Page 1 of 1

Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 25. Nov 2009 15:09
by halldor
Er einhver hér sem getur reddað mér Safale US-05 geri í kvöld?
Ég get látið í staðinn:
Safbrew T-58
Saflager S-23
Safale S-04
Safbrew S-33
Danstar Munich
Danstar Windsor
eða jafnvel únsu af humlum, smá bjór eða korn :)

Re: Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 25. Nov 2009 15:17
by halldor
Þetta reddaðist :fagun:

Re: Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 25. Nov 2009 15:18
by kristfin
ég á eitt bréf fyrir þig ef kreppir að.

líka ef þig langar í spennu, þá á ég nokkrar krukkur úr síðustu gerjun

Re: Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 25. Nov 2009 22:05
by kristfin
hér mætti halldór áðan og fékk ger hjá mér. hann gugnaði reyndar á því að fá bara krukku, vildi frekar þurrgerið frekar en ger með reynslu.

að skilnaði skildi hann eftir þennan fína hveitibjór sem ég er að sötra núna.

ég geri það að tillögu minni að það fari alltaf fram bjórskipti þegar vöruskipti eiga sér stað.

hveitibjórinn hans halldórs var gerjaður uppúr flösku af þýskum bjór sem ég man ekki hvað heitir, en er með fínan haus, fallegan lit, mjög mildur. væri lítið mál að skola ofan í sig nokkrum á hlýjum sumardegi.

skál

Re: Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 26. Nov 2009 10:46
by arnilong
Ég styð þá reglu; Vöruskipti=bjórskipti, frábær hugmynd.

Og já, ég smakkaði hveitibjórinn frá honum um daginn, gott stöff.

Re: Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 26. Nov 2009 20:58
by halldor
kristfin wrote:hér mætti halldór áðan og fékk ger hjá mér. hann gugnaði reyndar á því að fá bara krukku, vildi frekar þurrgerið frekar en ger með reynslu.

að skilnaði skildi hann eftir þennan fína hveitibjór sem ég er að sötra núna.

ég geri það að tillögu minni að það fari alltaf fram bjórskipti þegar vöruskipti eiga sér stað.

hveitibjórinn hans halldórs var gerjaður uppúr flösku af þýskum bjór sem ég man ekki hvað heitir, en er með fínan haus, fallegan lit, mjög mildur. væri lítið mál að skola ofan í sig nokkrum á hlýjum sumardegi.

skál
Takk fyrir reddinguna :)
Gerið kom úr Schneider Weisse og er (sem betur fer fyrir algjöra heppni) með sama geri í flöskunni og hann er gerjaður með í primary.
Ég vil svo taka það fram að ég á bara þriðjung af heiðrinum af þessum bjór þar sem fágunarmeðlimirnir Hrotti og Elli eru með mér í bjórgerðinni.
Ég hef haft það fyrir vana að kippa með mér einum eða tveimur bjórum þegar ég kíki í heimsókn til annara bjórgerðarmanna :)

Re: Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 26. Nov 2009 21:00
by halldor
arnilong wrote:Ég styð þá reglu; Vöruskipti=bjórskipti, frábær hugmynd.

Og já, ég smakkaði hveitibjórinn frá honum um daginn, gott stöff.
Hehe við klikkuðum reyndar á skiptunum á áðan :)
En ég átti ekkert til sem þú hafðir ekki smakkað áður. Ég finn mér ástæðu til að kíkja til þín á næstunni þannig að ég geti sníkt hálfan Bláberja Lambic á móti þér.

Re: Hjálp! - Vantar Safale US-05 ger

Posted: 26. Nov 2009 22:56
by arnilong
halldor wrote:
arnilong wrote:Ég styð þá reglu; Vöruskipti=bjórskipti, frábær hugmynd.

Og já, ég smakkaði hveitibjórinn frá honum um daginn, gott stöff.
Hehe við klikkuðum reyndar á skiptunum á áðan :)
En ég átti ekkert til sem þú hafðir ekki smakkað áður. Ég finn mér ástæðu til að kíkja til þín á næstunni þannig að ég geti sníkt hálfan Bláberja Lambic á móti þér.
Fyrirgefðu Halldór, mín var ábyrgðin. :oops: Ég hefði að sjálfsögðu mætt með skiptiöl ef ég hefði verið að koma heiman frá mér, bæti úr því næst!