Page 1 of 1

Sá besti til þessa

Posted: 28. Nov 2009 14:10
by Bjössi
Þessi fór á flöskur fyrir rúmri viku síðan og var smakkað í gærhvöldi

4,5kg pale ale malt
0,4kg cara munic
0,1kg cara araoma

30gr first gold 60min
30gr casgate 30min
30gr goldings ek 10 min

fg 1.052
og 1.010

klárlega sá allra besti sem hef gert hingað til, þessi verður fínn um jólin, tók traustataki uppskrift frá kristfin og breitti
hann var með eitthvað vinnublað hér fyrir ekki alllöngu síðan

Re: Sá besti til þessa

Posted: 28. Nov 2009 18:08
by kristfin
mér lýst vel á þennan hjá þér. er eins og ég hefði breytt honum sjálfur.

hvaða ger notaðiru?

Re: Sá besti til þessa

Posted: 29. Nov 2009 01:53
by Bjössi
SafAle English Ale (DCL Yeast #S-04)
væri gaman að gera það sama bara annað ger

Re: Sá besti til þessa

Posted: 9. Dec 2009 15:32
by Bjössi
þennan smökkuðið þið á síðasta fundi, Kristfin þú talaðir um að vantaði miðju í hann
Hvernig mundir þú breita honum þannig að kæmi meiri fylling?
ég sjálfur er ánægður með malltbragð af honum en eins og Krisfinn segir með réttu, vantar eitthvað í hann

Re: Sá besti til þessa

Posted: 10. Dec 2009 12:46
by ulfar
Fæ að kommenta þrátt fyrir að ég hafi ekki verið á fundinum (því miður).
T.d. með því að setja munich í staðin fyrir pale ale malt.
F.G. er nokkuð lágt. Hugsanlega meskja hærra eða (léttara) bæta örtlítið af crystal malti (cara munich eða cara aroma).

Re: Sá besti til þessa

Posted: 10. Dec 2009 14:32
by Bjössi
allar ábendingar vel þegnar Ulfar

Re: Sá besti til þessa

Posted: 10. Dec 2009 16:19
by kristfin
bjórinn var fínn bjössi.

smá skvetta af munic malti hefði verið fín, kannski 500grömm