Page 1 of 1

Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 3. Dec 2009 23:06
by Naglinn
Sælir bjórspekingar er að fara að leggja í minn fyrsta AG bjór og er með nokkrar pælingar
1.Hvað er æskilegt OG fyrir suðu ?
2.Gerjunar-hitastig?
3.Þarf að hafa humlana í poka í suðunni ?
4.Er alltaf botnfall í homebrew bjór (þ.e. flöskunni) ?
5.Hvaða sykur og hve mikið er sett í við átöppun ? (Er að svæla í mig coopers bjór sem er flatari en Danmörk)
6.Þegar er þurrhumlað eru humlarnir þá ekkert soðnir,hvernig er þá með sótthreinsun á þeim hluta humlanna ?


þetta er svona að brjótast í mér í dag :skal: :sing:

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 3. Dec 2009 23:41
by Eyvindur
Best að reyna að veita þér einhvers konar svör...

1.Hvað er æskilegt OG fyrir suðu ? - Þessu er ekki hægt að svara. Þetta fer algjörlega eftir því hver eðlisþyngdin á að vera eftir suðu. Það eru til reiknivélar sem geta reiknað þetta út fyrir þig, ef þú veist hvert OG á að vera eftir suðu, og ert með suðutímann og uppgufunina á hreinu. Gúglaðu þetta (það er talað um "pre-boil gravity").

2.Gerjunar-hitastig? - Ég geri ráð fyrir að þú sért að gera öl, og þá er jafnan miðað við 18-20 °C umhverfishita. Þetta er þó misjafnt eftir stílum, en þetta er þumalputtareglan. Semsagt, stofuhiti, eða rétt fyrir neðan hann.

3.Þarf að hafa humlana í poka í suðunni ? Nei. Og þú þarft heldur ekki að sía þá frá eftir suðuna frekar en þú vilt. Ég hef aldrei gert það. Við Úlfar gerðum smá prufu á þessu, gerðum einn skammt af bjór sem fór í tvær fötur, síuðum annan en ekki hinn, og það var enginn merkjanlegur munur á humlabragðinu. Hins vegar virka humlar sem ágætis gernæring, þannig að það mætti alveg færa rök fyrir því að þú værir betur settur með humlana í gerjunarílátinu.

4.Er alltaf botnfall í homebrew bjór (þ.e. flöskunni) ? - Já, ef þú lætur gerið sjá um kolsýruna. Ef þú myndir sía bjórinn og setja kolsýruna í í kút, nota svo bjórbyssu til að koma honum á flöskur væri ekkert botnfall. En á móti missirðu ýmislegt annað. Maður er snöggur að komast upp á lagið með að hella úr flöskunni og skilja botnfallið eftir. Hafðu ekki áhyggjur af því. Ger er líka meinhollt, og allt í þessu fína þó að smá slæðist með í glasið.

5.Hvaða sykur og hve mikið er sett í við átöppun ? (Er að svæla í mig coopers bjór sem er flatari en Danmörk) - Best er að nota dextrósa eða eitthvað slíkt, en það er þó ekkert lykilatriði, þar sem þetta er svo lítið magn að það hefur engin teljandi áhrif á bragðið. Sumir nota hunang, maltextract, síróp... Hér er ekkert algilt. Magnið fer aftur eftir stílnum, þannig að því er ekki hægt að svara í fljótu bragði. Það er geysilegur munur á kolsýrumagninu í hveitibjór og stout, svo dæmi sé tekið. Hér mæli ég með því að fara á http://www.byo.com" onclick="window.open(this.href);return false; og finna þar reiknivél (minnir að hún sé í excel skjali), og töflu yfir priming rate í mismunandi stílum. Held að þar sé hægt að sjá mismunandi tölur eftir mismunandi sykrum.

6.Þegar er þurrhumlað eru humlarnir þá ekkert soðnir,hvernig er þá með sótthreinsun á þeim hluta humlanna ? - Nei, í þurrhumlun má alls ekki sjóða humlana, því þá myndu þeir missa lyktina sem er það sem maður er að sækjast eftir með þurrhumlun. Það er algjör óþarfi að sótthreinsa humla, því þeir eru náttúruleg sýklavörn. Humlarnir verja bjórinn gegn óværum, upp að vissu marki. Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af þessu gætirðu líka notað pressukönnuaðferðina, en þá seturðu humla og heitt vatn (undir suðumarki, þó - best að sjóða í hraðsuðukatli og láta standa í smá stund) í pressukönnu og hellir því út í. Ég geri þetta alltaf orðið þegar ég tappa á flöskur (ef ég vil þurrhumla, þ.e.a.s.), og nota svo humlateið til að leysa upp sykurinn fyrir átöppunina.

Vona að þetta svari einhverjum spurningum.

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 00:52
by Braumeister
ég bæti einungis við svar Eyvindar.

