Page 1 of 1
Innflutningur
Posted: 26. Nov 2009 14:38
by Bjössi
Hafa einhverjir flutt inn korn? Og hvernig kom það út?
Re: Innflutningur
Posted: 26. Nov 2009 15:08
by ulfar
Notaði Shop-USA og það kom vel út.
kv. Úlfa
Re: Innflutningur
Posted: 26. Nov 2009 15:15
by Eyvindur
Hef nokkrum sinnum pantað í gegnum Shop-USA, bæði einn og með öðrum. Undantekningarlaust hefur það gengið fljótt og vel. Ekki yfir neinu að kvarta (fyrir utan helv. gengið). Gjöldin eru lág, þar sem þetta er flokkað sem matvara.
Re: Innflutningur
Posted: 26. Nov 2009 15:23
by Bjössi
ekki gætu þið verið svo góðir að pósta linkinum
þar sem þið versluðu á
Re: Innflutningur
Posted: 26. Nov 2009 15:43
by hrafnkell
shopusa taka þó ansi djúsí gjöld - það getur hugsanlega reddast þar sem þeir rukka stundum minni sendingarkostnað en ef maður léti senda beint til íslands..
Re: Innflutningur
Posted: 26. Nov 2009 16:21
by Eyvindur
Ég hef verslað hjá eftirfarandi:
http://www.midwestsupplies.com - Mjög góð verð og framúrskarandi þjónusta, en ansi hár sendingarkostnaður. Skilst á þeim sem hafa gert verðsamanburð að þetta borgi sig samt, þar sem verðin eru svo lág. Frábær staður til að kaupa ger, græjur og uppskriftasett.
http://www.northcountrymalt.com - bara malt og humlar, ekkert ger. En verðið er líka stórbrotið.
Svo vil ég benda á tenglaþráðinn í bjórgerðarspjallinu. Fjöldi góðra vefverslana þar.