Page 1 of 1
Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 13:32
by Öli
Tactical Nuclear Penguin (32%, og nei, það vantar ekki kommu á milli).
http://pressan.is/Frettir/LesaFrett/ste ... annan-heim
Því miður engir dómar, en ég veit ekki hvort mig á að hlakka til eða kvíða fyrir Skotlandsferðinni eftir mánuð

Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 13:58
by valurkris
Samkvæmt þessari frétt var sterkasti bjórinn á undan þessum 18 % og frá sama fyrirtækinu.
er ekki Samuel Adams utopias 25 eða 27%
Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 14:37
by dax
32% án eimingar? Hvernig er það hægt?
Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 14:45
by valurkris
þegar að þeir frysta bjórinn frýs vatnið í bjórnum en ekki alkahólið þannig að þá geta þeir aðskilið alkahólríkan bjór frá krapinu
Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 14:50
by dax
Ég fór á alnetið og fann upplýsingar um þetta:
http://www.brewdog.com/blog-article.php?id=214" onclick="window.open(this.href);return false;
Þeir frysta bjórinn (-20°C) virðist vera og skilja ísinguna eftir - hirða bragðið og alkóhólið.
Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 14:51
by dax
valurkris wrote:þegar að þeir frysta bjórinn frýs vatnið í bjórnum en ekki alkahólið þannig að þá geta þeir aðskilið alkahólríkan bjór frá krapinu
Það sem hann sagði!

Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 14:52
by dax
valurkris wrote:Samkvæmt þessari frétt var sterkasti bjórinn á undan þessum 18 % og frá sama fyrirtækinu.
er ekki Samuel Adams utopias 25 eða 27%
Sterkasti bjórinn frá brewdog var já 18%. En sterkasti í heimi var 31%abv einhver þýskur djöfull!
Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 27. Nov 2009 15:27
by Eyvindur
Þetta heitir "Eisbier" og er víða vinsælt. Reyndar má nota sömu aðferð til að búa til áfengislausan bjór (ef mann langar að prófa það einhverra hluta vegna). Þá geymir maður bæði krapið og áfengisvökvann, sýður áfengið upp úr þeim síðarnefnda og blandar svo aftur saman. Þetta á víst að koma mjög vel út. Kannski betra ef maður notar kúta, en ætti alveg að virka ef maður bætir við meira geri fyrir átöppun.
Re: Tactical Nuclear Penguin
Posted: 28. Nov 2009 11:15
by Andri
fer til glasgow í desember, vonandi hefur maður efni á 30 punda flöskunni