2. Ég hef ákveðnar efasemdir varðandi gerjunarhitasig almennt. Ég tel mikilvægara að gerja frekar við jafnt (umhverfis) hitastig (innan vissra marka) heldur en við lægra hitastig sem sveiflast.

5. Við getum kolsýrt bjórinn alveg eftir eigin smekk. Notaðu einfaldlega reiknivél til að finna úr rétt magn miðað við það sætuefni sem þú hyggst nota. Skrásettu magnið sem þú notar og notaðu það sem miðviðun fyrir seinni suður. Kolsýrðu frekar örlítið meira en minna því þú getur alltaf losnað við kolsýru með því að hella harkalega úr flöskunni eða láta glasið bíða í örlitla stund. Hitastigið skiptir líka miklu máli þegar þú smakkar.

7. Í Möltuðu byggi leynast mjólkursýrugerlar, þegar þú vigtar humla fyrir þurrhumlun skaltu passa þig á því að breiða álpappír yfir vigtina þína, ef þú notar hana fyrir bygg líka, og reyna að halda öllu sem snertir humlana sem sótthreinsuðu sem þú getur.

8. Kudos fyrir að númera spurningarnar! :D

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 01:55
by Eyvindur
Já, tek heilshugar undir 2 hjá Braumeister. Stöðugt hitastig skiptir mjög miklu máli. Á hinn bóginn vil ég líka taka fram að ég hef lent í miklum vandræðum stöku sinnum með að halda hitastiginu stöðugu (ég gerja í skúrnum hjá mér, og þótt hann sé vel einangraður og með mjög fínu gólfhitakerfi getur verið erfitt að halda hitastiginu stöðugu yfir allra heitasta sumartímann og í miklum frostum. En ég hef aldrei upplifað neitt neikvætt vegna þessa. Ég er eiginlega farinn að hallast að því að ef hitastigið er ekki að breytast svakalega mikið á milli nætur og dags skipti þetta ekki jafn miklu máli og maður gæti haldið. Oftast er maður að gerja 20l+ í senn, og svo mikill vökvi er ansi lengi að rokka eitthvað að ráði í hitastigi, þannig að ég held að svo fremi að sveiflurnar í umhverfishitanum séu ekki þeim mun drastískari, og vari þeim mun lengur, sé ekki mjög mikil hætta á að hitastigið í bjórnum sjálfum sé að rokka neitt að ráði. Annað hvort það eða þá að áhrifin af þessu eru minni en fræðingarnir vilja meina. Eða þriðji möguleikinn (sem er kannski sá líklegasti), að ég sé bara svona heppinn...

Með þessu langa svari er ég í raun bara að segja eitt: Ekki láta svona lagað hræða þig.

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 07:55
by Naglinn
Þakka greið svör nú er ekkert nema að láta vaða á þetta! :fagun:

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 09:10
by kristfin
ertu með einvherja uppskrift?

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 11:00
by Naglinn
Var að spá í að hafa þetta eins simpelt og hægt er alla vega svona í startið
En ef þú vilt gera þetta eins ódýrt eins og þú getur þá myndi ég prófa þetta:

Smash úr Cascade og Pale Ale:

Innihald:
5kg Pale Ale Malt og 100g Cascade.

Malt:
5kg Pale Ale Malt

Humlar:
First Wort Hops: 20g Cascade 7.5% AA (Hendir þessu ofan í pottinn um leið og þú byrjar að láta renna af meskingunni)
85 mín: 20g Cascade 7.5% AA
30 mín: 10g Cascade 7.5% AA
0 mín: 10g Cascade 7.5% AA

Dry hopping: 40g Cascade (Hendir þessu ofan í gerjunarílátið þegar verulega er farið að hægjast á gerjuninni og setur á flöskur viku seinna)

Suðumagn: 27L. Gerjunarmagn: 23L. OG 1.048, IBU: 35. Meskihiti: 67°C. Ger: Ölger.
rakst á þetta hér á síðunni mátulega flókið!! Ætti þetta ekki að virka ok ?

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 11:45
by hrafnkell
Ég hendi einmitt í minn fyrsta ag í næstu viku og ég hugsa að ég geri bara eitthvað svona einfalt - hugsanlega smá (ca 300gr) munich 2 með fyrst ég á það til.

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 13:15
by karlp
sleppa þurrkahumlar. bara eitt annað leið að koma vessen, sérstaklega fyrir fyrsta skipti.

ég veit ekki á hverju svo margir er alltaf þurrhumla þessi og þurrhumla þetta. bjor er ekki bara humlar!

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 13:26
by Bjössi
Sammála Karlp
vera ekkert að þurrhumla að svo stöddu, bæta bara humlum í suðu, það er einfaldara

td. 20gr 60min
10gr 30min
10gr 0min

Re: Fyrsti AG í uppsiglingu

Posted: 4. Dec 2009 15:12
by dax
En aftur á móti, þá er allt leyfilegt í ástum og bjórgerð!