Page 4 of 4

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 8. Sep 2012 20:17
by hrafnkell
gosi wrote:Bara pæla með þá sem hafa bruggað án stýringar og hafa svo fengið sér PID stýringu og dælu.
Þegar þið meskjuðuð áður en PID kom til sögu, fenguð þið þá áætlað FG skv BeerSmith?
Eða fenguð þið hærra/lægra? Síðan þegar PID kom til sögu, fenguð þið þá sama FG og BeerSmith
segir til um? Eða hærra/lægra

Var að pæla því ég hef yfirleitt fengið aðeins hærra FG en BeerSmith segir án þess að nota PID
og er að fara að prófa það næstu helgi.

Þú ert ekkert endilega að eltast við FG í sjálfgefnum stillingum í beersmith, þetta fer allt eftir græjunum, og maður breytir nýtninni í beersmith þegar maður veit hver hún er venjulega í græjunum sem maður notar. Eftir örfáar brugganir í sömu græjunum þá ætti maður að vera búinn að finna út nýtnina í græjunum með aðferðunum sem viðkomandi notar og geta neglt FG í hvert skipti sem maður bruggar.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 8. Sep 2012 23:01
by gosi
Ég er með 79% nýtni með BIAB, það hefur verið nokkuð stabílt. Ætla að gera
DrSmurtos Golden Ale og uppskriftin á AussieHomebrewer segir að FG
verði 1.012 með 70%. Skv uppskrift er meskjað við 66 og 78. Ef ég gerði það
með BeerSmith reikningi þá kemur FG sem 1.009. Verður bjórinn ekki svolítið
þunnur þá. Ég er bara að pæla með þetta allt.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 24. Sep 2012 11:04
by KariP
Nú er ég að brugga einn bee-cave, fékk 1051 í OG, setti í gerjunarfötuna á fimmtudagskvöldinu og núna 3 og hálfum degi síðar er ekkert byrjað að búbbla. Ég gerði tilraunina og athugaði þéttnina á fötunni og ýtti lokinu niður og vatnið í vatnslásnum hélst á sínum stað. Ég tók þó eftir að daginn eftir var mikið í gangi í fötunni og gruggið var að þrumast upp og niður en ekkert búbbl. Hitinn inni er 19-20gráður.

Ég gúglaði þetta og fólk var að segja búbblið gerist yfirleitt daginn eftir til þrjá daga eftirá.

Hvað mæliði með að ég geri? Bíði í 10 daga og taki gravity test? Er þetta eðlilegt?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 24. Sep 2012 12:53
by Oli
Ef þetta var á fullu þá er mesta gerjunin gengin yfir, fatan hefur verið óþétt. Ef þú ert stressaður yfir þessu taktu þá mælingu núna og ath. o.g. Annars bara leyfa þessu að bíða í 10 daga í viðbót amk.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 24. Sep 2012 15:16
by KariP
Það þykir mér afar skrýtið, sérstaklega þar sem ég gerði airlock prófunina þar sem vatnslínan hélst alveg á sama stað þó ég hafði haldið lokuni inni í amk hálfa mínútu. :?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 24. Sep 2012 15:33
by hrafnkell
Alveg klárt mál að fatan er óþétt ef þú sást action í henni en ekki í vatnslásnum.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 24. Sep 2012 15:43
by KariP
Ætti ég að henda í secondary núna og setja vatnslás á aftur eða á ég að leyfa þessu bara að malla og henda á flöskur? Aðallega uppá að minnka hættuna á að súrefni komist í þetta og auka líkurnar á þéttni með næstu tunnu. Haldiði að bjórinn skemmist eitthvað við þetta?

Edit: Tók gravity og það stóð í 1010, smakkaði smá og það bragðaðist afar vel. Held þetta verði bara gæðaöl. :fagun: