Page 2 of 4

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 19. Sep 2009 16:08
by Robert
arnilong wrote:
Svona reiknarðu áfengisprósentuna:

%ABV = (OG – FG)/7.46

dæmi: (1064-1010)/7.46=6.3%
Gætuði útskýrt þetta aðeins betur? Ég fæ alltaf bara uþb 7.2 ekki 6.3 úr þessu dæmi. Hvað er að fara framm hjá mér?

lika lesið mikið að (1064-1010)*131=7.1% se reiknunin sem maður ætti að nota?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 19. Sep 2009 16:46
by Eyvindur
Ég fæ líka 7.2 út úr þessu.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 19. Sep 2009 18:02
by arnilong
Haha, já fyndið. Ég fæ að sjálfsögðu líka 7.2 útúr þessu.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 24. Oct 2009 13:54
by Bakkus
Sælir, ég er einnig byrjandi á þessu sviði. Ég myndi vilja hitta ykkur og ræða málin. Kv. Bakkus
arngrimurv wrote:Sælt veri fólkið.

Ég er nýbyrjaður að brugga bjór og þægi öll góð ráð. Ég bið ykkur að afsaka ef ég pósta þessu á vitlausan þráð, en mér sýnist í fljótu bragði að þið séuð að brugga bjór alveg frá grunni. Ég er hinsvegar bara í þessum pakkaleðjubjór úr Ámunni.

Svo ég spyr bara áður en ég fer með fyrirspurnartímann nokkuð lengra hvort þið getið veitt mér nokkur ráð þar um. Til að mynda var töluvert gerbragð af fyrsta upplaginu mínu og sumum sem smökkuðu af því fannst bjórinn súr. Fyrsta spurningin mín væri því einfaldlega þessi: hvað get ég gert, miðað við þá vöru sem ég nota, til að tryggja að drykkurinn verði boðlegur öðrum en þeim sem sætta sig við hvað sem er.

Með bestu kveðjum
Arngrímur

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 27. Oct 2009 21:55
by Bright
Ég er einnig nýbyrjaður hér og algjör byrjandi :)

Ég var að velta því fyrir mér hvað sé besta hitastig til þess að gerja Coopers Stout sem fæst í ámuni

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 27. Oct 2009 22:21
by Oli
Sæll, Coopers ölger virkar við 18-24°c, mæli með ca. 20°c

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 29. Oct 2009 02:36
by Bright
enn ein byrjenda spurning

þar sem t.d Coopers Stout er notaður í bjórgerð er þá aldurstakmark í ámuni og vínkjallaranum ?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 29. Oct 2009 08:47
by sigurdur
Bright wrote:enn ein byrjenda spurning

þar sem t.d Coopers Stout er notaður í bjórgerð er þá aldurstakmark í ámuni og vínkjallaranum ?
Er aldurstakmark á sykri og brauðgeri í Bónus?

Það verður trúlega aldrei aldurstakmark á kaupum á malti og geri.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 29. Oct 2009 09:51
by Oli
Bright wrote:enn ein byrjenda spurning

þar sem t.d Coopers Stout er notaður í bjórgerð er þá aldurstakmark í ámuni og vínkjallaranum ?
nei það er ekki selt áfengi í þessum búðum, bara grunnefnin til að búa það til. Samkvæmt lögum telst áfengi hver sá neysluhæfur vökvi sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 29. Oct 2009 16:01
by hordurg
Ég er búinn að vera að fylgjast eitthvað með þessu spjalli í smá tíma og verð að segja að þetta er rosalega spennandi og maður er svona að vellta þvi fyrir sér hvort maður ætti að fara út í þennan startkostnað :)

En mig langaði að forvitnast um eitt, hefur einhver reiknað út hvað verðið í krónum er ca p. líter af vökva til neyslu? Svo annað, eruð þið almennt að tappa þessu á glerflöskur?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 29. Oct 2009 16:12
by Idle
hordurg wrote:Ég er búinn að vera að fylgjast eitthvað með þessu spjalli í smá tíma og verð að segja að þetta er rosalega spennandi og maður er svona að vellta þvi fyrir sér hvort maður ætti að fara út í þennan startkostnað :)

