Of stórt ílát

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Of stórt ílát

Post by valurkris »

Daginn, ég er að brugga rauðvín og samkvæmt leiðbeiningunum sem að fylgja með því á að láta vínið í 23l carboy eftir fyrstu vikuna til að haða sem minnst loft í dallinum. Ég hef aldrei séð þetta í öðrum leiðbeiningum með öðrum rauðvínum.

Mín spurning er hversu miklu máli þetta skiptir þar sem að carboy koetar hátt í 9000 kr
Kv. Valur Kristinsson
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: Of stórt ílát

Post by ElliV »

Ef það er gerjun í gangi eftir þessa viku er ok að setja vínið í fötu því kolsýran sem myndast við gerjunina ýtir loftinu út um vatnslásinn. Ekki vera samt að opna fötuna að þarflausu því þá kemst loft að víninu og súrefnið skemmir það með tímanum.
Ef þú ætlar að láta það þroskast vel eftir gerjun áður en það fer á flöskur (einhverja mánuði) verður maður að hafa carboy og hafa hann alveg fullan.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Of stórt ílát

Post by Eyvindur »

Ég trúi ekki öðru en að þú fáir carboy fyrir minna. Ég keypti mínar á rúmlega 2000 kall (að vísu 2008, en samt!). Ég yrði mjög hissa ef þær ódýrustu eru mikið yfir 5000 kallinum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Of stórt ílát

Post by valurkris »

þetta er ekki til hjá vínkjallaranum og er búin að auglýsa hérna. veit ekki hvar annarstaðar
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Of stórt ílát

Post by Hjalti »

Skal barasta lána þér mitt!

Nota það ekki neitt og skal alveg vera án þess í nokkrar vikur....
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Of stórt ílát

Post by valurkris »

Þakka þér kærlega fyrir að en ég var að færa yfir áðan og notaði bara 30 lítra tunnu. það hefur gengið hingað til og vona að engin breyting sé á því.

Takk Takk
Kv. Valur Kristinsson
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Of stórt ílát

Post by arnarb »

Of mikið súrefni í kútnum hefur áhrif á vínið. Ég hef prófað að gera nákvæmlega sama hvítvínið (Gewurztraminer) í 30L gerjunarílátinu mínu og í 23L carboy (reyndar plast). Ég fann þó nokkurn mun og mér fannst vínið úr carboy vera bragðbetra og hafa minni ávaxtakeim, var aðeins þurrara.

Ég keypti plastcarboy í vínkjallaranum á ca 5000 og eftir tilraunina keypti ég annan til að geta hent rauðvíninu í einn líka. Það er í þroskun en fer á flöskur í vikunni og ég bíð spenntur eftir því hvort einhver munur er þar á eða ekki.

Ég fylli reyndar ekki alveg uppí topp með víni eða vatni eins og mælt er með en það er frekar lítið súrefni í kútnum m.v. gerjunarílát.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Of stórt ílát

Post by Classic »

Áman hefur verið með "Better Bottle" plastcarboy, talsvert ódýrari en glerkútana. Gaurarnir á HBT virðast mjög hrifnir af þessu og EdWort á einhver myndbönd á Youtube þar sem hann er að lofa þá. Hugsa að ég smelli í einn svoleiðis þegar ég bæti við mig næst, ódýrari og meðfærilegri en glerkútarnir. Þegar ég heimsótti Vínkjallarann átti hann notaða vatnsbrúsa, enn ódýrari og lítið eitt minni en betriflöskurnar (minnir að hann hafi sagt 20l), en mér fannst eintökin sem hann var með bara svo sjúskuð að ég lét það vera...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Of stórt ílát

Post by Eyvindur »

Ekki nota vatnsbrúsa. Plastið er þynnra í þeim (hef ég lesið víða), og það kemst víst of mikið súrefni í þá. Þeir henta ekki nema bara í örskamma þroskun, og þá er tilgangurinn eiginlega fallinn um sjálfan sig.

Ég mæli bara með því að nota plastfötu ef menn setja í secondary og glerkútur er ekki fyrir hendi. Virkar alveg jafn vel og er miklu ódýrara.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply