Page 1 of 1

Freyr

Posted: 12. May 2009 10:47
by nIceguy
Sælir, takk fyrir að benda mér á þessa síðu ykkar. Örlítið um mig, ég hef verið bjórnörd í um 15 ár núna og felst áhugi minn í því að smakka og meta bjór frá öllum heimshornum og af öllum stærðum og gerðum. Stærsta hluta afrakstursins hef ég skrifað niður í bók sem svo er komin á netið að mestu http://www.bjorbok.net. Hér nota ég veraldarvefinn til að fá útrás fyrir bjóráhuga mínum. Ég ákvað svo í oktober 2008 að stíga skrefið til fulls og brugga sjálfur heima fyrir enda búinn að sannfærast á að slíkt væri vænlegur möguleiki í gegnum reynslu mína á Mikkeller (http://www.mikkeller.dk) bjórnum hérna í DK. Já ég gleymdi víst að nefna það, ég bý um þessar mundir í Danmörku þar sem ég er að ljúka læknanámi. Þar sem ég er svo mikill bjórnörd ákvað ég að setja upp heimasíðu í kringum brugg(eld)húsið mitt sem ég kalla nIcebrew (http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm) Þetta var eiginlega fyrst og fremst gert fyrir áhugasama félaga mína sem vildu fylgjast með brugginu en einnig fyrir sjálfan mig sem bókhald. Að lokum má svo nefna að ég er stofnandi og forsprakki Bjórmenningarfélgagsins Kidda sem er klúbbur stofnaður hérna úti í DK meða það að markmiði að afmeyja bjórjómfrír ef svæ mætti að orði komast.

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 10:55
by Eyvindur
Hjartanlega velkominn. Hef kíkt á vefina thína endrum og eins og haft gaman af.

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 13:09
by Stulli
Sæll Freyr og hjartanlega velkominn. Ég hef einnig tjékkað á síðunni þinni af og til og var meira að segja að reyna að finna aðra heimabruggara á spjallinu sem að var þar fyrir einhverjum árum síðan.

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 15:20
by halldor
Blessaður Freyr

Hef einnig verið að kíkja á síðuna þína af og til og hef lesið allt undir "fróðleikur" hjá þér og það ýtti mjög undir áhuga minn á bjór.

Gaman að fá þig hér inn.

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 15:22
by Hjalti
nIceguy wrote:Sælir, takk fyrir að benda mér á þessa síðu ykkar. Örlítið um mig, ég hef verið bjórnörd í um 15 ár núna og felst áhugi minn í því að smakka og meta bjór frá öllum heimshornum og af öllum stærðum og gerðum. Stærsta hluta afrakstursins hef ég skrifað niður í bók sem svo er komin á netið að mestu http://www.bjorbok.net. Hér nota ég veraldarvefinn til að fá útrás fyrir bjóráhuga mínum. Ég ákvað svo í oktober 2008 að stíga skrefið til fulls og brugga sjálfur heima fyrir enda búinn að sannfærast á að slíkt væri vænlegur möguleiki í gegnum reynslu mína á Mikkeller (http://www.mikkeller.dk) bjórnum hérna í DK. Já ég gleymdi víst að nefna það, ég bý um þessar mundir í Danmörku þar sem ég er að ljúka læknanámi. Þar sem ég er svo mikill bjórnörd ákvað ég að setja upp heimasíðu í kringum brugg(eld)húsið mitt sem ég kalla nIcebrew (http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm) Þetta var eiginlega fyrst og fremst gert fyrir áhugasama félaga mína sem vildu fylgjast með brugginu en einnig fyrir sjálfan mig sem bókhald. Að lokum má svo nefna að ég er stofnandi og forsprakki Bjórmenningarfélgagsins Kidda sem er klúbbur stofnaður hérna úti í DK meða það að markmiði að afmeyja bjórjómfrír ef svæ mætti að orði komast.
Frábært að sjá þig hérna inni. Apríldjókið í samstarfi við þig var eitt það besta síðari ára :)

Velkominn!

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 16:13
by arnilong
Velkominn hingað. Við sjáum þig vonandi taka þátt í spjallinu hér með okkur.

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 16:15
by nIceguy
Hehehe takk fyrir góðar móttökur :) Já aprílgabbið varð bara óvart svona gott. Ég setti þetta bara inn hjá mér á síðuna en bjóst ekki við að Visir tæki þetta upp eftir mér. Ekki fyrr blaðamaður frá þeim bjallaði í mig og spurði hvort þeir mættu nota þetta heheh. Hljóp einhver ykkar í Kringluna? :drunk:

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 16:17
by Eyvindur
Nei, þetta var aðeins of ótrúlegt - maður veit nú að það er ólöglegt að gefa áfengi. Aldrei að vita nema ég hefði hlaupið ef sá hluti hefði ekki verið þarna. En ég auglýsti þetta eins og ég gat á Facebook...

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 16:37
by arnilong
Stulli wrote:Sæll Freyr og hjartanlega velkominn. Ég hef einnig tjékkað á síðunni þinni af og til og var meira að segja að reyna að finna aðra heimabruggara á spjallinu sem að var þar fyrir einhverjum árum síðan.
Ég var að fatta að mig minnir að ég hafi einmitt átt einhver orðskipti við þig á þessu spjalli. Ef ég man rétt varstu nýfluttur frá BNA þá!..... Það er frekar skemmtilegt ef svo er.

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 17:04
by halldor
Ég hef greinilega misst af þessu aprílgabbi...
Er einhver til í að segja mér stuttu útgáfuna af sögunni?

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 17:27
by Andri
http://www.visir.is/article/2009356233111

En já snilld að fá þig hingað, hef einmitt lesið mikið á bjórbókinni

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 17:47
by nIceguy
heheh farðu á http://www.bjorbok.net og veldu fréttir efst til vinstri

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 17:56
by Stulli
arnilong wrote:
Stulli wrote:Sæll Freyr og hjartanlega velkominn. Ég hef einnig tjékkað á síðunni þinni af og til og var meira að segja að reyna að finna aðra heimabruggara á spjallinu sem að var þar fyrir einhverjum árum síðan.
Ég var að fatta að mig minnir að ég hafi einmitt átt einhver orðskipti við þig á þessu spjalli. Ef ég man rétt varstu nýfluttur frá BNA þá!..... Það er frekar skemmtilegt ef svo er.
Jú passar. Fyndið. Varst það þú sem að gerðir two hearted ale clone-inn?

Re: Freyr

Posted: 12. May 2009 20:37
by arnilong
Já, rosalega ertu muninn! :D Þetta var alveg magnaður bjór.