En mig langaði að forvitnast um eitt, hefur einhver reiknað út hvað verðið í krónum er ca p. líter af vökva til neyslu? Svo annað, eruð þið almennt að tappa þessu á glerflöskur?
Hráefnið í 20 lítra skammta (all grain, korn og humlar frá Ölvisholti) hefur kostað mig á bilinu 2 til 3.500 kr (fer eftir ýmsu), sem gerir þá kannski um 150 kr. per lítra, miðað við 3.000 kr. hráefni. Ég nota eingöngu glerflöskur, og megnið er undan Skjálfta og Móra. :)

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 30. Oct 2009 10:07
by hordurg
Idle wrote:Hráefnið í 20 lítra skammta (all grain, korn og humlar frá Ölvisholti) hefur kostað mig á bilinu 2 til 3.500 kr (fer eftir ýmsu), sem gerir þá kannski um 150 kr. per lítra, miðað við 3.000 kr. hráefni. Ég nota eingöngu glerflöskur, og megnið er undan Skjálfta og Móra. :)
Ok snilld það er betra en ég bjóst við, svo p. líter með flösku og hreinsikostnaði er þetta kannski að m.t. um 200 kr p líter.

En hvernig er það er hægt að nota svona tunnur í bjórgerð sem hafa verið notaðar í víngerð, en ég er nú reyndar ekki að sjá þannig á heimasíðu ámunnar,, en þetta eru svona eins og risa stórir dúnkar svipaðir í útliti og landa flöskurnar bara margfallt stærri.

-En samantekt á hlutum sem maður þarf í þetta er hún ekki ca.
-30-40L pottur
-Heimamoddað kælibox (er ekki einhver með góðar DIY myndir :D)
-2 dúnkar
-Svo dótið til að setja ofan á þá (til að hleypa Co2 inu út eða álíka, þetta sem bobblar)
-Væntanlega eitthvað til að mæla OG'ið og það
-svo koparvír til að búa til kælingu

Er eitthvað sem vantar upp á? Svo væri virkilega freistandi að fá að smakka á nokkrum heimagerðum áður en maður færi út í þetta, ef einhver hefði áhúga þá á ég einn Blán Chimay sem ég gæti skipt á. Annað að lokum er búinn að vera að ath allgrain homebrew video á netinu þetta virðist ekki mikið mál. En það er aldrei neitt meira en það þangað til þetta fer í gerjun, aldrei þegar það kemur að átöppun og setja sykurinn í föskunar fyrir koltvísyringinn er það ekkert mikið erfiðara?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 30. Oct 2009 11:07
by Idle
hordurg wrote:Ok snilld það er betra en ég bjóst við, svo p. líter með flösku og hreinsikostnaði er þetta kannski að m.t. um 200 kr p líter.
Eitthvað í þá áttina.
hordurg wrote:En hvernig er það er hægt að nota svona tunnur í bjórgerð sem hafa verið notaðar í víngerð, en ég er nú reyndar ekki að sjá þannig á heimasíðu ámunnar,, en þetta eru svona eins og risa stórir dúnkar svipaðir í útliti og landa flöskurnar bara margfallt stærri.
Ég veit ekki hvernig "landaflöskur" eru. Persónulega nota ég 30 lítra plastfötur sem seldar eru í Ámunni og Vínkjallaranum. Mæli með að kaupa byrjunarpakkann sem inniheldur öll helstu áhöldin og ílát. Vínkjallarinn er ódýrari en Áman.
hordurg wrote:-En samantekt á hlutum sem maður þarf í þetta er hún ekki ca.
-30-40L pottur
-Heimamoddað kælibox (er ekki einhver með góðar DIY myndir :D)
-2 dúnkar
-Svo dótið til að setja ofan á þá (til að hleypa Co2 inu út eða álíka, þetta sem bobblar)
-Væntanlega eitthvað til að mæla OG'ið og það
-svo koparvír til að búa til kælingu
Þetta er ágæt upptalning. 30 lítra pottur er nóg fyrir 25 lítra skammta, kæliboxið er góður kostur í meskiker. Vatnslás, sykurflotvog, fötur og fleira færðu í fyrrnefndum byrjunarpakka, hvort sem þú verslar við Ámuna eða Vínkjallarann. Mjúkt koparrör í kælispíralinn.
hordurg wrote:Er eitthvað sem vantar upp á? Svo væri virkilega freistandi að fá að smakka á nokkrum heimagerðum áður en maður færi út í þetta, ef einhver hefði áhúga þá á ég einn Blán Chimay sem ég gæti skipt á. Annað að lokum er búinn að vera að ath allgrain homebrew video á netinu þetta virðist ekki mikið mál. En það er aldrei neitt meira en það þangað til þetta fer í gerjun, aldrei þegar það kemur að átöppun og setja sykurinn í föskunar fyrir koltvísyringinn er það ekkert mikið erfiðara?
Hitamælir fyrir meskinguna, vog til að vigta korn, humla og fleira. :)

