Page 1 of 1

Delerium Christmas

Posted: 6. Dec 2009 20:50
by ulfar
(Ú) Koparlitaður og tær. Ekki neitt ger
(L) Þægileg lykt af ávöxtum (bananar og fl.) og sætu
(B) Vottur af sætu bæði frá malti og áfengi. Fylling í bragði án þess að vera yfirþyrmandi. Humlar koma vart við sögu.
(T) Ekki jafn kolsýrður og belgískt öl er oft en þó nægilega kolsýrður til þess að lyfta honum upp. Áfengið hitar.

Bjórinn gekk ekki jafn langt og ég hafði búið mig undir. Þegar ég smakkaði hann í annað skipti fann ég þó fyrir meiri hlýhug. Hann bar vel sín 10% án þess að vera of sætur/þungur. Bjór sem yljar bæði líkama og sál án þess að setja ný viðmið hvað bjórgerð varðar.

Ú : Útlit, L : Lykt, B : Bragð, T : Tilfinning

Re: Delerium Christmas

Posted: 6. Dec 2009 23:57
by arnilong
Ég hef hlakkað mikið til að smakka þennan, hvar var hann til?

Re: Delerium Christmas

Posted: 7. Dec 2009 09:55
by ulfar
Kringlunni og Heiðrúnu

Re: Delerium Christmas

Posted: 7. Dec 2009 10:07
by karlp
Hann er í skútuvogi lika