Page 1 of 1

Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 12:57
by Eyvindur
Var að fá hugmynd að uppskrift að fíflamiði sem mér þætti vænt um að fá álit ykkar á. Ég rakst á girnilega uppskrift að fíflavíni og hugsaði með mér að þetta væri eflaust enn betra sem mjöður... Endilega komið með ykkar álit og breytingartillögur.

Þessi uppskrift miðast við eitt gallon (ca. 4 lítrar).

3-4 lítrar af fíflablómum
1 kg af hunangi (meira, kannski?)
Safi úr 3 sítrónum
Kampavínsger og gernæring

Hvað finnst ykkur? Eitthvað blómahunang væri eflaust málið...

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 13:08
by Stulli
Lítur mjög skemmtilega út. Sammála að nota hunang frekar en sykur(?) sem að er örrugglega í fíflavíns uppskriftinni.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 13:14
by Eyvindur
Já, nákvæmlega, þess vegna langaði mig frekar að gera þetta svona. Svo bara sjóða fíflana og sítrónusafann aðeins og setja hunangið svo út í. Hvað finnst þér um hunangsmagnið?

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 15:01
by arnilong
Spurning um að fá eins neutral hunang og hægt er svo að fíflarnir fái að sýna sig. Fíflavínið mitt frá 2008 er bara með dextrósa en samt fer ekkert mikið fyrir fíflunum. En ég er að fíla þessa hugmynd og ég ætla að stela henni þegar ég geri fíflavín í sumar. Muhahahaha ;) Að minnsta kosti langar mig að setja eitthvað hunang í stað sykurs.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 15:03
by arnilong
Mjaðarfíflið gæti verið nafn á slíkum drykk.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 15:12
by Stulli
1 kg af hunangi í 3 L (myndi enda í ca gallon) af vatni myndi trúlega gefa þér O.G. á bilinu 1.060 og 1.070, líklega einhversstaðar þar á milli. Mínar tilraunir hafa allar verið á því bili. Það er barasta ágætis drykkur. En ef þú ætlar að nota kampavínsger geturðu alveg bætt við meiri hunang. Mig minnir að þú hafir talað um að þú fílaðir sæt vín. Því meiri hunang, því sætari endar mjöðurinn ;) Því meira áfengisinnihald því magnaðari verður drykkurinn eftir góðan þroskunartíma, það er ég nokkuð viss um.

Ég var einmitt að hugsa það sama og Hr. Long með að nota frekar hlutlaust hunang. Ég myndi mæla með Euroshopper hunangið. Ég hef prófað fullt af hunöngum og þetta frá euroshopper er ódýrt og hlutlaust og hefur reynst mér vel.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 15:35
by Eyvindur
Ókey, góðar pælingar.

Reyndar er það rétt, kampavínsgerið er kannski ekki rétti kosturinn fyrir mig. Jafnvel bara að nota ölger, þar sem það myndi trúlega skilja eftir slatta af sætu... Nema ég sleppi því að prima (hef ekki ákveðið hvernig ég vil haga mér í því) og setji bara gerstopp og meira hunang...

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 18:22
by Hjalti
Hverskonar gerjunarílát notar maður fyrir t.d. 1 gallons uppskriftir eins og þetta?

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 18:30
by arnilong
Gallon jug. Mjöðurinn freyðir ekkert yfir vatnslásinn eins og bjórinn svo það má alveg fylla upp í topp.
http://www.mdhb.com/images/gallon_jug.jpg

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 19:14
by Eyvindur
Ég ætla reyndar bara að nota plastfötu sem ég á, og konan mín getur reddað mér fleiri. Undan einhverju hreinsiefni eða e-h... Food grade... Held að þetta sé 5 lítra fata. Lítið mál að bora gat fyrir vatnslás.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 21:26
by Hjalti
Ég eginlega verð að smella mér í ríkið til að smakka svona mjöð... hef aldrei smakkað svoleiðis, og ekki fíflavín heldur ef út í það er farið....

Hvernig er fíflavínið?

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 21:30
by arnilong
Ég bjóst við flippaðra víni, en þetta sem ég gerði var nokkuð hvítvínslegt í sætara lagi þó. Undirliggjandi er samt eitthvað þurrt órætt bragð sem ég kem ekki fyrir mig. Kannski er það vegna þess að ég borða ekki fíflahausa.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 21:33
by arnilong
Ég mæti bara með síðustu flöskuna af þessu á næsta Fágunarfund sem haldin verður í heimahúsi.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 21:34
by Hjalti
:sing:

Það er hugmynd sem mig líka....

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 21:38
by Eyvindur
Já, ég þarf reyndar líka að kíkja í ríkið... Hef ekki heldur smakkað mjöð, en alltaf verið forvitinn.

Re: Hugmynd: Fíflamjöður

Posted: 11. May 2009 23:23
by Völundur
kallarðu þetta ekki "fíflarann" það er að segja, "fíflarinn" er gaurinn sem fíflar fólk, sem er svosem tvírætt, ég held að fæstir noti orðið í dag til þess að lýsa einhverjum bólförum svosem, en það er líka fyndið kannski.