Átöppunin er mjög einföld í sjálfu sér. Algengast er að leysa upp dextrósa (þrúgusykur, kornsykur) í sjóðandi vatni, kæla og setja í aðra fötu, fleyta bjórnum úr gerjunarfötunni yfir á sykurlöginn og hræra varlega í, og fleyta svo úr fötunni yfir í flöskur og smella töppum á.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 30. Oct 2009 11:22
by sigurdur
Þú mátt ekki gleyma fleytara (syphon), en best er að nota Auto-syphon.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 30. Oct 2009 11:23
by Idle
sigurdur wrote:Þú mátt ekki gleyma fleytara (syphon), en best er að nota Auto-syphon.
Hann fylgir byrjunarsettunum. "Vatnslás, sykurflotvog, fötur og fleira færðu í fyrrnefndum byrjunarpakka, hvort sem þú verslar við Ámuna eða Vínkjallarann." :)

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 30. Oct 2009 11:41
by hordurg
Snilld takk fyrir þetta, ætla að athuga hvort ég geti ekki verið mér úti um eitthvað af þessu frítt sem er í startpakkanum þar sem ég þekki einn sem var í víngerð en hætti því fyrir nokkrum árum.

Ég sé að í meskikerunum eru menn venjulega með einhverja heimaútbúna síu til þess að kornið fari ekki með þegar er verið að tappa úr kerinu hvað hafið þið verið að nota í það?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 30. Oct 2009 11:42
by Eyvindur
Vír utan af klósettbarka.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 30. Oct 2009 14:16
by hrafnkell
Eyvindur wrote:Vír utan af klósettbarka.
..Sem maður fær í byko á 1000kall eða svo :)

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 6. Nov 2009 18:11
by Bright
hvar getur maður keypt hálfslítra glerflöskur? og vitiði hvað þær kosta?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 6. Nov 2009 18:45
by Idle
Bright wrote:hvar getur maður keypt hálfslítra glerflöskur? og vitiði hvað þær kosta?
Í ÁTVR, en þá er stykkið frá um 400 til 700 kr. ;)

Piltarnir í Ölvisholti hafa verið að bjóða flöskur, 330 og 500 ml. á 12 kr. stykkið. :)

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 6. Nov 2009 22:04
by sigurjon
Hve þungt er kornið (þá bara byggið) í eina 20 lítra lögun?

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 6. Nov 2009 22:08
by Idle
sigurjon wrote:Hve þungt er kornið (þá bara byggið) í eina 20 lítra lögun?
5 kg. af korni í 20 lítra. Alls ekki hárnákvæm vísindi, en þetta virðist mér vera meðaltalið, bæði í annarra uppskriftum sem og af eigin raun.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 9. Nov 2009 00:01
by sigurjon
Takk fyrir það Sigurður.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 17. Nov 2009 08:31
by Bright
Ég þarf að setja mitt fyrsta brugg í flöskur á miðvikudaginn :skal: ég var að velta því fyrir mér, þarf að sía bjórinn áður en maður setur þetta á flöskur? já btw þetta er brugg úr coopers dósunum sem maður fær í vínkjallaranum.

Re: Algengum spurningum svarað

Posted: 17. Nov 2009 08:53
by Idle
Bright wrote:Ég þarf að setja mitt fyrsta brugg í flöskur á miðvikudaginn :skal: ég var að velta því fyrir mér, þarf að sía bjórinn áður en maður setur þetta á flöskur? já btw þetta er brugg úr coopers dósunum sem maður fær í vínkjallaranum.
Nei, þess þarf ekki, og er ekki mælt með því fyrir átöppun á flöskur. Þú þarft á elsku gerlunum að halda í flöskunum til þess að kolsýra bjórinn. :)