Page 1 of 1

Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 11:57
by ElliV
Er að spá í að gera Hvítöl-Jólaöl
Datt í hug að taka Stout uppskrift og þynna hana út í ca. OG 1.020-25
Hver ætli IBU sé í jólaöli og er ekki smá lakkrís eins og í Malti


Veit að það væri auðveldast að kaupa jólaöl í Bónus en þetta er bara smá tilraunastarfsemi til gamans

Re: Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 12:23
by Idle
Hér er nokkuð áhugaverður pistill um þýska maltölið: http://www.germanbeerinstitute.com/Malzbier.html

Þar er m. a. greint frá því að þetta sé bruggað eins og dæmigerður bjór sem gæti orðið allt að 4,8%, en eftir suðu er hann kældur niður að frostmarki og gerinu bætt út í þá.

Re: Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 12:55
by ElliV
Ég get nú ekki trúað að gerið mundi lifna við þetta hitastig.
Þarf ekki frekar að kæla eftir að gerjun hefst til að stoppa hana?

Kanski dæmið væri svona.
Gera Stout ca OG 1.040 IBU ca. 20
Láta gerjast til 1.020 setja í kæli og stoppa gerjun.
Kolsýra á kút þegar orðið er tært
Halda því köldu til að gerjun byrji ekki aftur

Re: Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 13:05
by Oli
ElliV wrote:Ég get nú ekki trúað að gerið mundi lifna við þetta hitastig.
Þarf ekki frekar að kæla eftir að gerjun hefst til að stoppa hana?

Kanski dæmið væri svona.
Gera Stout ca OG 1.040 IBU ca. 20
Láta gerjast til 1.020 setja í kæli og stoppa gerjun.
Kolsýra á kút þegar orðið er tært
Halda því köldu til að gerjun byrji ekki aftur
Eða bara setja gerstopp í á réttum tíma.

Re: Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 13:11
by Idle
ElliV wrote:Ég get nú ekki trúað að gerið mundi lifna við þetta hitastig.
Þarf ekki frekar að kæla eftir að gerjun hefst til að stoppa hana?

Kanski dæmið væri svona.
Gera Stout ca OG 1.040 IBU ca. 20
Láta gerjast til 1.020 setja í kæli og stoppa gerjun.
Kolsýra á kút þegar orðið er tært
Halda því köldu til að gerjun byrji ekki aftur
Sel það ekki dýrara en ég kaupi það. :)

http://en.wikipedia.org/wiki/Malzbier" onclick="window.open(this.href);return false;
Wikipedia wrote:Malzbier is a form of sweet, low-alcohol (0 - 1%) beer that is brewed like normal beer but without fermentation by adding the yeast at or about 0 °C.

Re: Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 13:20
by Oli
ElliV wrote:Er að spá í að gera Hvítöl-Jólaöl
Datt í hug að taka Stout uppskrift og þynna hana út í ca. OG 1.020-25
Hver ætli IBU sé í jólaöli og er ekki smá lakkrís eins og í Malti


Veit að það væri auðveldast að kaupa jólaöl í Bónus en þetta er bara smá tilraunastarfsemi til gamans
Hér er grein frá Ken Schwartz um gerð á áfengislausum og alkóhóllitlum bjór
http://home.roadrunner.com/~brewbeer/files/low_alc.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 14:17
by ElliV
Þegar ég fór að skoða málið betur sé eg að Hvítöl og malt er með minna alc en ég hélt
Hvítöl 0,5%
Malt 1%

Hélt að þetta væri um 2%

Kanski maður geri samt öl um 2%
Öldruð frænka sem kemur um jólin verður þá bara hressari en vanalega :-)

Re: Hvítöl-Jólaöl

Posted: 3. Dec 2009 14:54
by Braumeister
Ég var búinn að pósta einhverju um malt í þræði sem hét "að klóna íslenska maltið"
Á þýsku heitir "íslenska" Maltið Malzbier.

En til að búa þetta til er útbúin Würze (en. Wort) eins og venjulega (sennilega úr dökku München-malti + karamellumalti og undir 20 IBU í bitrunarviðbót) og geri bætt út í. Þessu er tappað á flöskur og þeim leyft er að gerjast í einn dag til að fá kolsýringu. Síðan eru flöskurnar settar í sjóðandi vatn til að drepa gerið, áður gerjunin sprengir flöskurnar. Eftir að ég las þetta síðasta missti ég alla löngun til að reyna að búa þetta til...

Malzbier er mjög gjarnan notaður í Þýskalandi sem starter eða sem "Speise" (sem er notuð í stað sykurs til að fá Kolsýringu).

Zum Wohl!