Page 1 of 1
Kántríbjór
Posted: 14. Dec 2009 00:04
by valurkris
Ég var allt í eina að muna eftri frétt sem að ég sá í einhverju blaði fyrir dágóðum tíma, 1-2 ár sennilega.
Þar var verið að segja frá því að það væri verið að sá korni fyrir kántríbjór sem átti að vera á kántríhátiðinni á skagaströnd. veit einhver hvernig þetta fór? eftir mínu minni þá var ekki einusinni haldin kántríhátið þetta ár.
Re: Kántríbjór
Posted: 14. Dec 2009 09:08
by halldor
Ég man ekki eftir þessu tiltekna dæmi. En ef ég man rétt þá er Egils Þorrabjórinn eini bjórinn sem notað er íslenskt bygg í... allavega sá eini sem seldur hefur verið í Vínbúðunum. Við félagarnir höfum hins vegar maltað íslenskt bygg sjálfir og notað það í tvo bjóra. Annar þeirra var geggjaður (þá var íslenska kornið í minnihluta) og sá seinni var ódrykkjarhæfur, enda þurfti mjööög mikið af korni til að ná gravity-inu eitthvað upp.
Ég mæli ekki með því að prófa að malta íslenskt korn sjálfur nema þið vitið fyrir vissu að það hafi verið þurrkað varlega og sé hæft til möltunar. Það bygg sem er framleitt hér á landi er, að því að ég best veit, aðallega notað í skepnufóður en einhver lítill hluti í bakstur.
Re: Kántríbjór
Posted: 14. Dec 2009 12:52
by hordurg
halldor wrote:Ég man ekki eftir þessu tiltekna dæmi. En ef ég man rétt þá er Egils Þorrabjórinn
Er ekki íslenskt bygg í Egils Premium líka?
Re: Kántríbjór
Posted: 14. Dec 2009 13:37
by Eyvindur
hordurg wrote:halldor wrote:Ég man ekki eftir þessu tiltekna dæmi. En ef ég man rétt þá er Egils Þorrabjórinn
Er ekki íslenskt bygg í Egils Premium líka?
Jú, en ómaltað held ég. Þori þó ekki að fullyrða neitt um það.
Re: Kántríbjór
Posted: 14. Dec 2009 21:15
by Stulli
Það er ómaltað íslenskt bygg í Þorrabjór, Gull og Premium frá Ölgerðinni.
Re: Kántríbjór
Posted: 14. Dec 2009 21:17
by Stulli
En annars...varðandi OP, þá man ég eftir þessu með "kántríbjórinn" á Skagaströnd. Ég held að þetta hafi verið meira í gríni en alvöru...

Re: Kántríbjór
Posted: 15. Dec 2009 00:09
by halldor
Stulli wrote:Það er ómaltað íslenskt bygg í Þorrabjór, Gull og Premium frá Ölgerðinni.
Gummi hjá Ölgerðinni tók nú þátt í einhverjum möltunartilraunum og ég er nokkuð viss um að hann hafi búið til einhvern bjór úr íslenska maltaða bygginu. Ég stóð alltaf í þeirri trú að það hefði verið Þorrabjórinn.
Fyrir áhugasama þá er þetta skemmtileg lesning um tilraunir á íslenska bygginu þar sem minnst er á þessar möltunartilraunir meðal annars:
http://www.matis.is/media/utgafa/matra/ ... a_2006.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Kántríbjór
Posted: 15. Dec 2009 00:15
by Oli
þessi er líka að rækta og malta bygg
http://fagun.is/viewtopic.php?f=5&t=399" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Kántríbjór
Posted: 15. Dec 2009 22:02
by Stulli
halldor wrote:Stulli wrote:Það er ómaltað íslenskt bygg í Þorrabjór, Gull og Premium frá Ölgerðinni.
Gummi hjá Ölgerðinni tók nú þátt í einhverjum möltunartilraunum og ég er nokkuð viss um að hann hafi búið til einhvern bjór úr íslenska maltaða bygginu. Ég stóð alltaf í þeirri trú að það hefði verið Þorrabjórinn.
Fyrir áhugasama þá er þetta skemmtileg lesning um tilraunir á íslenska bygginu þar sem minnst er á þessar möltunartilraunir meðal annars:
http://www.matis.is/media/utgafa/matra/ ... a_2006.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Það litla malt sem að kom útúr samvinnu Ölgerðarinnar og Matís fór í eina prufulögun sem að fór ekki í dreifingu. Hingað til hefur allur bjór á almennum markaði sem að er framleiddur með íslensku byggi verið með 30% eða minna ómaltað íslenskt bygg.