Ef þú ætlar að nota Coopers kit þá mæli ég með því að nota tvö kit og sleppa því að nota sykur.Tigra wrote:Svo smá auka spurning, haldið þið að svona Coopers kit bjór gæti verið betri ef maður notar þrúgusykur í stað strásykurs? Og má þá nota hann í bæði skiptin?
Ohh maður er algjör núbbi hérna
Með orðinu adjuncts er eiginlega verið að meina viðbætur við hið hefðbundna maltaða korn í bjór... þ.e. allt sem á endanum gerjast en er ekki maltað korn. Sjá nánar hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Adjuncts" onclick="window.open(this.href);return false;Rauðbjörn wrote:Nýliði hérna,
í einu mynbandinu sem ég sá við að kynna mér bjórgerð sá ég svokölluðum ,,adjunct" bætt við, og sagt að það væri einsskonar sýróp.
Er þetta fáanlegt á Íslandi?
Það er ekki nauðsynlegt. Íslenska vatnið er mjög gott til bjórgerðar. En ef menn vilja líkja eftir vatni annarra landa og svæða (t. d. ef reyna á að líkja eins vel eftir ákveðnum bjór eða stíl og mögulegt er), þá er ýmsum söltum bætt við, kalki, gipsi og fleiru. Það er komið út í fremur nákvæm vísindi ef vel á að vera, en þó á færi flestra.atax1c wrote:Nú fer að styttast í fyrstu lögn. Langaði að spurja hvort menn væru eitthvað að bæta vatnið ?
Hvernig er vatnið á Íslandi fyrir heimabruggaðan bjór ? Hef séð að sumir nota eitthvað duft í meskinguna til að jafna vatnið í pH 5,2.
Er þetta nauðsynlegt eða eru flestir hérna bara að nota venjulegt vatn úr krananum ?
Nema mín.Idle wrote:en þó á færi flestra.
LOLEyvindur wrote:Nema mín.Idle wrote:en þó á færi flestra.![]()
Get ómögulega stautað mig fram úr þessu. En ég er líka raungreinaheftasti einstaklingur norðan suðurpólsins.
Ég sendi fyrirspurn á ölvisholt um daginn varðandi kaup á hráefni, en fékk þau svör að þeir væru ekki í slíkri söluIdle wrote:Hráefnið í 20 lítra skammta (all grain, korn og humlar frá Ölvisholti) hefur kostað mig á bilinu 2 til 3.500 kr (fer eftir ýmsu), sem gerir þá kannski um 150 kr. per lítra, miðað við 3.000 kr. hráefni. Ég nota eingöngu glerflöskur, og megnið er undan Skjálfta og Móra.hordurg wrote:Ég er búinn að vera að fylgjast eitthvað með þessu spjalli í smá tíma og verð að segja að þetta er rosalega spennandi og maður er svona að vellta þvi fyrir sér hvort maður ætti að fara út í þennan startkostnað
En mig langaði að forvitnast um eitt, hefur einhver reiknað út hvað verðið í krónum er ca p. líter af vökva til neyslu? Svo annað, eruð þið almennt að tappa þessu á glerflöskur?
Ég set venjulega bara álpappír á.. Týni lokunum venjulega áður en það kemur til þess að nota þau, og oft eru lokin líka svo þétt að þau loka lásnum.Weihenstephaner wrote:Algjör lúða spurning, á lokið að vera á vatnslásnum í gerjuninni?
Ef þú átt það þá myndi ég nota það.Weihenstephaner wrote:Algjör lúða spurning, á lokið að vera á vatnslásnum í gerjuninni?