Page 1 of 1

Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 14:21
by Bjössi
Sælir

Ég er enn að velta fyrir mér aðferð við meskjun og skolun
meskja við 67°C í 60 min
tappa af í suðupott, og svo kemur það sem ég skil ekki...
bæti í vatni um 12-13ltr 75-80°C en efhverju svona heitt? Með þessu fær maður ógerjanlegan sykur þegar vatnið er yfir 70°C
hræra í og bíða í um 15min, endurtaka þar til rettum lítrum er náð í suðupott
með þessari aðferð ætti að nást nálægt 75% (vona ég)

annars er ég að farast af áhyggjum, þessi fíni hvitibjór sem ég laggði í á föstudag er ekki enn farinn að búbbla, kannki er ekki nóg súrefni? ætti ég að hræra í? :cry:

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 14:28
by hrafnkell
Ég veit ekki tilganginn, ég veit bara að þetta kallast mashout þegar svona heitt vatn er notað í lokin. Skrýtið með hveitibjórinn.. Ertu viss um að gerið sé í lagi? Kannski spurning um að prófa annan pakka?

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 14:41
by Bjössi
já setja annan pakka í segir þú, er þá "ónýta" gerið ekki búin að skemma virtinn?
ef ekki verður farið að bubbla í hvöld skelli ég öðrum pakka í

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 14:58
by halldor
Bjössi wrote:já setja annan pakka í segir þú, er þá "ónýta" gerið ekki búin að skemma virtinn?
ef ekki verður farið að bubbla í hvöld skelli ég öðrum pakka í
Gerið sem ég lánaði þér á að vera í fínu lagi. Það hefur verið geymt við réttar aðstæður allavega og allir pakkarnir sem komu í þessari sendingu hafa virkað fínt.
Hvað sagði sykurmælingin þér áður en þú settir gerið í?
Ertu búinn að prófa að taka sykurmælingu aftur og sjá hvort eitthvað hafi breyst?

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 15:09
by Oli
Bjössi wrote:Sælir

Ég er enn að velta fyrir mér aðferð við meskjun og skolun
meskja við 67°C í 60 min
tappa af í suðupott, og svo kemur það sem ég skil ekki...
bæti í vatni um 12-13ltr 75-80°C en efhverju svona heitt? Með þessu fær maður ógerjanlegan sykur þegar vatnið er yfir 70°C
hræra í og bíða í um 15min, endurtaka þar til rettum lítrum er náð í suðupott
með þessari aðferð ætti að nást nálægt 75% (vona ég)

annars er ég að farast af áhyggjum, þessi fíni hvitibjór sem ég laggði í á föstudag er ekki enn farinn að búbbla, kannki er ekki nóg súrefni? ætti ég að hræra í? :cry:
varðandi sykrurnar þá ættirðu að vera búinn að ná fullri breytingu á sterkjunni í sykrur eftir 60 mín við 67-68 °c, skolvatnið er svo heitara til að ná sem mestu af þessum sykrum úr korninu, heitara vatn leysir sykrurnar frekar úr, en umbreytingin er í raun búin þegar skolunin byrjar.
Mashout er notað til að hækka hitastigið þannig að ensímin sem breyta sterkju í sykur hætti að virka.

Varðandi gerjunarvandamálið, ertu viss um að gerjunarílátið sé loftþétt?

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 15:17
by Braumeister
Ertu búinn að munda flotvogina? Hún er það eina sem getur sagt þér hvort gerjunin hafi farið af stað eða ekki.

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 15:37
by Bjössi
Oli: Takk fyrir gott svar
halldór: Mun taka OG mælingu í hvöld
fyrir gerjun var 1.051
Nei er ekki 100% viss með gerjunarílát hvort þétt eða ekki, kútur er með skrúfuðu loki (Coopers kútur) gæti verið að þétti hringur sé bara ekki góður

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 19:47
by Bjössi
Húrra....búbbl komið
kútur var ekki þéttur, setti oliu á samskeyti, s.s. skrúfgang og við vatnslás
en ég setti einn poka í viðbót af geri
hver er skaðinn, að hafa ekki þéttan kút í 4daga?

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 20:09
by Idle
Bjössi wrote:Húrra....búbbl komið
kútur var ekki þéttur, setti oliu á samskeyti, s.s. skrúfgang og við vatnslás
en ég setti einn poka í viðbót af geri
hver er skaðinn, að hafa ekki þéttan kút í 4daga?
Enginn skaði, kolsýran sem hefur myndast ætti að hrinda öllum óboðnum gestum frá ölinu. :)

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 20:10
by Oli
lenti sjálfur í þessu fyrir stuttu, allt í góðu með þann bjór.

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 20:27
by Bjössi
þetta hobbí er bara ekki gott fyrir sálina
maður er eins og áhyggjufullur faðir á sængurdeild :P

Re: Hugleiðing um meskingu og skolun

Posted: 8. Dec 2009 20:30
by Braumeister
Til lukku!