í poka í pottinum og bara vafið honum inn í teppi þannig að hitastigið hefur fallið töluvert, prófa að skutla pottionum í volgann ofn næst, kanski það geri gæfu muninn.