Page 1 of 1
Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 25. Nov 2009 11:17
by Oli
Uppskriftin er frá Jamil, aðeins breytt en ekki mikið.
http://beerdujour.com/Recipes/Jamil/Jam ... ilsner.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
5,0 kg Pilsner (2 Row) German (1.7 SRM) Grain 94.12 %
300 gr Cara-Pils/Carafoam (2.0 SRM) Grain 5.88 %
45 gr Saaz 60 min
60 gr Saaz 30 min
30 gr Saaz 10 min
30 gr Saaz 0 min
2-3 pk S-23 saflager
IBU um 40
23 ltr
mesking við 67-68°c í 60 mín
suða í 90 mín, gerjun við ca. 10°c í tvær vikur, lagering í mánuð við 1-2°C ( ef maður hefur þolinmæði

)
Kem til með að nota allar birgðirnar af Saaz humlunum mínum í þessa.Vonast til að leggja í á laugardag.
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 26. Nov 2009 09:51
by Bjössi
Hvar næst í Saaz humla? á netinu?
mig langar rosalega að prófa þá
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 26. Nov 2009 10:02
by Idle
Bjössi wrote:Hvar næst í Saaz humla? á netinu?
mig langar rosalega að prófa þá
Ég pantaði frá Hops Direct (sjá spjallþráð um humlaútsölu). Gæti áreiðanlega gaukað einhverju að þér.
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 26. Nov 2009 11:31
by Bjössi
Annars talað ég við Bruggsmiðjuna á Árskogssandi, og spurði hvort hægt væri að kaupa hráefni hjá þeim, hellst humla hann tók ekki ýlla í það, ég benti honum á Fagun, færi flott ef hann samþykkir að selja

Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 26. Nov 2009 12:17
by hrafnkell
Bjössi wrote:Annars talað ég við Bruggsmiðjuna á Árskogssandi, og spurði hvort hægt væri að kaupa hráefni hjá þeim, hellst humla hann tók ekki ýlla í það, ég benti honum á Fagun, færi flott ef hann samþykkir að selja

Já, það væri ekki verra að fá meira úrval hérna á klakann. EIna er að það er örlítið lengra þangað

Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 26. Nov 2009 13:15
by Oli
Ég talaði einhvern tíma við þau í Bruggsmiðjunni fyrir löngu síðan um að kaupa korn og humla, þau tóku vel í það fyrst en þegar á reyndi gerðist ekkert, þau hættu við. Eftir það fóru þeir í Ölvisholti að selja okkur birgðir.
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 26. Nov 2009 13:45
by Bjössi
Hmm....já, gæti verið sama núna
annar hef ég aðalega áhuga á humlum frá þeim
Ölvishollt er með nóg úrval af korni.
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 26. Nov 2009 13:48
by Eyvindur
Ég talaði einhvern tíma við Árskógssand. Fékk ekki einu sinni svar.
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 30. Nov 2009 13:19
by kristfin
hvernig ætlarðu að lagera hann. ætlaður að setja í secondary eða á kút?
ef þú setur á kút, hvaða þrýsting seturðu á hann
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 30. Nov 2009 17:55
by Oli
Ætli hann verði ekki í secondary. Set svo á kút eftir mánuð, set þá yfirleitt á 30 psi í 36 tíma ef hann er kaldur, skrúfa þá fyrir gasið, losa þrýstinginn úr kútnum og set svo aftur á í ca 12 -15 psi. Það hefur dugað vel hingað til.
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 19. Dec 2009 21:44
by Oli
jæja komst loksins í að leggja í þennann. Gekk bara nokkuð vel fyrir sig. 25 lítrar, O.G. 1.052. Er kominn í gerjun við 10°c. Nýtnin um 75%
Re: Pilsner - byggður á uppskrift Jamils að tékkneskum Pilsner
Posted: 9. Jan 2010 17:27
by Oli
þessi fór í lageringu í vikunni, var kominn í 1014. drakk flotvogarsýnið og rúmlega það, held að þetta verði besti bjórinn hjá mér til þessa!